Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Álftirnar mættar á svæðið

Í morgun meldaði Sigurjón Stefánsson nokkrar álftir út á Búlandsnesi, bæði á Nýjalóni og í Grunnasundi, samtals 6 fuglar. AS

 

 

 

 

 

04.03.2012

Rauðhöfðaendur, fjöruspóar o.fl.

Undanfarin ár hefur töluverður hópur af öndum haft vetursetu í Álftafirði og fer fjölgandi ár frá ári.  Nú eru hér um 60 rauðhöfðaendur yfir veturinn.  Einnig eru hér nokkrir fjöruspóar sem halda sig mikið í Grjótgarðsskerinu og í fjörunum þar við.  
Á  bryggjunni er mjög ljós máfur, sem ekki hefur tekist að tegundagreina og væri gaman ef einhverjir gætu fundið út hvaða máfur það er og látið vita.  AJ

01.03.2012

Haftyrðlar

Haftyrðlar eru ageng sjón í Berufirði þessa dagana en þeir skipta hundruðum Haftyrðlarnir sem svamla um fjörðinn.  Þegar þetta er ritað eru Haftyrðlarnir algengasta svartfuglategundin á Berufirði.  Haftyrðillinn, sem er minnstur svartfugla og einn minnsti sjófuglinn, er árviss gestur hér við land á veturna en hann verpir norðan við okkur, t.d. á Grænlandi og Jan Mayen.  KI

 

 

 

 

 

 

29.02.2012

Starar í húsagörðum

Starar hafa verið óvenju algengir í húsagörðum í Djúpavogshreppi undanfarnar vikur.  Starar eru alla jafna ekki algengir á þessum landshluta en í vetur hafa þeir glatt okkur með nærveru sinni og glaðværu tísti.  Auðvelt er að lokka Starana og fleiri fugla  til sín með því að kasta út eplabitum.  KI

 

 

 

 

 

 

 

 

21.02.2012

Vepja við Blábjörg

Að undanförnu hefur vepja haldið sig í grennd við íbúðarhúsið að Blábjörgum í Álftafirði.

AS 

 

 

 

 

 

 

 

 

15.02.2012