Fuglavefur
Grátrana við Hvalnes
Ljósmyndari birds.is fór á stúfana í dag og myndaði grátrönu sem hefur haldið sig við Hvalnes að undanförnu, sjá hér myndskeið af fuglinum. AS
http://www.youtube.com/watch?v=CZC_lbE3zG4
19.07.2010
Skógarsnípa í Geithelladal
Skúli Benediktsson tilkynni fyrir skemmstu skógarsnípu í Geithellnadal en ekki er vitað að slíkur fugl hafi sést hér á svæðinu áður. Hér meðfylgjandi mynd er tekin af Brynjúlfi Brynjólfssyni. AS
15.07.2010
Rjúpur með unga
Mikill uppgangur virðist vera í rjúpnastofninum hér á svæðinu ef marka má þann fjölda rjúpna sem heldur sig um þessar mundir á svæðinu. Töluvert ber á rjúpnapörum með unga hér í nágrenni Djúpavogs og hér á myndum má m.a. sjá dæmi þess en þessar myndir voru teknar í nágrenni við þorpið á Djúpavogi fyrir nokkrum dögum. AS
04.07.2010