Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Gransöngvari í Fossárdal

Í dag sendi Guðný Gréta Eyþórsdóttir heimasíðunni mynd af gransöngvara sem hafði flogið inn í bílskúr þar á bæ. Fuglinn var með spotta um fætur og var honum komið til bjargar. Heimasíðan þakkar fyrir myndefnið og hvetur um leið fleiri íbúa til að tilkynna ef þeir verða flækinga varir. AS 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

27.11.2011

Hláturmáfur

Í dag tilkynnti Sigurjón Stefánsson hláturmáf á hafskipabryggjunni á Djúpavogi. Þegar ljósmyndari mætti á svæðið sat máfurinn hinn spakasti á bryggjukantinum og lét sér hvergi bregða þegar ljósmyndari nálgaðist hann og smellti nokkrum af honum. Hláturmáfar eru sjaldgæfir flækingar.   AS       

 

http://ruv.is/frett/hlaturmavur-a-djupavogi

 

 

 

 

 

 

Branduglur og eyruglur á ferðinni

Óvenjulega mikið hefur verið um uglur hér á Djúpavogi að undanförnu og hefur mátt sjá bæði brand- og eyruglur.
Um helgina mátti m.a. sjá 4 branduglur, liklega fjölskylda á ferðinni fljúga fram og aftur milli húsagarða í bænum og voru þær mest áberandi í görðum við götuna Hamra.  Þá kom húsfreyjan á Bragðavöllum Þórunnborg færandi hendi með eyruglu í dag sem hafði flogið á rúðu á bænum og lá dauð við útidyrnar í morgun.  AS  

 

 

 

 

 

 

 

16.11.2011

Hettusöngvari

Töluvert er af flækingsfuglum á ferðinni í húsagörðum á Djúpavogi þessa dagana. Ásdís Þórðardóttir tilkynnti m.a. hettusöngvara í garði sínum í vikunni þar sem hann var að gogga í epli, en Ásdís er einmitt mjög dugleg að setja út í garðinn ýmiskonar fæði fyrir smáfuglana. AS 

 

 

 

 

 

 

 

Ljósmynd. Sigurður Ægisson

11.11.2011

Smáfuglar á ferð

Að undanförnu hefur verið töluvert á ferðinni af algengum smáfuglaflækingum í húsagörðum hér á Djúpavogi og í nágrenni. Sigurjón Stefánsson tilkynnti m.a. hóp af störrum, svo og nokkra svartþresti auk gráþrastar. Albert J. tilkynnti 2 fjallafinkur, gráþröst og svartþresti í dag og svo fréttist af branduglu og dauðri vepju um borð í línuveiðara sem kom að landi hér í síðustu viku.  AS  

 

 

 

07.11.2011