Fuglavefur
Hreiður
Þegar börn og starfsfólk mætti til vinnu sinnar einn morgun í maí blasti við þeim hreiður alveg við innganginn ofan á útiljósinu. Það hafði verið ein af þessum löngu helgarfríum og þá hafði skógarþröstur gert sér lítið fyrir og komið upp hreiðri og verpt í það 4 eggjum. Við héldum að nú myndi hann yfirgefa hreiðrið þegar allt í einu yrði umgangur og skellir í útihurðinni en svo var nú ekki og fylgdumst við með því þegar Þrösturinn kom upp 3 ungum. Þegar við kíktum í hreiðrið sáum við að einn unginn hafði dáið í hreiðrinu sínu. Fleiri myndir hér.
ÞS
Hreiður brandandar
Í dag fór ljósmyndari vefsins í heimsókn að bænum Bragðavöllum í Hamarsfirði og kíkti þar á hreiður brandandarpars en segja má að hreiðrið hafi verið á heldur óvenjulegum stað þar sem það var undir grindum í fjárhúsinu þar við bæinn. Brandendurnar skríða þar inn undir dyr sem eru á húsinu og liggja þar á hreiðrinu í kolsvarta myrkri. Sjá meðfylgjandi myndir af hreiðurstæðinu með 10 eggjum í en Ragnar bóndi á bænum lóðsaði ljósmyndara að hreiðrinu. AS
Hreiðrið er þar sem guli punkturinn er
10 egg í brandandarhreiðrinu
Hvinendur
Tveir hvinandarkarlar, einn ungur og eldri eru nú staddir á Breiðavogi og hafa verið þar síðastliðna tvo daga. Þessar myndir náðust í dag af fuglunum. AS
Taumönd og urtönd para sig
Í dag sást taumöndin aftur við Fýluvog og virtist steggurinn sá hafa parað sig við urtandarkollu.
Sjá á meðfylgjandi myndum sem Sigurjón Stefánsson tók nú undir kvöldið . AS
Mikið um flækinga síðustu daga
Á undanförnum þremur dögum hafa sést nokkir flæingar í Djúpavogshreppi. Fyrst er þá að telja að Albert Jensson sá grátrönu við bæinn Hof í Álftafirði á laugardaginn, Sigurjón Stefánsson sá síðan hringdúfur, og gransöngvara við skógrækt Djúpavogs og 18 margæsir við Fossárvík og síðan sáust tveir dvergmáfar við Fýluvog í dag og í gær. Taumöndin sást sömuleiðis við Fýluvoginn í gær. Að síðustu fylgir hér einnig mynd af ljóshöfða sem Sigurjón náði mynd af á héraði í dag. AS
Taumönd við Fýluvog síðastliðinn laugardag mynd Björn Arnarsson
Ljósmynd Sigurjón Stefánsson tekin síðastliðinn laugardag við Búrfell austan við Skógrækt Djúpavogs
Margæsir við Fossárvík í kvöld mynd Sigurjón Stefánsson
Ljóshöfði mynd tekin í dag á héraði af Sigurjóni Stefánssyni