Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Silkitoppur í Fossárdal

Í dag fékk heimasíðan meldingu frá Guðný Grétu Eyþórsdóttur á Fossárdal í Berufirði en þar voru þá 12 silkitoppur í garðinum.  Sjá meðfylgjandi mynd.  AS 

11.11.2010

Stokkendur

Stokkendurnar okkar eru mikið augnayndi enda litfagrir fuglar. Litbrigði fugla eru oftast mest þegar þeir taka flugið og breiða út vængi sína.  Sjá myndir hér teknar í Álftafirði í gær af stokköndum á flugi.  AS

 

 

 

 

 

 

25.10.2010

Keldusvín í Álftafirði

Í morgun meldaði Albert Jensson keldusvín við þjóðveginn í Álftafirði, nánar tiltekið við Hærukollsnes.  AS 

23.10.2010

Auðnutittlingar, músarindlar og glókollur í Hálsaskógi í dag

Í dag mátti sjá mikinn fjölda af auðnutittlingum í Hálsaskógi við Djúpavog, þá var mikið af músarindlum á kreiki en síðast en ekki síst mátti sjá þar minnsta fuglinn og líklega þann fallegasta þ.e. glókollinn fljúga fram og aftur milli barrtrjánna.
Sjá myndir dagsins úr fuglalífinu í Hálsaskógi.  

                                                                                                                                                                AS

 

 

 

 

 

 

Glókollur

 

 

Auðnutittlingur

 

Músarindill

16.10.2010

Sundnámskeiði frestað

Fyrirhuguð sundnámskeið sem áttu að vera í sundlaug Djúpavogs um helgina frestast því miður um óákveðinn tíma vegna veikinda þjálfara.
 
Haft verður samband við þá sem búnir voru að skrá sig vegna nýrrar tímasetningar.

Aðalfundarboð - Fuglar á Suðausturlandi

 

 

 

 

Aðalfundarboð


Aðalfundur samtakanna „Fuglar á Suðausturlandi“ verður haldinn í Nýheimum á Hornafirði fimmtudaginn 7. október kl. 14:00

 

Dagskrá fundarins:


1. Skýrsla stjórnar
    a) Fuglaferð um Suðausturland
2. Þátttaka í Birdfair sýningu í Bretlandi í ágúst
3. Opnun heimasíðu
4. Kosning stjórnar
5. Önnur mál

Stjórnin

Gráhegrar á sveimi í Álftafirði

Í morgun tilkynnti Albert Jensson tvo gráhegra skammt frá þjóðvegi neðan við bæinn Stekkartún í Álftafirði.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Úr myndasafni birds.is  AS

30.09.2010

Herfugl á Flugustöðum í Álftafirði

Í gær varð ábúandi á Flugustöðum var við sérkennilegan fugl en þar var þá komin svokallaður herfugl sem er fremur fágætur flækingur en hefur þó sést nokkrum sinnum hér á landi á síðustu árum.  Heimasíðan fékk góðfúslegt leyfi til að birta hér mynd af fuglinum en Björn Arnarsson fór á vettvang í Flugustaði í morgun og smellti nokkrum myndum af þessum fallega fugli.  AS 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Glókollur

Hér má sjá myndir af glókolli sem að Djúpavogsbúinn Ólafur Björnsson sendi heimasíðu birds.is og færum við honum bestu þakkir fyrir þessar fínu myndir.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

16.08.2010

Grátrana við Hvalnes

Ljósmyndari birds.is fór á stúfana í dag og myndaði grátrönu sem hefur haldið sig við Hvalnes að undanförnu, sjá hér myndskeið af fuglinum.  AS 

http://www.youtube.com/watch?v=CZC_lbE3zG4

 

 

19.07.2010

Skógarsnípa í Geithelladal

Skúli Benediktsson tilkynni fyrir skemmstu skógarsnípu í Geithellnadal en ekki er vitað að slíkur fugl hafi sést hér á svæðinu áður. Hér meðfylgjandi mynd er tekin af Brynjúlfi Brynjólfssyni. AS 

 

 

 

 

 

 

 

15.07.2010

Rjúpur með unga

Mikill uppgangur virðist vera í rjúpnastofninum hér á svæðinu ef marka má þann fjölda rjúpna sem heldur sig um þessar mundir á svæðinu.  Töluvert ber á rjúpnapörum með unga hér í nágrenni Djúpavogs og hér á myndum má m.a. sjá dæmi þess en þessar myndir voru teknar í nágrenni við þorpið á Djúpavogi fyrir nokkrum dögum.  AS 

 

 

 

 

 

 

 

04.07.2010

Toppskarfur verpir i Papey

Þau undur og stórmerki hafa gerst að toppskarfur hefur verpt í Papey og liggur nú á eggjum sínum þar. Meðfylgjandi mynd tók Sigurður Eymundsson frá Höfn og birtum við myndina hér með fullviss að Sigurður sé sáttur við það. AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

01.06.2010

Grafandarkolla baðar sig

Hér má sjá myndskeið með grafandarkollu sem var að baða sig á Breiðavogi í dag. AS

http://www.youtube.com/watch?v=dXwyiKffE2o

30.05.2010

Hrafnsungar

Hér á myndskeiði má sjá hrafnsunga í laupi í kletti í svokölluðum Loftskjólum á Búlandsnesi í nágrenni Djúpavogs. Ungar þessir eru a.m.k. 10 daga gamlir.  AS  http://www.youtube.com/watch?v=pA8pJLjjvwg

23.05.2010

Merkt tildra og hrafninn komin með unga

Í gær meldaði Sigurjón Stefánsson merkta tildru í fjörunni neðan við Hótel Framtíð sem sagt við voginn djúpa.
Um er að ræða eitt álmerki á hægra færi neðan við lið og væri nú gaman að fá upplýsingar um hvar þessi fugl gæti verið merktur. Sjá annars hér myndir af fuglinum.  Þá tilkynnti Sigurjón sömuleiðis í dag að hrafninn væri komin með unga og líklega nokkrir dagar síðan.  Laupur þessi með ungunum fjórum er í austanverðu hrauni hér út á Búlandsnesi í svokölluðum Loftskjólum. AS

 

 

 

 

 

 

 

19.05.2010

Flórgoðinn á hreiðri á Fýluvogi

Hér á myndskeiði sem tekið var í gær má sjá flórgoða á hreiðri við Fýluvog, inn á milli eru eldri myndir þar sem flórgoðapar er sömuleiðis við hreiðurgerð á Fýluvogi.  AS http://www.youtube.com/watch?v=sxf3o8bFVdc

17.05.2010

Grafönd við Breiðavog

Hér má sjá myndskeið af grafönd sem tekið var við Breiðavog á Búlandsnesi í síðustu viku. AS  http://www.youtube.com/watch?v=pqV4t8cmCYQ

 

 

 

 

 

 

 

 

16.05.2010

Brandugla í Grunnasundi

Í dag meldaði Nökkvi Fannar Flosason branduglu í Grunnasundi og brá ljósmyndari sér á vettvang og náði nokkrum myndum af uglunni fallegu.  Brandugla þessi hefur sést annað veifið þarna í sundinu að undanförnu, Sjá annars meðfylgjandi myndir i dag. AS

 

 

 

 

 

 

11.05.2010

Óðinshaninn mættur á svæðið

Óðinshaninn er mættur fyrr en von var á en stakur fugl sást út við Fýluvog í morgun sem undirritaður getur hér staðfest.  AS

 

11.05.2010

Tildrur

Í dag meldaði Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir tildrur við Gleðivík og þökkum henni hér með fyrir tilkynninguna, þetta er fyrsta tildrutilkyninginn á þessu vori. AS

07.05.2010

Krían er komin

Í morgun meldaði Albert Jensson kríu og þegar leið á daginn voru nokkrar mættar á svæðið við vötnin á Búlandsnesi. AS

04.05.2010

Grágæsarvarp hafið á fullu

Í gær tilkynnti Sigurjón Stefánsson nokkur grágæsahreiður út í svokölluðu Gunnasundi á Búlandsnesi en egg voru allt upp í 8 í hreiðri þannig að grágæsin byrjar varpið af miklum krafti. Gæsin verpir innan um melgresi þarna á svæðinu og hefur varp stóraukist á síðustu árum þarna við sundið lífríka.  Sigurjón gekk sömuleiðis fram á branduglu bæði í gær og í dag en hún flaug upp úr melgresisþúfu og skildi eftir sig ælu á staðnum eins og henni er tamt.  AS

 

 

 

 

 

 

 


Grágæs á hlaupum í Grunnasundi

04.05.2010

Kjói og lóuþræll

Þá er Sigurjón fuglaglöggi mættur á svæðið og byrjaður að melda á fullu en í dag sá hann bæði lóuþræl og kjóa á Búlandsnesi og eru þetta fyrstu tilkynningar á þessu ári um komur þessara fugla hér á svæðinu. AS

 

 

 

 

 


Lóuþræll


Kjói

 

 

 

 

 

28.04.2010

Leiðrétting bókfinka á Fossárdal

Björn Arnarsson benti heimasíðunni á að ranglega hafði verið fært inn nafn á fugli í frétt þessari sem við birtum fyrir nokkrum dögum og breytum við því hér með fjallafinkunni í bókfinku sem réttara er.  En bókfinka þessi hefur haldið sig til við bæinn í Fossárdal, sjá hér myndir sem Guðný Gréta Eyþórsdóttir sendi heimasíðunni og þökkum við henni hér með fyrir þessa góðu sendingu. Sömuleiðis þökkum við Birni fyrir vökult auga. AS

 

 

 

 

 

 

 

 

28.04.2010

Spóinn mættur

Í gær meldaði Albert Jensson fyrsta spóann á þessu vori og þá eru nú flestir fuglarnir okkar mættir, þó vantar ennþá kríu og svo óðinshanann sem jafnan kemur síðastur inn á svæðið.  AS

 

 

27.04.2010

Fuglaskoðunarferð

Fuglaskoðun á vegum birds.is
Á síðasta laugardag var farið í fuglaskoðun á vegum birds.is en fuglaskoðunarferð að vori hefur verið árviss viðburður síðustu árin.  Fámennur en góðmennur hópur fór út að vötnunum, út á sanda og meðfram sjónum og á tveimur tímum náðist að sjá 27 fuglategundir.  Það sem stóð upp úr var að Skeiðandarpar sást á Fýluvogi í fyrsta sinn á þessu vori og greinilegt er að fuglum á svæðinu er smátt og smátt að fjölga.  Ekki var þó mikið að sjá af þeim vaðfuglum sem venjulega eru á svæðinu en ef til vill gerir frostið síðustu daga það að verkum að þeir hafa fært sig úr stað í leit að æti.  Mikið sást af skúföndum, rauðhöfðaöndum og urtöndum auk þess sem meira virðist vera af gæs á svæðinu en áður.  Þá var ánægjulegt að komast í návígi við Straumendur og Hávellur.

26.04.2010