Fuglavefur
Birds.is verkefnið vekur athygli
Það er gaman að segja frá því að Birds.is verkefnið vekur víða athygli. Nýlega var fulltrúa verkefnisins boðið að koma á Umhverfisþing, sem haldið var á vegum Umhverfisráðuneytisins, og flytja kynningu á verkefninu. Þar fékk verkefnið mikil og jákvæð viðbrögð og sveitarfélaginu hrósað fyrir að stuðla að umhverfisvænni ferðaþjónustu.
Í dag birtist svo umfjöllun um fuglaskoðunarverkefnið Birds.is í nýjasta blaði Bændablaðsins en þá frétt má sjá með því að smella hér
Það er mikilvægt fyrir verkefni sem þetta á fá slík tækifæri til þess að vekja athygli birds.is verkefninu og einnig skapar þetta sveitarfélaginu jákvæða ímynd.
BR
Kjarnbítur við bæinn Ask
Í gær sá heimilisfólk að bænum Aski flækingsfugl sem ber það fallega nafn, kjarnbítur.
Bærinn Askur stendur í útjaðri Skógræktar Djúpavogs og við bæinn er einkar fjölskrúðugur og fallegur garður sem hefur lokkað margan flækingsfuglinn að á liðnum árum. Skúli Benediktsson náði staðfestingarmyndum af fuglinum sjá hér en erfitt var að ná góðum myndum þar sem fuglinn er kvikur og svo var tekið að halla af degi. Birti því einnig aðra mynd sem er í eigu Björns Arnarssonar á Höfn. AS
Kjarnbítur / ljósm. Björn Arnarsson Höfn
Kjarnbítur. Ljósm. Skúli B.
Kjarnbítur. Ljósmynd Skúli B.
Fuglarnir í garðinum
Það hefur verið líflegt um að litast í húsagörðum á Djúpavogi eins og áður hefur komið fram. Í síðustu viku tók Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir myndir af fuglum í garðinum sínum en hún á einmitt einn allra besta smáfuglagarðinn í þéttbýlinu ef svo má segja, en þar má oftar en ekki sjá ýmsa flækinga á ferð. Við þökkum Önnu að sjálfsögðu fyrir myndirnar sem eru teknar allar sama daginn. AS
Glóbrystingur
Laufsöngvari
Svartþrastarkerling
Fjallafinka
Fuglarnir í garðinum
Nú er sá tími að fara í hönd að smáfuglarnir sækja í húsagarða í þéttbýlinu í leit að æti. Viðeigandi er því fyrir íbúa og að setja út ýmisskonar mat til handa fuglunum út í garðinn nú þegar kuldinn sækir á og vetur konungur gengur í garð.
Það er ýmislegt sem fuglarnir borða og hægt að setja margskonar matarafganga út í garðinn til handa fuglunum m.a. brauðafganga, fitu og ávexti ýmiskonar og margt fl.
Mikið hefur verið um smáfugla í görðum á Djúpavogi að undanförnu. Má þar nefna auðnutittlinga, skógarþresti, svartþresti, gráþresti. Þá hafa glóbrystingar einnig verið á ferðinni. AS
Fuglalandsmót á Höfn í Hornarfirði - frestað
Helgina 9.-11.október verður landsmót fuglaáhugamanna haldið á Höfn.
Nánari upplýsingar veitir Björn í síma 846-7111 eða bjorn@hornafjordur.is
Selur og fuglar við sanda
Ljósmyndari birds.is fór á stúfana í dag út á sandana við Búlandsnes og náði þá myndum af landsel sem var á dóli innan um stóra æðarfuglshópa. Þá voru toppendur þar einnig á sveimi og svo einn flórgoði að auki. Sjá myndir. AS
Landselur, æðarfugl í fjarska
Landselurinn syndir í átt að toppandarkerlingu
Landselur
Flórgoði