Fuglavefur
Krían
Krían er nú að verða meira áberandi á svæðinu en stakar kríur hafa til þessa sést á undanförnum vikum.
Garðaskotta
Garðaskotta hefur haldið sig á undanförnum dögum í garðinum hjá Stefáni Guðmundssyni en ljósmyndari hefur ekki náð af henni mynd enn sem komið er. AS
Merkt margæs
Í gær mátti sjá merkta margæs við flugvöllinn á Búlandsnesi, sjá meðfylgjandi mynd og bókstafinn P á hægri færi, ekki gafst ráðrúm að lesa af merkinu áður en fuglinn tók sig aftur til flugs. AS
Súla
Í síðustu viku synti súla inn í Djúpavogshöfn og settist þar upp í fjöru. Súlan var mjög róleg og var greinilegt að eitthvað hrjáði hana, enda kom á daginn að fuglinn var nokkru síðar allur. Skúli Benediktsson tók þessar myndir af súlunni á síðustu andartökunum ef svo má segja. AS