Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Taumönd á Fýluvogi

Í gær meldaði Björn Arnarsson taumönd á Fýluvogi og tvær hringdúfur í Hálsaskógi sem er skammt innan við Djúpavog. AS  Birtum myndir af taumöndinni um leið og þær hafa borist.

31.05.2009

Long-tailed skua

22 long-tailed skuas (Stercorarius longicaudus) were spotted in Djupivogur last weekend.

 

 

27.05.2009

Red knot

Earlier this month, a lot of red knots appeared in Alftajordur, south of Djupivogur.  As you can see on these photos they looked like a cloud when they took off.

 

 

 

 

27.05.2009

Uppbygging fuglaferðaþjónustu á Suðausturlandi

Uppbygging fuglaferðaþjónustu á Suðausturlandi

Í vetur hefur hópur aðila frá Djúpavogshreppi og úr Sveitarfélaginu Hornafirði hist og markað stefnu í
uppbyggingu fuglaferðaþjónustu. Markmið hópsins er að Suðausturland verði í auknum mæli markaðssett sem áhugavert svæði til fuglaskoðunar. Vinna hópsins hefur leitt til þess að formlega verður stofnaður klasi til að stuðla að framgangi verkefnisins.

Tækifæri Suðausturlands eru mikil á þessu sviði, fuglalíf á svæðinu er áhugavert og náttúrufegurð skapar sérstakt umhverfi til fuglaskoðunar. Stór hluti svæðisins fellur undir skilgreind IBA svæði. Margvíslegur ávinningur felst í fuglaferðaþjónustu. Má þar einkum nefna viðskiptatækifæri í skipulagningu og sölu fugla og náttúruskoðunarferða, auk þess sem slík starfsemi myndi auka  tekjur ferðaþjónustunnar með betri nýtingu á jaðartíma, en fuglalíf á Suðausturlandi er áhugaverðast að vori og hausti. Fugla og náttúruskoðun myndi auka  þekkingu á umhverfinu og efla umhverfisvitund og svarar þannig ört vaxandi þörf fyrir fræðslutengda og sjálfbæra ferðaþjónustu.

Opinn stofnfundur félagsins fer fram fimmtudaginn 28. maí í Nýheimum á Höfn og hefst fundurinn klukkan 13:00. Á fundinum verður verkefnið kynnt og kosið í stjórn.

 

Allir áhugasamir eru hvattir til að kynna sér verkefnið og taka þátt í samstarfinu.
 


 

 

 

Fjallkjóar á Búlandsnesi

Sigurjón Stefánsson sá 22 fjallkjóa á Búlandsnesi þann 23.maí.
Mynd Brynjúlfur Brynjólfsson. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

25.05.2009

Rjúpa

Í dag rakst ljósmyndari á þessa einmana rjúpu í rigningarsudda á þúfu skammt frá þjóðveginum á Melrakkanesi.
Sjá má að búningaskipti eru á næsta leyti.  AS

 

 

 

 

24.05.2009

Þéttur hópur af rauðbrysting

Þann 9 maí síðastliðinn var Sigurjón Stefánsson hinn sívökuli fuglaskoðari á ferð um Hofsárósa í Álftafirði í stífum norðanvindi, sá hann þá mikinn og þéttan flekk framundan sér sem bærðist í vindinum.  Kom þá í ljós að þar var mikill hópur rauðbrystinga á ferð og má segja að þéttleikinn hafi verið ótrúlegur, enda má sjá á myndum sem Sigurjón náði að þessu tilefni, hvernig hópurinn stígur til himins eins og strókur. AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

22.05.2009

Teistur

Teistur eru skemmtilegir fuglar að fylgjast með en töluverður hópur af teistum halda sig við Berufjörðinn og nokkir tugir para verpa hér við sjávarsíðuna í næsta nágrenni við Djúpavog.  Teisturnar verpa m.a. í svokölluðu Eyfreyjunesi sem er steinsnar innan við Djúpavog, varpið hefst í lok maí. Hér má sjá myndir sem teknar voru af teistum í Eyfreyjunesinu í dag. AS

 

 

 

 

 

 

 

 

22.05.2009

Fagurt galaði fuglinn sá

Ljósmyndasýning í Skaftafellsstofu og fyrirlestur um fuglana í garðinum.

Laugardaginn 23. maí verður opnuð ljósmyndasýning í Skaftafellsstofu á vegum Fuglaverndar með fjölbreyttum og einstaklega fallegum ljósmyndum af íslenskum fuglum eftir fjölda fuglaljósmyndara.
Einar Ó Þorleifsson mun fylgja sýningunni úr hlaði með fyrirlestri um fuglana í garðinum kl. 14. sama dag. Sýningin stendur til 30. júní. Opnunartími Skaftafellsstofu í maí er frá 10 – 16, frá 1. til 15. júní frá 9 – 19 og frá 16. júní til 20. ágúst verður opið frá 8 – 21. Allir velkomnir.

Ljósmyndarar sem taka þátt í
sýningunni eru:

Björn Arnarson
Einar Guðmann
Gyða Henningsdóttir
Hrafn Óskarsson
Jakob Sigurðsson
Óskar Andri
Rán Magnúsdóttir
Skúli Gunnarsson
Sigurður Ægisson
Sindri Skúlason
Þórir Níels Kjartansson

21.05.2009

Svartur svanur við Blábjörg í Álftafirði

Á undanförnum dögum hefur verið svartur svanur í fjörunni skammt frá bænum Blábjörgum í Álftafirði, en hann hefur haldið sig þar með nokkrum hvítum í hóp. AS

 

 

 

 

 

 

19.05.2009

Sanderlan er mætt

Í dag sá Sigurjón Stefánsson fyrstu sanderluna á þessu ári í Grunnasundi á Búlandsnesi, en sanderlan er hér orðin árlegur gestur og heldur sig hér oft við fjörurnar í nokkuð stórum hópum, en að þessu sinni var aðeins ein erla á ferð en búast má við að fleiri láti sjá sig á næstu dögum.  AS

 

 

 

 

 

 

 

14.05.2009

Margæsir í Hvaley

Hinn fuglaglöggi Sigurjón Stefánsson hefur sannarlega verið með augun á réttum stöðum að undanförnu, en í dag sá hann 10 margæsir við Hvaley hér út á Búlandsnesi, þá tóku fuglarnir sig til flugs og svifu í vesturátt yfir Hamarsfjörð.  Fartími
Fyrstu margæsirnar koma til landsins fyrri hluta apríl og fjölgar þeim ört uns hámarki er náð um miðjan maí. Síðustu viku maí mánaðar halda þær svo áfram áleiðis til varpstöðvanna.

Á haustin fara þær aftur um Ísland á tímabilinu frá byrjun september til byrjunar nóvember á leið sinni til Írlands. AS

 

 

 

 


Hinn fuglsglöggi Sigurjón mundar kíkirinn 

 

 

 

12.05.2009

Krían

Krían er skemmtiegur fugl og gaman að fylgjast með flugfimi þessa léttbyggða fugls. Í dag mátti sjá kríuhópa á sveimi við Breiðavog á Búlandsnesi og voru hóparnir býsna þéttir eins og sjá má á myndum. AS

 

 

 

 

 

 

10.05.2009

Red knots

A lot of red knots have been flowing in recently.  There were small groups of them by the airstirp in Djupivogur but in Alftafjordur there was an estimate of 2000 red knots stopping by on their way to Greenland.

 

 

 

10.05.2009

Common wood pieon

Three common wood pigeon were spotted in Alftafjordur near Djupivogur yesterday.  Although they are called common wood pigeons they are not were common in this area.  The rock pigeon is a common pigeon around here and they look similar, they main difference is that the common wood pigeon has a white spot on the lower part of its neck and white stripes on the wings.

 

 

 

10.05.2009

Gríðarstórir hópar af rauðbrystingi

Þessa dagana flæða rauðbrystingar hér inn yfir landið í meira mæli en sést hefur í seinni tíð.  Í dag sá ljósmyndari fuglafrétta á Djúpavogi nokkra tugi rauðbrystinga saman við flugvöllinn og tók nokkrar myndir af því tilefni, en stærstu hópana sá Sigurjón Stefánsson í dag við Hofsárósa en þar taldi Sigurjón fljótt á litið allt að 2000 fugla samankomna í norðanrokinu og var hópurinn sem teppi yfir að líta svo þéttur var hann.  Rauðbrystingar eru viðkomufuglar hér á landi á leið sinni til Grænlands.  AS 

 

 

 

 

 

 

 

 

09.05.2009

Hringdúfur á Hofi í Álftafirði

Sigurjón Stefánsson sá þrjár hringdúfur við bæinn Hof í Álftafirði í dag. Hringdúfur eru ekki óáþekkar bjargdúfum en glöggt má þekkja þær á hvítum depli í neðanverðum hálsi og sömuleiðis hvítum rákum í vængjum. 
Meðfylgjandi mynd er birt með góðfúslegu leyfi frá Birni Arnarssyni. AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

09.05.2009

White fronted goose

A white fronted goose was spotted in Djupivogur this week as it was among a group of greylag geese.  In Europe it is usually called "White-fronted Goose";  but in North America it is known as the Greater White-fronted Goose (or "Greater Whitefront"). Because of the salt-and-pepper appearance of the underside it is also sometimes called "Specklebelly" .

 

 

 

08.05.2009

Óðinshani, spói, merktur rauðbrystingur og fjallafinka

Í dag meldaði Sigurjón Stefánsson fyrsta óðinshanann við flugvöllinn hér á Djúpavogi á þessu vori, þá sá hann einnig fyrsta spóann í dag.  Í gær meldaði Sigurjón einnig merktan rauðbrysting í Grunnasundi og náði mynd til staðfestingar hér meðfylgjandi svo og náði hann líka mynd af fjallafinku í húsagarði hér á Djúpavogi í gær.
Enn er beðið eftir upplýsingum um hinn merkta rauðbrysting en merkin voru eftirfarandi.  Vinstri fótur, hvítt efst svo gult og rautt flagg neðst. Hægri fótur, álmerki efst ofan við lið, svo rautt og neðst hvítt. sjá á mynd.  AS

 

 

 

 

 

 


Merktur rauðbrystingur, mynd Sigurjón Stefánsson


Fjallafinka mynd Sigurjón Stefánsson

 

07.05.2009

Flórgoðinn

Flórgoðinn er nú önnum kafinn við hreiðurgerð við Fýluvoginn þessa dagana en þar eru tvö pör að draga í hreiðrin.
Þá er eitt par á Bóndavörðuvatni.  AS

 

 

 

 

 

 

 

05.05.2009

Arctic tern

The arctic tern arrived here in Djupivogur few days ago, after a long journey from the southern hemisphere.

 

 

 

 

05.05.2009

Arctic skua

The arctic skua has now arrived in Djupivogur so it is time for all eg laying birds to take etra care of their eggs, as the arctic skua is extremely aggressive where the nests and eggs are.

 

 

 

05.05.2009

Blesgæs í Grunnasundi

Í dag rak Sigurjón Stefánsson fuglaskoðari augun í blesgæs í Grunnasundi þar sem hún var innan um hóp grágæsa og skrapp ljósmynari á svæðið og smellti nokkrum myndum af.  Blesgæsir eru fargestir á Íslandi. Þær koma við hér á vorin og haustin á leið til og frá varpstöðvunum á Vestur-Grænlandi. Á veturna halda þær til á Bretlandseyjum. Hingað koma fuglarnir síðast í apríl og fyrri hluta maí og eru stundum fram í júní. Á haustin byrja þeir að koma í lok ágúst og í september en fara af landinu í októberlok. Blesgæsir eru aðalega á Vesturlandi, Suðurlandsundirlendinu og með suðurströndinni. Blesgæsir halda til í úthaga og votlendi en einnig á túnum. Þar nærast þær aðallega á mýrargróðri og grasi. Stofninn er allstór eða um 30.000 fuglar samkvæmt talningum á Bretlandseyjum. Heimildir Íslandsvefurinn.  AS

 

 

 

 


Blesgæsin lengst til hægri og aðeins minni en grágæsirnar. Annars best að greina hana á hvítu rákinni
í goggrótinni.

04.05.2009

Rauðbyrstingur

Í dag mátti sjá rauðbrysting í hóp með sandlóu í Grunnasundi á Búlandsnesi.  AS

 

 

 

 

 

 

03.05.2009

Krían mætt fyrir viku síðan

Hér á síðunni gleymdist að melda kríuna en hún var mætt hér út á Búlandsnesi fyrir viku síðan. AS

 

 

 

 

 

 

03.05.2009

Kjóinn er mættur

Í dag sást fyrsti kjóinn á þessu ári hér í nágrenni við Djúpavog, þannig að nú mega varpfuglarnir fara að vara sig því kjóinn er mikill eggja- og ungaræningi. AS

 

 

 

 

 

 

 

03.05.2009