Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Kristján Ingimarsson í Samfélaginu í nærmynd

Kristján Ingimarsson er staddur í Reykjavíkurhreppi til að halda fyrirlestur á vegum Fuglaverndunarfélagsins um verkefnið Birds.is sem á dögunum hlaut "Frumkvöðulinn", verðlaun Markaðsstofu Austurlands fyrir að hafa aukið fjölbreytni í ferðaþjónustu á Austurlandi.Hann mun segja frá hvernig það kom til að farið var að leggja áherslu á fuglaskoðun á Djúpavogi og nágrenni, hvað hefur verið gert á vegum birds.is og hvað er framundan í
verkefninu. Kristján mun einnig kynna þau svæði sem henta best til fuglaskoðunar þar um slóðir en Álftafjörður og Hamarsfjörður í næsta nágrenni eru alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði vegna þúsunda jaðrakana og hundruða álfta sem hafa þar viðkomu .

Fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn 7. apríl og hefst kl. 20:30 á nýjum stað fræðslufunda Fuglaverndar, í húsi Kaupþings við Borgartún 19 (jarðhæð) gengið inn um aðalinngang. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en kostar annars 200 kr.

Kristján var í viðtali í þættinum Samfélagið í nærmynd í morgun vegna þessa og er hægt að hlusta á viðtalið með því að smella hér. Viðtalið byrjar á mínútu 15 í þættinum, en hægt er að "spóla" þangað með þeirri óskaplegu tækni sem veraldarvefurinn býr yfir.

ÓB

Svartur svanur

Þórhallur Pálsson áhugaljósmyndari sendi birds.is meðfylgjandi mynd í morgun af svörtum svan sem að hann sá lónandi neðan við Hvalnesbæinn. Færum Þórhalli bestu þakkir fyrir þessa flottu mynd. AS.

 

 

 

 

 

 

 

06.04.2009

Fuglarnir streyma inn

Síðustu daga hafa fuglarnir verið að streyma inn á landið, álftir, grágæsir, rauðhöfðar, urtendur og fl. Það má því búast við líflegu vori eins og áður á fuglasvæðunum í Djúpavogshreppi.  AS

 

 

 

 

  

 

Snow buntings

The last days of winter are here and the snow buntings have been frequent visitors in lawns and gardens in Djupivogur, looking for something to fill their stomach.  They stay together in big groups and here are some photos of these joyful and friendly birds.

 

 

 

 

01.04.2009