Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Flórgoðar

Hér má sjá flórgoðapar við hreiðurgerð á Fýluvogi en eins og komið hefur fram eru flórgoðarnir mættir nú þegar á Fýluvoginn.  AS 

 

 

 

 

 

 

 

31.03.2012

Farfuglarnir farnir að láta sjá sig

Farfuglarnir eru farnir að láta sjá sig og í morgun mátti sjá brandandarpar á Nýjalóni, lómapar og rauðhöfðapar á Breiðavogi svo og flórgoða. Grágæsirnar hafa svo verið að streyma inn síðustu daga hér inn á svæðið. Má segja að fuglarnir séu almennt snemma á ferðinni í ár enda hafa hlýindi verið óvenjumikil að undanförnu.  AS

 

 

 

29.03.2012

Álftirnar mættar á svæðið

Í morgun meldaði Sigurjón Stefánsson nokkrar álftir út á Búlandsnesi, bæði á Nýjalóni og í Grunnasundi, samtals 6 fuglar. AS

 

 

 

 

 

04.03.2012

Rauðhöfðaendur, fjöruspóar o.fl.

Undanfarin ár hefur töluverður hópur af öndum haft vetursetu í Álftafirði og fer fjölgandi ár frá ári.  Nú eru hér um 60 rauðhöfðaendur yfir veturinn.  Einnig eru hér nokkrir fjöruspóar sem halda sig mikið í Grjótgarðsskerinu og í fjörunum þar við.  
Á  bryggjunni er mjög ljós máfur, sem ekki hefur tekist að tegundagreina og væri gaman ef einhverjir gætu fundið út hvaða máfur það er og látið vita.  AJ

01.03.2012