Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Glókollar á ferð í Hálsaskógi

Að undanförnu hafa nokkrir glókollar verið á sveimi í Hálsaskógi en þessum minnstu landnemum í fuglafánunni hefur fjölgað nokkuð ört hér á landi á síðustu árum. Nú hefur að auki verið staðfest varp glókolls í Hálsaskógi og er það að sjálfsögðu fagnaðarefni.  Í gær þegar þessar myndir voru teknar í Hálsaskógi mátti sjá am.k. fjóra glókolla á sveimi á fremur litlu svæði.  AS 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

17.08.2011

Toppskarfaungarnir braggast í Papey

Í síðustu viku sendi Stefán Guðmundsson þessa mynd af toppskarfaungunum í Papey og er ekki annað að sjá en að þeir hafi fengið nóg að borða frá því síðustu myndir voru birtar. AS 

 

 

 

 

 

 

 

15.08.2011

Merkt sanderla

Á dögunum mátti sjá merkta sanderlu í stórum hóp út í fjörum við svonefnda Hvaley á Búlandsnesi.
Sjá meðfylgjandi myndir. AS 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

11.08.2011