Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Hreindýr í Hálsaskógi

Undanfarna daga hefur hópur hreindýra haldið sig innan girðngar í Hálsaskógi sem er auðvitað ekki vel séð þar sem að dýrin geta verið hinir mestu skaðvaldar gagnvart ýmsum trjáplöntum.  Ljóst er að hreindýrin sem voru alls 26 að tölu höfðu á þeim dögum sem þau dvöldu innan girðingarinnar valdið töluverðu tjóni a.m.k. á nokkuð stálpuðum birkihríslum svo og hafa dýrin traðkað svæðið töluvert út og tætt upp m.a. mosa og annan fallegan lággróður. 

Í dag fór ljósmyndari á svæðið og skoðaði vegsumerki og kom þá jafnframt styggð að hópnum og eftir að bílflauta hafði verið þeytt um stund, stukku dýrin öll út úr girðingunni fyrir utan þrjú dýr sem eftir urðu, en þau fara nú væntanlega á eftir hópnum fljótlega.  Hér má sjá nokkrar myndir og eitt myndskeið með líka sem tekið var í þessari hreindýraeftirlitsferð í Hálsaskóg í dag. Ekki verður hjá því litið að þessir skaðvaldar eru hinar fallegustu skepnur. AS

Sjá myndskeið:  http://www.youtube.com/watch?v=B-F_M0Vpwx4

 

 

 

Hávella

Hávellan er skemmtilegur og jafnframt fallegur fugl og um þetta leyti er fuglinn einmitt í sínum fallegasta búningi, ólíkt mörgum öðrum fuglum sem skarta sínu fegursta á öðrum tíma árs. Söngur hávellunnar er einnig sérstakur og fallegur og er mjög einkennandi við sjávarsíðuna um þetta leyti. Sjá hér myndbrot af karlfugli sem tekið var í dag. AS Hávella birds.is 1.mpg

24.01.2010

Skarfaþing

Mikið líf er þessa dagana hér við fjöruborðið kringum Djúpavog m.a. er mikið af skarfi, himbrimum, hávellum, toppöndum, straumöndum, stokköndum, svo eru auðvitað æðarfuglar í stórum hópum og þá eru sendlingarnir dansandi fram og aftur í fjörunni.   
Í dag mátti m.a. sjá mikinn fjölda af dílaskarfi viðra fjaðrirnar milli regnskúranna sem gengu með jöfnu millibili yfir svæðið.  Oft má sjá skarfana viðra sig á klettastöpum við Æðarstein sem er tangi norður austur úr Gleðivík innri og þar er einmitt mynd dagsins hér tekinn í dag. Þá má einnig sjá hér vídeomyndbrot tekið á sama stað í dag.   Dílaskarfur.mpg            

                                                                                                                                                  AS

 

 

 

 

23.01.2010

Numeration of birds in Álftarfjörður

Members of the Birds.is project group went on a trip to Álftafjörður this past weekend to do a numeration of birds.

The spotted one Grey heron (Ardea cinerea), two Graylags (Anser anser), one Gooseander (Mergus merganser), one Snipe (Gallinago gallinago) together with a number of Mallards (Anas platyrhynchos) and other common birds in the area.

AS


12.01.2010