Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Rákönd

Sigurjón Stefánsson meldaði rákönd á Hvaleyjarvatni í dag þar sem hún hélt sig innan um urtendur sem henni svipar sannarlega til. Aðeins hvít rák á búk framan við væng.  AS 

24.04.2011

Grafönd - kjói - maríuerla

Í dag sá Kristján Ingimarsson, grafönd og kjóa við Nýjalón og eru líklega nýlega mætt á svæðið, og síðan maríuerlu við bræðsluna við Gleðivík.  AS 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

24.04.2011

Lífið á leirunum - Álftafjörður

Gríðarlega mikið og fjölbreytt fuglalíf er í Álftafirði eins og áður hefur komið fram, þar er þó lífríkið sýnu mest á leirunum sem sjá má vel yfir frá þjóðveginum við botn fjarðarins. Álftafjörðurinn er mjög grunnur og því koma leirurnar vel upp þegar fjarar út þannig að svæðið er sannarlega kjörlendi fugla sem gogga upp lirfur og fl.  Meðfylgjadi myndir eru teknar á leirunum fyrir fjórum dögum og má vel sjá hve gríðarlegur fjöldi fugla sópast þarna að svæðinu, en jaðrakan er þarna í miklum meirihluta ásamt minni vaðfuglum, lóuþræl, sandlóu, stelkum og fl og fl.  AS 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

24.04.2011

Albinói - heiðagæs í Álftafirði

Í dag tilkynnti Rúnar Gunnarsson bóndi á Hnaukum um sérkennilega gæs á túni við Selá í Álftafirði. Þegar ljósmyndari mætti á staðinn seinni partinn í dag kom í ljós að þarna var á ferð heiðagæs - albinói  í mjög ljósum búning.  Sjá meðfylgjandi myndir.  Heimasíðan þakkar Rúnari hér með fyrir tilkynninguna.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

21.04.2011

Fjallafinka

Í dag náði ljósmyndari heimsíðunnar mynd af fjallafinku í garði við húsið Sólhól á Djúpavogi.  AS 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

21.04.2011

Lundi

Að undanförnu hefur sést til lunda í Berufirði þannig að búast má við að hann sé farin að setjast upp í Papey.
Kristján Ingimarsson tilkynnti fyrsta lundann fyrir nokkru síðan í Berufirði og hefur þeim fjölgað töluvert síðan. AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

20.04.2011

Steindepilinn mættur

Í dag tilkynnti Albert Jensson fyrsta steindepilinn á þessu vori, auk þess sem hann sá 10 hvinendur, 7 gargendur og skeiðandarpar á vötnunum við Búlandsnes.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

20.04.2011

Grákráka á Hnaukum

Í dag meldaði Skúli Benidiktsson grákráku við bæinn Hnauka í Álftafirði, en krákan hélt sig þar framundir miðjan dag þegar hún lét sig hverfa og náðust ekki myndir af henni, en aldrei að vita nema hún láti sjá sig aftur.  AS

 

19.04.2011

Hrossagaukarnir flykkjast inn

Töluvert mikið hefur sést að hrossagauk að undanförnu, en rúm vika er síðan fyrstu gaukarnir voru tilkynntir hér fyrst inn á þessu vori.   AS 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

18.04.2011

Bláheiðir ?

Albert Jensson tilkynnti ránfugl á flugi við gatnamót þjóðvegar og Djúpavogsafleggjara í dag og taldi allt eins líklegt að þar hefði getað verið bláheiðir á ferð en gat þó ekki staðfest það, en fluglinn flaug suður í blá áður en hann náði að henda reiður á hvað þarna var á ferð. Það er því ágætt ef menn hefðu augun opin á þessu svæði næstu daga ef vera kynni að fuglinn léti sjá sig aftur.  AS 

18.04.2011

Flórgoðinn mættur

Í morgun mátti sjá tvö flórgoðapör á Fýluvogi og voru þeir greinilega að velja sér varpstað miðað við atferlið.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

17.04.2011

Margæsir í Grunnasundi

Í dag sá Kristján Ingimarsson 25 margæsir í Grunnasundi á Búlandsnesi.  Margæsir hafa sést stöku sinnum á svæðinu á liðnum árum en eru þó ekki árvissir gestir.  Þá sá Kristján einnig svölu við Djúpavogshöfn.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

15.04.2011

Fyrsta skeiðandarparið mætt

Fyrir tveimur dögum mátti sjá fyrsta skeiðandarparið á þessu ári við Fýluvoginn AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

14.04.2011

Lómurinn mættur

Í morgun mátti sjá fyrsta lómaparið á þessu ári á Breiðavogi.AS

 

 

 

 

 

 

 

 

14.04.2011

Lóurnar mættar í hópum

Lóurnar streyma nú inn og tilkynnti Ásdís Þórðardóttir að lóurnar væru komnar eins og venja er í brekkuna ofan við íþróttavöllinn en þar hafa þær oftar en ekki safnast saman í hópum.  AS    

 

 

 

 

 

 

 

 

 

12.04.2011

Svölur á ferð

Í gær tilkynnti Stefán Guðmundsson hafnarvörður þrjár svölur á sveimi við Djúpavogshöfn, ekki fékkst staðfest hvort þar voru bæjar - eða landsvölur á ferð.  AS 

 

 

 

 

 

 

 

 

12.04.2011

Sandlóa - stelkar - duggendur

Í dag voru sandlóurnar mættar á leirurnar í Grunnasundinu á Búlandsnesinu, þar voru auk þess slatti af stelkum, grágæsum og fleiri algengari fuglum.  Á Fýluvognum mátti svo sjá duggandarpar og þar hafði einni bæst mikið við af skúföndum.  AS

 

 

 

 

 

 

 

Duggandarpar

 

Sandlóa

 

Stelkur 

10.04.2011

Heiðagæsir og helsingjar

Við fuglaskoðun í dag kom í ljós að bæði helsingjar og heiðagæsir voru mætt á svæðið og er þetta óvenju snemmt

af þessum fuglum að vera.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

09.04.2011

Fuglaskoðun í dag í Djúpavogshreppi

Í dag fóru Albert Jensson og Andrés Skúlason í fuglskoðunarferð frá Djúpavogi suður á Hvalneslón þar sem var snúið við. Við botn Hamarfjarðar voru um hundrað rauðhöfðar og þar innan um tveir gargandarsteggir, þá voru hettumáfarnir þarna sveimandi um svæðið.  Við leirurnar í Álftafirði neðan Starmýrarbæja var sömuleiðis töluvert líf, endur, álftir og fl. algengir.  Út af Þvottárskrifðum mátti svo sjá mikla fleka af æðarfugli og þar innan um mátti sömuleiðis sjá níu hrafnsandarsteggi og eina kollu með þeim.  Á Hvalneslóninu mátti svo sjá þúsundir álfta og innan um nokkrar algengar andartegundir m.a. stóra hópa af rauðhöfða.  Á leiðinni mátti svo einnig sjá nokkra hreindýrahópa.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

g

Gargandarsteggur

 

Hrafnsendur 

 

 

 

 

 

 

03.04.2011

Fuglarnir streyma inn

Í dag meldaði Albert Jensson fyrstu skúfendurnar á þessu ári á vötnunum á Búlandsnesi, þar voru að auki toppendur, hávellur, álftir og gæsir sem hafa sömuleiðis verið að streyma inn á landið á undanförnum dögum.  Þá meldaði Kristján Ingimarsson lóu og er það sú fyrta sem tilkynnt hefur verið hér á svæðinu.  Skógarþrestir voru komnir hér í garða fyrir 10 dögum og fer þeim ört fjölgandi þessa dagana.   AS 

 

 

 

 

 

 

 

Skúfendur

02.04.2011

Brandöndin mætt á Breiðavoginn

Í dag meldaði Kristján Ingimarsson fyrstu brandöndina sem var lent á Breiðavogi á Búlandnesi.  Brandöndin hélt sig með toppöndum og álftum við ísspöng á vatninu.  AS

 

 

 

 

 

01.04.2011