Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Grafandarkolla baðar sig

Hér má sjá myndskeið með grafandarkollu sem var að baða sig á Breiðavogi í dag. AS

http://www.youtube.com/watch?v=dXwyiKffE2o

30.05.2010

Hrafnsungar

Hér á myndskeiði má sjá hrafnsunga í laupi í kletti í svokölluðum Loftskjólum á Búlandsnesi í nágrenni Djúpavogs. Ungar þessir eru a.m.k. 10 daga gamlir.  AS  http://www.youtube.com/watch?v=pA8pJLjjvwg

23.05.2010

Merkt tildra og hrafninn komin með unga

Í gær meldaði Sigurjón Stefánsson merkta tildru í fjörunni neðan við Hótel Framtíð sem sagt við voginn djúpa.
Um er að ræða eitt álmerki á hægra færi neðan við lið og væri nú gaman að fá upplýsingar um hvar þessi fugl gæti verið merktur. Sjá annars hér myndir af fuglinum.  Þá tilkynnti Sigurjón sömuleiðis í dag að hrafninn væri komin með unga og líklega nokkrir dagar síðan.  Laupur þessi með ungunum fjórum er í austanverðu hrauni hér út á Búlandsnesi í svokölluðum Loftskjólum. AS

 

 

 

 

 

 

 

19.05.2010

Flórgoðinn á hreiðri á Fýluvogi

Hér á myndskeiði sem tekið var í gær má sjá flórgoða á hreiðri við Fýluvog, inn á milli eru eldri myndir þar sem flórgoðapar er sömuleiðis við hreiðurgerð á Fýluvogi.  AS http://www.youtube.com/watch?v=sxf3o8bFVdc

17.05.2010

Grafönd við Breiðavog

Hér má sjá myndskeið af grafönd sem tekið var við Breiðavog á Búlandsnesi í síðustu viku. AS  http://www.youtube.com/watch?v=pqV4t8cmCYQ

 

 

 

 

 

 

 

 

16.05.2010

Brandugla í Grunnasundi

Í dag meldaði Nökkvi Fannar Flosason branduglu í Grunnasundi og brá ljósmyndari sér á vettvang og náði nokkrum myndum af uglunni fallegu.  Brandugla þessi hefur sést annað veifið þarna í sundinu að undanförnu, Sjá annars meðfylgjandi myndir i dag. AS

 

 

 

 

 

 

11.05.2010

Óðinshaninn mættur á svæðið

Óðinshaninn er mættur fyrr en von var á en stakur fugl sást út við Fýluvog í morgun sem undirritaður getur hér staðfest.  AS

 

11.05.2010

Tildrur

Í dag meldaði Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir tildrur við Gleðivík og þökkum henni hér með fyrir tilkynninguna, þetta er fyrsta tildrutilkyninginn á þessu vori. AS

07.05.2010

Krían er komin

Í morgun meldaði Albert Jensson kríu og þegar leið á daginn voru nokkrar mættar á svæðið við vötnin á Búlandsnesi. AS

04.05.2010

Grágæsarvarp hafið á fullu

Í gær tilkynnti Sigurjón Stefánsson nokkur grágæsahreiður út í svokölluðu Gunnasundi á Búlandsnesi en egg voru allt upp í 8 í hreiðri þannig að grágæsin byrjar varpið af miklum krafti. Gæsin verpir innan um melgresi þarna á svæðinu og hefur varp stóraukist á síðustu árum þarna við sundið lífríka.  Sigurjón gekk sömuleiðis fram á branduglu bæði í gær og í dag en hún flaug upp úr melgresisþúfu og skildi eftir sig ælu á staðnum eins og henni er tamt.  AS

 

 

 

 

 

 

 


Grágæs á hlaupum í Grunnasundi

04.05.2010