Fuglavefur
Krían komin og gargöndin
Í morgun tilkynnti Jóhann Óli Hilmarsson um komu gargandar á Fýluvogi en þar voru mættir þrír steggir og ein kolla. Seinna í dag sást svo kríur fljúga inn yfir landið og síðar kjóar, en ljóst er að með sunnanáttinni í dag hafa margir nýjir fuglar náð landi.
Gæsin verpir óvenju snemma
Sl. miðvikudag, 25. apríl fundust nokkur gæsahreiður á Búlandsnesi, með fjórum eggjum í sem þýðir að gæsin hefur byrjað að verpa um 20. sem er óvenju snemmt. Gaman væri að vita hvort einhver veit til þess að hún hafi áður orpið svona snemma, eða jafnvel fyrr.
Í dag sást skeiðönd á fýluvogi og eins fjölgar í öðrum tegundum, sérstaklega grafönd. AJ
Hrossagaukur
Þá er hrossagaukurinn mættur á svæðið. AS
Margæsir, heiðlóur og gráhegri
Í morgun sáust tvær margæsir út við Hvaley og einnig var mikið af heiðlóu úti á söndum.
Eins hefur gráhegri sést í Álftafirði í kringum Oddana. AJ
Heiðlóan mætt í hópum
Í dag tilkynnti Þorbjörg Sandholt hóp af heiðlóu hér við þéttbýlið á Djúpavogi. AS
Stelkarnir mættir
Þá eru stelkarnir mættir á svæðið og sáust m.a. nokkrir út við Hvaley á Búlandsnesi í dag. AS
Skúföndin mætt á svæðið
Í dag meldaði Sigurjón Stefánsson fuglagreinir skúfandarkarl á svokölluðu Bóndavörðuvatni á Búlandsnesi og er það fyrsta skúföndin sem sést á þessu ári. AS