Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Aðalfundarboð - Fuglar á Suðausturlandi

 

 

 

 

Aðalfundarboð


Aðalfundur samtakanna „Fuglar á Suðausturlandi“ verður haldinn í Nýheimum á Hornafirði fimmtudaginn 7. október kl. 14:00

 

Dagskrá fundarins:


1. Skýrsla stjórnar
    a) Fuglaferð um Suðausturland
2. Þátttaka í Birdfair sýningu í Bretlandi í ágúst
3. Opnun heimasíðu
4. Kosning stjórnar
5. Önnur mál

Stjórnin

Gráhegrar á sveimi í Álftafirði

Í morgun tilkynnti Albert Jensson tvo gráhegra skammt frá þjóðvegi neðan við bæinn Stekkartún í Álftafirði.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Úr myndasafni birds.is  AS

30.09.2010

Herfugl á Flugustöðum í Álftafirði

Í gær varð ábúandi á Flugustöðum var við sérkennilegan fugl en þar var þá komin svokallaður herfugl sem er fremur fágætur flækingur en hefur þó sést nokkrum sinnum hér á landi á síðustu árum.  Heimasíðan fékk góðfúslegt leyfi til að birta hér mynd af fuglinum en Björn Arnarsson fór á vettvang í Flugustaði í morgun og smellti nokkrum myndum af þessum fallega fugli.  AS