Fuglavefur
Sanderlan mætt
Í dag meldaði Sigurjón Stefánsson hóp af sanderlum út í Hvaleyjarfjöru, sem er sandvíkin milli Kálks og Hvaleyjartagla.
Að þessu sinni sáust ekki merktar sanderlum en töluvert algengt er að sjá merkta fugla þarna á ferð. AS
Brandöndin komin með unga
Í gær mátti sjá brandandarpar með 9 stk unga á Nýjalóni við flugvöllinn á Búlandsnesi. Ekki er vitað til að brandöndin hafi verið komin áður svo snemma með unga hér á svæðinu. AS
Taumönd á Fýluvogi og svölur
Í gær tilkynnti Sigurjón S fuglaskoðari um taumönd á Fýluvogi og í dag sá hann tvær svölur á flugi þar á svæðinu. AS
Mynd Brynjúlfur Brynjólfsson
Myndir af brandönd
Hér má sjá myndir af brandandarpari sem var við leik í gær á vatninu við svokallaðar Selabryggjur á Búlandsnesi. AS
Rauðbrystingar - hópur i Grunnasundi
Mjög stór hópur af rauðbrystingum sást í Grunnasundi í dag og töldu fuglarnir vel á annað hundrað. Fuglunum hefur almennt fjölgað mikið á svæðinu á síðustu tveimur dögum, má þar nefna að óðinshani hefur komið í miklu magni, smærri fuglar líka eins og þúfutittlingar og maríuerlur. Fjögur lómapör eru komin og svo er krían líka að mæta í töluverðum mæli á svæðið og er vonandi að varp hennar misfarist ekki eins og stundum á síðari árum. Spóinn sást líka i hópum í gærkvöldi. AS
Óðinshaninn mættur
Þá er óðinshaninn mættur á svæðið en nokkrir fuglar sáust í dag í norðanstrekkingnum sem gengur nú yfir svæðið.
Óðinshaninn mætir yfirleitt síðastur fugla og svo er að þessu sinni einnig. AS
Hringönd í Hvaley
Í dag sást hringönd (kk) á tjörninni úti í Hvaley, með nokkrum skúföndum. Hringönd sást síðast á Djúpavogi árið 2009. AJ
Dvergsvanir á ferð - annar merktur
Þessa dagana má sjá tvo dvergsvani á ferð og flugi hér í sveitarfélaginu en annar þeirra heldur sig út af svokallaðri Krossflöt við botn Hamarsfjarðar en hinn dvelur við Fossárvík og sást þar síðast í gær. Dvergsvanurinn við Hamarsfjörð er merktur eins og sjá má hér á mynd sem tekin var í Hamarsfirði í dag.
Heimkynni dvergsvana eru á túndrum Rússlands og þeir eru minnstir svana á norðurhveli. AS
Eyrugla
Í morgun sást eyrugla í garðinum í Kápugili. Uglan flaug tvisvar alveg upp undir húsið en fór síðan út fyrir girðinguna og sat lengi undir kletti.
Eyrugla verpir í Evrópu, Asíu og N-Ameríku. Eyrugla er meðalstór ugla og er varptími frá febrúar til júlí. Eyruglur eru að hluta til farfuglar sem fljúga suður á bóginn á veturna. Heimkynni eyrugla eru skógarjaðrar nálægt opnu svæði.
Eyruglur veiða á opnum svæðum að nóttu til. Fæða eyruglna er aðallega nagdýr, lítil spendýr og fuglar. Eyruglur eru nýir landnemar á Íslandi og hafa verpt þar. Þær má þekkja frá branduglum á því að þær hafa stærri eyru og augu þeirra eru appelsínugul en gul í branduglum (tekið af Wikipedia). AJ