Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Flórgoðinn á Fýluvogi

Flórgoðinn er einn af þeim litríkari fuglum sem við eigum og hér má sjá smá sýnishorn af honum á Fýluvognum. AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

28.06.2009

Hreiður

Þegar börn og starfsfólk mætti til vinnu sinnar einn morgun í maí blasti við þeim hreiður alveg við innganginn ofan á útiljósinu.  Það hafði verið ein af þessum löngu helgarfríum  og þá hafði skógarþröstur gert sér lítið fyrir og komið upp hreiðri og verpt í það 4 eggjum.  Við héldum að nú myndi hann yfirgefa hreiðrið þegar allt í einu yrði umgangur og skellir í útihurðinni en svo var nú ekki og fylgdumst við með því þegar Þrösturinn kom upp 3 ungum.  Þegar við kíktum í hreiðrið sáum við að einn unginn hafði dáið í hreiðrinu sínu. Fleiri myndir hér.

 

ÞS

Ungar brandandar skriðnir úr eggi

Skapp inn í Hamarfjörð í dag og kíkti á 10 stk. brandandarunga sem voru ný skriðnir úr eggi.  AS

 

 

 

 

 

 

 

19.06.2009

Grafandarkolla með unga

Í kvöld mátti sjá þessa grafandarkollu með unga sína á sundi út við svokallaðar Selabryggjur á Búlandsnesi, nokkrar grafendur verpa á svæðinu. AS

 

 

 

 

 

 

 

17.06.2009

Hrossagaukur á hreiðri sleppur fyrir horn

Það má segja að þessi hrossagaukur hafi sannarlega sloppið vel á hreiðrinu sínu en í gær fór sláttuvél yfir hreiðrið og án þess að sláttumaðurinn tæki strax eftir.  Hrossagaukurinn lét þessa umferð ekki trufla sig og sat á hreiðrinu í allan dag.  AS 

 

 

 

 

 

 

16.06.2009

Hreiður brandandar

Í dag fór ljósmyndari vefsins í heimsókn að bænum Bragðavöllum í Hamarsfirði og kíkti þar á hreiður brandandarpars en segja má að hreiðrið hafi verið á heldur óvenjulegum stað þar sem það var undir grindum í fjárhúsinu þar við bæinn.  Brandendurnar skríða þar inn undir dyr sem eru á húsinu og liggja þar á hreiðrinu í kolsvarta myrkri.  Sjá meðfylgjandi myndir af hreiðurstæðinu með 10 eggjum í en Ragnar bóndi á bænum lóðsaði ljósmyndara að hreiðrinu. AS 

 

 

 

 

 

 
Hreiðrið er þar sem guli punkturinn er

 


10 egg í brandandarhreiðrinu

 

16.06.2009

Hvinendur

Tveir hvinandarkarlar, einn ungur og eldri eru nú staddir á Breiðavogi og hafa verið þar síðastliðna tvo daga. Þessar myndir náðust í dag af fuglunum.  AS

 

 

 

 

 

15.06.2009

Fálki á ferð

Í dag mátti sjá þennan föngulega fálka þar sem hann sat á þúfu rétt vestan við Úlfsey á Búlandsnesi.
Fálkinn var með einhverja bráð í klónum en sleppti henni og flaug á brott þegar ljósmyndari nálgaðist.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

14.06.2009

Gæsarungar

Þessa fallegu gæsarunga sem lágu í hreiðri við Grunnasundsey fékk heimasíðan senda í dag í tölvupósti frá Sigrúni Svavarsdóttur. Við þökkum henni að sjálfsögðu fyrir sendinguna. AS

 

 

 

 

 

 

 

11.06.2009

Skeiðönd með unga

Nú má sjá skeiðönd með unga við vötnin á Búlandsnesi.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

09.06.2009

Skrýtið egg í æðarkolluhreiðri

Á dögunum tók Sigurjón Stefánsson þessa skemmtilegu mynd af æðarkolluhreiðri þar sem mátti sjá sérkennilega lítið egg með öðrum fullvöxnum eggjum.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

06.06.2009

Dvergmáfur

Sigurjón Stefánsson tók meðfylgjandi mynd af dvergmáf við Fýluvog í dag. AS

 

 

 

 

 

 

 

03.06.2009

Taumönd og urtönd para sig

Í dag sást taumöndin aftur við Fýluvog og virtist steggurinn sá hafa parað sig við urtandarkollu.
Sjá á meðfylgjandi myndum sem Sigurjón Stefánsson tók nú undir kvöldið . AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

02.06.2009

Mikið um flækinga síðustu daga

Á undanförnum þremur dögum hafa sést nokkir flæingar í Djúpavogshreppi. Fyrst er þá að telja að Albert Jensson sá grátrönu við bæinn Hof í Álftafirði á laugardaginn, Sigurjón Stefánsson sá síðan hringdúfur, og gransöngvara við skógrækt Djúpavogs og 18 margæsir við Fossárvík og síðan sáust tveir dvergmáfar við Fýluvog í dag og í gær.  Taumöndin sást sömuleiðis við Fýluvoginn í gær. Að síðustu fylgir hér einnig mynd af ljóshöfða sem Sigurjón náði mynd af á héraði í dag.  AS

 

 

 

 

 

 


Taumönd við Fýluvog síðastliðinn laugardag mynd Björn Arnarsson

 
  Ljósmynd Sigurjón Stefánsson tekin síðastliðinn laugardag við Búrfell austan við Skógrækt Djúpavogs


Margæsir við Fossárvík í kvöld mynd Sigurjón Stefánsson

 
Ljóshöfði mynd tekin í dag á héraði af Sigurjóni Stefánssyni

 

01.06.2009