Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Maríuerlan mætt

Stefán Guðmundsson íbúi á Djúpavogi meldaði maríerlu ofan Gleðivíkur við Djúpavog fyrir stundu og taldi Stefán að með komu erlunnar þá væri sumarið hér með gengið í garð.  AS

20.04.2010

Helsingjar

Umtalsvert hefur verið af helsingjum á svæðinu og í morgun var t.d. einn á gangi á íþróttavellinum á Djúpavogi, sjá hér. AS

 

 

17.04.2010

Jaðrakan við Breiðavoginn

Í dag má sjá einn jaðrakan við Breiðavog hér á Búlandsnesi en þetta er sá fyrsti sem sést hér á þessu vori.  AS

 

17.04.2010

Hrossagaukurinn mættur

Fyrir tveimur dögum meldaði Stefán Guðmundsson fyrsta hrossagaukinn sem sést hefur á þessu vori og síðan hafa fleiri gaukar sést á svæðinu.  AS

17.04.2010

Brandendur í tilhugalífinu

Set hér inn nýtt myndskeið af brandöndunum þar sem ég var með rangar upplýsingar í hinu fyrra sem ég setti inn, sjá hér nýtt, myndskeið. http://www.youtube.com/watch?v=rZ5AXrNAuKc
Stofnstærð var skráð röng í fyrra myndskeiði en mikil fjölgun hefur verið í stofninum á síðustu árum og má áætla að nokkur hundruð pör séu nú árvissir gestir á landinu. Þá er dvalartími allt frá apríl, en fyrst hefur brandöndin sést 28 mars hér í nágrenni Djúpavogs.  AS 

16.04.2010

Brandendur í tilhugalífinu myndskeið

Hér má sjá myndskeið http://www.youtube.com/watch?v=VLPhnfkRXgo sem tekið var í dag á Búlandsnesi af nokkrum brandöndum í tilhugalífinu. AS

14.04.2010

Fuglafréttir ásamt vinsamlegum ábendingum

Hér með er lesendum heimasíðunnar sem áhuga hafa á að fylgjast með fuglalífinu hér á svæðinu bent á að síðustu daga hafa verið færðar inn reglulegar fréttir af komu ýmissa fuglategunda hér inn á landið,  sjá nánar á heimasíðu okkar http://djupivogur.is/fuglavefur/  Jafnframt eru áhugasamir  hvattir til að tilkynna fuglasíðunni ef þeir sjá farfugla koma inn á svæðið sem ekki hafa þegar verið skráðir inn á fuglafréttirnar.  Markmið fuglasíðunnar er m.a. að skrá og halda utan um komur fugla og hvað margar tegundir halda sig árlega hér á svæðinu.  Hið ánægjulega er að á síðustu árum hafa nýjir landnemar fugla verið að hreiðra um sig á svæðinu og því mjög áhugavert að fylgjast með þróun fuglalífsins milli ára.  Leiða má að því líkum að ástæða þessarar jákvæðu þróunar fuglalífsins hér í nágrenninu sé ekki síst sú að íbúarnir hafa tryggt með góðri umgengni um svæðið vöxt og viðgang fuglalífsins.
Þeir sem ekki vita má til gamans geta þess að í mjög mörgum tilfellum eru þetta sömu fuglarnir sem eru að koma hér ár eftir ár t.d. hér í nágrenni vatnanna og velja þeir sér þá gjarnan sömu hreiðurstæðin hafi varp lukkast árinu áður. Þá er tímaskyn fuglanna ótrúlega nákvæmt en nokkur skráð dæmi eru fyrir því hér á heimasíðu fuglanna að þessir sömu fuglar eru að koma nákvæmlega upp á sama dag hér á svæðið milli ára.

Að síðustu eru íbúar sem og aðrir beðnir um að sýna fuglalífinu tilhlýðilega virðingu þegar vorið og varptíminn nálgast  t.d. að sleppa ekki hundum lausum á svæðinu og eða valda fuglalífinu með öðrum hætti óþarfa ónæði sem truflað getur varp m.a. sjaldgæfra fuglategunda. Njótum því okkar frábæra útivistarsvæðis á Búlandsnesi áfram sem og hingað til í sátt við umhverfið og lífríkið á svæðinu.  AS

Sandlóur og stelkar

Sífellt bætist í fuglafánuna á Búlandsnesi, í dag mátti meðal annars sjá sandlóur og stelka í Grunnasundi og þar voru einnig hópur af heiðlóum dansandi um sandana.  Brandendurnar eru nú samtals átta á svæðinu og var ein þeirra á rölti út í Grunnasundi innan um grágæsahóp.  AS

 

 

 

 

 

 


Sandlóa

13.04.2010

Lóan er komin að kveða burt snjóinn

Í morgun tilkynnti Ásdís Þórðardóttir hóp af heiðlóum sem mættur var við íþróttavöllinn á Djúpavogi. Ekkert veit nú annars meira á sumarkomuna en blessuð heiðlóan og því göngum við auðvitað út frá því að sumarið sé komið frá og með þessum degi.  AS

12.04.2010

Brandöndin og flórgoðin mætt

Í gærkvöldi var brandöndin mætt og mátti sjá tvö pör þar á svæðinu í dag.  Þá var flórgoðinn sömuleiðs mættur á Fýluvoginn 2 stk þar og síðan var stakur flórgoði á Bóndavörðuvatni, en þar var sömuleiðis mikið líf í dag, rauðhöfðar í miklu magni, stokkendur, toppendur og síðast en ekki síst eitt lómapar til viðbótar við það sem nú syndir um Fýluvoginn. Það er því orðið mikið fuglalíf á svæðinu og í kvöld héldu grágæsirnar áfram að búnkast inn yfir landið. AS

 

 

 

 

 


Brandönd kk


Flórgoði

11.04.2010

Grágæsin hópast inn

Nú seinni partinn í dag hefur grágæsin verið að hópast inn yfir svæðið. AS

10.04.2010

Lómurinn og fleiri fuglar mættir

Nú hefur einkennisfuglinn okkar mætt á svæðið þ.e. lómurinn en fyrsta parið var mætt á Fýluvoginn í morgun.
Hettumáfurinn var sömuleiðis komin á svæðið, rauðhöfðar í nokkru magni, auk þess sem álftir, gargendur, stokkendur, toppendur, urtendur, hávellur og fleiri fallegir fuglar lífga upp á vatnasvæðið okkar hér í nágrenni Djúpavogs. 
Fylgst verður náið með komum fleiri fugla á næstunni og verða þeir meldaðir hér inn á heimasíðuna okkar jöfnum höndum eftir því sem þeir mæta á svæðið, AS

10.04.2010

Lundinn mættur

Síðastliðinn miðvikudag sá Kristján Ingimarsson lunda inn í Berufirði en þessi snemmkoma lundans veit vonandi á gott en umtalsverð fækkun hefur orðið í lundastofninum hér við land á síðustu árum eins og kunnugt er.  AS

10.04.2010

Líf að lifna á vötnum

Í dag mátti sjá fyrsta skúfandarparið á þessu ári á Fýluvogi og í kvöld var að auki einn gargandarsteggur mættur á Breiðavoginn.   Mikið af stokkönd á vötnunum.  Vorið er því á næsta leyti.  AS

 

 

 

 

 

 


Gargönd


Skúfendur

 

08.04.2010

Skógarþrösturinn mættur í hópum

Í morgun mátti sjá hópa af skógarþröstum í görðum hér á Djúpavogi og vill heimasíðan hér með nota tækifærið og bjóða þessa góðu vini okkar velkomna til landsins.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

05.04.2010

Barrfinka við Starmýri 1 í Álftafirði í dag

Guðmundur Eiríksson bóndi á Starmýri hringdi í undirritaðan í gær og tilkynnti um fugl í garði sínum sem hann kannaðist ekki við.  Við nánari skoðun ljósmyndara fuglasíðunnar í dag kom í ljós að þarna var barrfikna á ferð.
Sjá meðfylgjandi myndir.  AS

 

 

 

 

 

01.04.2010

Vepjur á Berufjarðarströnd

Í dag sá Albert Jensson tvær vepjur í nágrenni þjóðvegarins við Kross á Berufjarðarströnd.  Þó nokkuð er síðan þessi fugl hefur sést hér um slóðir svo vitað sé.

Vepjur eru algengir fuglar víða í evrópu en eru hinsvegar flækingar hér og koma þá hér helst við á veturna eða undir vorið. Vepjuvarp hefur aðeins verið staðfest 15 sinnum á Íslandi. Þá hafa fuglarnir verpt seinni hluta maímánuðar. Varplendi vepjunnar eru á bersvæði eða mó- eða mýrlendi. Hér á landi sjást vepjur einkum í fjörum eða á túnum og eru þá stundum stakar en stundum í hópum.  Vepjur lifa aðallega á skordýrum, s.s. bjöllum og ýmsum lirfum, en einnig á bobbum og marflóm í fjörum. AS  

 

 

 

 

 

22.03.2010

Fuglunum fjölgar

Í dag meldaði Albert Jensson 40 rauðhöfðaendur, 5 gulendur, álftir og grafandarpar í Álftafirði. Ljóst er að úr þessu fer fuglunum að fjölga umtalvert á svæðinu og verður gaman að fylgjast með hvað næstu vikur bera í skauti sér í þessum efnum.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

21.03.2010

Grafendurnar mættar á svæðið

Í gær meldaði Albert Jensson tvö grafandarpör sem voru í skurði með stokköndum fyrir neðan bæinn Rannveigastaði í Álftafirði.  Telja verður að þetta hljóti að vera með allra fyrstu komum grafandar til landsins en ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum.  AS

 

 

 

 

 

07.03.2010

Gráþröstur - myndband

Undirritaður tók meðfylgjandi myndskeið af gráþresti í garðinum í Borgarlandi 15 á Djúpavogi í dag. Við skulum öll muna eftir smáfuglunum núna þegar snjór liggur yfir, epli, brauð og ýmsir matarafgangar eins og fita er gott í fuglsgogginn þessa dagana. AS

 Gráþröstur.mpg

27.02.2010

Gráþröstur

Í vetur hafa bæði gráþrestir og svarþrestir verið áberandi í húsagörðum hér á Djúpavogi.  Þessi fallegi gráþröstur sat í garðinum í Borgarlandi 15 í dag og gæddi sér á epli sem að hann getur gengið að með nokkurri vissu alla daga.  AS

 

 

 

 

21.02.2010

Duggendur við Kross í Berufirði

Í dag meldaði Sigurjón Stefánsson 20 duggendur í hóp í vík neðan við bæinn Kross á Berufjarðarströnd.  Duggendur hafa sést áður á þessum tíma á þessum stað en ekki í svo miklum mæli sem nú.  AS

 

 

 

 

 

 

 

06.02.2010

Hreindýr í Hálsaskógi

Undanfarna daga hefur hópur hreindýra haldið sig innan girðngar í Hálsaskógi sem er auðvitað ekki vel séð þar sem að dýrin geta verið hinir mestu skaðvaldar gagnvart ýmsum trjáplöntum.  Ljóst er að hreindýrin sem voru alls 26 að tölu höfðu á þeim dögum sem þau dvöldu innan girðingarinnar valdið töluverðu tjóni a.m.k. á nokkuð stálpuðum birkihríslum svo og hafa dýrin traðkað svæðið töluvert út og tætt upp m.a. mosa og annan fallegan lággróður. 

Í dag fór ljósmyndari á svæðið og skoðaði vegsumerki og kom þá jafnframt styggð að hópnum og eftir að bílflauta hafði verið þeytt um stund, stukku dýrin öll út úr girðingunni fyrir utan þrjú dýr sem eftir urðu, en þau fara nú væntanlega á eftir hópnum fljótlega.  Hér má sjá nokkrar myndir og eitt myndskeið með líka sem tekið var í þessari hreindýraeftirlitsferð í Hálsaskóg í dag. Ekki verður hjá því litið að þessir skaðvaldar eru hinar fallegustu skepnur. AS

Sjá myndskeið:  http://www.youtube.com/watch?v=B-F_M0Vpwx4

 

 

 

Hávella

Hávellan er skemmtilegur og jafnframt fallegur fugl og um þetta leyti er fuglinn einmitt í sínum fallegasta búningi, ólíkt mörgum öðrum fuglum sem skarta sínu fegursta á öðrum tíma árs. Söngur hávellunnar er einnig sérstakur og fallegur og er mjög einkennandi við sjávarsíðuna um þetta leyti. Sjá hér myndbrot af karlfugli sem tekið var í dag. AS Hávella birds.is 1.mpg

24.01.2010

Skarfaþing

Mikið líf er þessa dagana hér við fjöruborðið kringum Djúpavog m.a. er mikið af skarfi, himbrimum, hávellum, toppöndum, straumöndum, stokköndum, svo eru auðvitað æðarfuglar í stórum hópum og þá eru sendlingarnir dansandi fram og aftur í fjörunni.   
Í dag mátti m.a. sjá mikinn fjölda af dílaskarfi viðra fjaðrirnar milli regnskúranna sem gengu með jöfnu millibili yfir svæðið.  Oft má sjá skarfana viðra sig á klettastöpum við Æðarstein sem er tangi norður austur úr Gleðivík innri og þar er einmitt mynd dagsins hér tekinn í dag. Þá má einnig sjá hér vídeomyndbrot tekið á sama stað í dag.   Dílaskarfur.mpg            

                                                                                                                                                  AS

 

 

 

 

23.01.2010

Numeration of birds in Álftarfjörður

Members of the Birds.is project group went on a trip to Álftafjörður this past weekend to do a numeration of birds.

The spotted one Grey heron (Ardea cinerea), two Graylags (Anser anser), one Gooseander (Mergus merganser), one Snipe (Gallinago gallinago) together with a number of Mallards (Anas platyrhynchos) and other common birds in the area.

AS


12.01.2010