Fuglavefur
Keldusvín í Álftafirði
Í morgun meldaði Albert Jensson keldusvín við þjóðveginn í Álftafirði, nánar tiltekið við Hærukollsnes. AS
Auðnutittlingar, músarindlar og glókollur í Hálsaskógi í dag
Í dag mátti sjá mikinn fjölda af auðnutittlingum í Hálsaskógi við Djúpavog, þá var mikið af músarindlum á kreiki en síðast en ekki síst mátti sjá þar minnsta fuglinn og líklega þann fallegasta þ.e. glókollinn fljúga fram og aftur milli barrtrjánna.
Sjá myndir dagsins úr fuglalífinu í Hálsaskógi.
AS
Glókollur
Auðnutittlingur
Músarindill
Sundnámskeiði frestað
Fyrirhuguð sundnámskeið sem áttu að vera í sundlaug Djúpavogs um helgina frestast því miður um óákveðinn tíma vegna veikinda þjálfara.
Haft verður samband við þá sem búnir voru að skrá sig vegna nýrrar tímasetningar.