Fuglavefur
Stelkarnir mættir
Í gær meldaði Stefán Guðmundsson stelka á svæðinu en þeir hafa sést í fjörum undanfarna daga. Þá er tjöldum farið að fjölga sömuleiðis. AS
29.03.2011
Álftirnar streyma inn yfir landið
Í dag meldaði Sigurjón Stefánsson 25 álftir á tjörn við Streiti á Berufjarðarströnd og var ein grágæs með í pakkanum og réttu áður hafði Sigurjón séð aðrar 15 álftir á flugi yfir Búlandsnesi. Það má því segja að þetta séu fyrstu alvöru merkin um komu farfuglanna hér inn á svæðið. Þó ber þess að geta að stakir fuglar hafa sést hér um nokkra vikna skeið, m.a. stök álft sem hefur haldið sig til við vötnin á Búlandsnesi á siðustu vikum og líklega hefur sá fugl aldrei yfirgefið landið.
AS
15.03.2011