Fuglavefur
Gráþröstur - myndband
Undirritaður tók meðfylgjandi myndskeið af gráþresti í garðinum í Borgarlandi 15 á Djúpavogi í dag. Við skulum öll muna eftir smáfuglunum núna þegar snjór liggur yfir, epli, brauð og ýmsir matarafgangar eins og fita er gott í fuglsgogginn þessa dagana. AS
27.02.2010
21.02.2010
Duggendur við Kross í Berufirði
Í dag meldaði Sigurjón Stefánsson 20 duggendur í hóp í vík neðan við bæinn Kross á Berufjarðarströnd. Duggendur hafa sést áður á þessum tíma á þessum stað en ekki í svo miklum mæli sem nú. AS
06.02.2010