Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Himbrimi

Í dag var himbrima komið til aðstoðar þar sem hann var á polli við þjóðveginn eitthvað slompaður. Eftir skoðun kom þó í ljós að ekkert virtist ama að fuglinum en hér er ungfugl á ferð. Fuglinum var sleppt á tjörn út við flugvöllinn á Búlandsnesi þar sem hægt er að skoða hann þar sem hann syndir rólega um pollinn og kafar á milli.
Sjá meðfylgjandi myndir af fuglinum frá því í dag.  AS

 

 

 

 

 

 

 

21.07.2009

Teistuhreiður um borð í skipi í Berufirði

Þann 16 júlí sendi Kristján Ingimarsson vefnum þessar skemmtilegu og jafnframt óvenjulegu myndir sem teknar voru um borð í Stapaey sem liggur fyrir föstu við sjókvíar í Berufirði.  Hér er á ferðinni teistuhreiður sem fuglinn hefur gert sér um borð í skipinu og er efniviður hreiðursins harla sérstæður eins og sjá má á myndum, en þar gefur að líta ryðgaðar málingarflögur sem fuglinn hefur sópað saman kringum eggið.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Krossnefir á ferð og flugi um bæinn

Á undanförnum dögum hefur verið mikið um krossnef hér í húsagörðum á Djúpavogi og muna menn ekki eftir að hafa séð jafn mikið í einu lagi af þessari skemmtilegu flækingsfuglategund hér á svæðinu.  Í gær fór ljósmyndari á vettvang og kíkti við í trjálundi hjá Stefáni Guðmundssyni hafnarverði á Djúpavogi en í garði hans voru þá tvö pör af krossnef.  Karlfuglinn er skrautlegri og litríkari og því eru eðli málsins fleiri myndir af honum. sjá einnig á http://djupivogur.is/fuglavefur/ . Tvíklikkið á myndirnar til að stækka.  AS

 

 

 

 

 

 

  

 

Common Crossbill

A number of Common Crossbills (Loxia curvirostra) have been spotted in the village of Djupivogur over the last days.  Common Crossbills live in woodlands in N-America, Europe and Asia.

 

 

07.07.2009

Krossnefir

Í dag tilkynnti Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir ljósmyndara heimasíðunnar um krossnefi í garði sínum. Þar voru á ferð tveir fuglar karl og kerling saman, sjá meðfylgjandi myndir. Á sama tíma meldaði Stefán Guðmundsson 4 krossnefi garði sínum en voru farnir þegar að var komið. Ljóst er því að töluvert af krossnef er á ferðinni hér í bænum á Djúpavogi þessa dagana.  AS

 

 

 

 

 

07.07.2009