Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Grafönd

Grafendur eru fallegir fuglar og eru nokkuð áberandi við vötnin á Búlandsnesi þessa dagana. AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

29.04.2009

Puffins

A couple of puffins have been seen in Berufjörður the last days few days.  This is quite early but the usually arrive to Papey in the first days of June.

 

 

 

28.04.2009

Lundi

Undanfarna daga hafa nokkur lundapör haldið sig í Berufirði. Þeir eru á ferðinni í fyrra fallinu þetta árið en í Papey fer lundinn ekki að setjast upp að ráði fyrr en í byrjun júní.

 

 

 

28.04.2009

Little gull

A little gull was spotted in Djupivogur yesterday.  Unfortunately it escaped the camera but instead we give you a photo of a white wagtail as it has now arrived here in Djupivogur.

 

 

25.04.2009

Maríuerla og dvergmáfur

Maríuerlan er mætt á svæðið og í fyrradag sást dvergmáfur á Breiðavogi. Því miður náðist ekki mynd af dvergmáfnum.   AS

 

 

 

 

 

 

 

 

25.04.2009

Hreindýr á flæðiskeri

Síðastliðinn fimmtudag mátti sjá allt að 20 hreindýrum á flæðiskeri við svokallaða Búlandshöfn í Hamarsfirði sem er steinsnar innan við þéttbýlið á Djúpavogi.  Dýrin voru innlyksa á skerinu meðan flóðið gekk yfir en fremur stórstreymt var þennan dag, en þegar fjara tók út, sættu dýrn lagi og runnu í land.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

Great skua

The Great skua has now arrived to Djupivogur.  It is noot quite clear if this is good or bad news as the great skua has done some damage to the nests and eggs like its relative, the arctic skua, but on the other hand, the great skua is just part of nature and popular to may bird watchers.

 

 

 

19.04.2009

Skúmurinn mættur við vötnin á Búlandsnesi

Þá er skúmurinn mættur hérna við vötnin á Búlandsnesi, en tveir skúmar voru við Nýjalón í dag innan um slatta af svarbak. Segja má að skúmurinn vekji upp blendnar tilfinningar með manni þar sem hann hefur verið nokkuð aðgangsharður hér í varpi á undanförnum árum, rétt eins og kjóinn.  En sannarlega eru þessir fuglar hluti af okkar fjölbreyttu íslensku náttúru og skúmurinn er m.a. vinsæll fugl meðal sumra fuglaskoðara.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

19.04.2009

Fieldfares

Fieldfares(Turdus pilaris) were spotted in a garden in Djupivogur today.

 

 

 

 

19.04.2009

Gráþrestir á ferð á Djúpavogi

Í dag meldaði Stefán Guðmundsson hafnarvörður 4 stk gráþresti í garði við heimili sitt í Borgarlandinu .  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

19.04.2009

Common scoter

The common scoters have arrived at Thvottarskridur in Djupivogur on their way to their breeding area around Myvatn.  Among other birds that have arrived recently are the black-tailed godwit, dunlins and common snipes.

 

 

 

18.04.2009

Jaðrakan við Breiðavog

Við fuglaskoðun í dag mátti sjá jaðrakan við Breiðavoginn hér út á Búlandsnesi. Búast má því við að fuglinn sá fari að flæða hér inn á landið eins og síðustu ár. AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

18.04.2009

Hrafnsendur við Þvottárskriður

Í dag sá fuglaskoðarinn Sigurjón Stefánsson hóp hrafnsanda við Þvottárskriður. AS

 

 

 

 

 

 

 

 

16.04.2009

Hrossagaukurinn mættur

Sífellt fjölgar tegundunum í fuglaríki Djúpavogs á þessu vori en í dag meldaði Stefán Guðmundsson að hrossagaukurinn væri mættur á svæðið. AS  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

15.04.2009

Lóuþrællinn mættur

Í morgun var lóuþrællinn mættur á leirurnar í Grunnasundi hér út á Búlandsnesinu, um var að ræða einn lóuþræl innan um hóp af sandlóum. AS

 

 

 

 

 

 

 

13.04.2009

Gadwalls

The gadwalls are here.  This morning two males and one female were at Nyjalon in Djupivogur.

 

 

 

 

12.04.2009

Gargendurnar mættar

Þá eru gargendurnar mættar á svæðið en í morgun voru tveir steggir og ein kolla mætt á Nýjalón við hlið flugvallarins. AS

 

 

 

 

 

 

 


Gargandarpar


Gargönd - karlfugl

 

 

 

12.04.2009

Ring-necked duck

A ring-necked duck was in Djupivogur today.  It is a vagrant and sometimes it is spotted in southern Iceland.  The one that was spotted today is a male and is in the company of tufted ducks as they kept on diving for food.  Hopefully it will stay here for some time.

 

 

12.04.2009

Slavonian grebe

The slavonian grebe has now arrived at the ponds in Djupivogur.  Two pairs of them were spotted yesterday. The Northern pintails, common shelducks and reshanks have also arrived and so it is getting more and more lively at the bird sites every day.

 

 

 

 

 

 

12.04.2009

Hringönd á Fýluvogi

Í morgun meldaði hinn fuglaglöggi Sigurjón Stefánsson hringönd á Fýluvogi sem hér má sjá staðfest á myndum sem teknar voru rétt fyrir hádegið í dag. Hringönd er flækingsfugl og sést annað veifið hér á Íslandi og þá helst sunnanlands.  Vonast er til að megi ná betri myndum af fuglinum, en þessar eru teknar af löngu færi.
Hér er karlfugl á ferð og heldur hann sig í skúfandarhóp á Fýluvognum og virðist líka lífið vel þar sem hann kafar með skúföndunum eftir æti. Má því allt eins búast við að hringandarsteggurinn haldi sig á Fýluvognum um einhvern tíma og vonandi sem allra lengst. AS 

 

 

 

 


Hringandarsteggur


Í hópi skúfanda á Fýluvogi


Hringöndin fjær með skúfandarkarli


Á goggi er hvítur hringur sem fuglinn ber nafn af 

 

 

 

 

 

 

 

 

12.04.2009

Flórgoðinn mættur

Í gær meldaði Sigurjón Stefánsson tvö flórgoðapör út á Búlandsnesi, annað á Fýluvogi og hitt á Bóndavörðuvatni.
Í dag mátti einnig sjá grafandarpar og brandönd við flugvöllinn svo og stelka á leirunum við Breiðavog. AS

 

 

 

 

 


Flórgoði

 


Brandönd


Grafönd


Stelkur

 

11.04.2009

A good day for birdwatching

Today was a good day for birdwatching in Djupivogur.  In three hours 31 species were spotted and among them were a black swan, common gull, black-headed gulls, northern shoveler and a ringed plover.  A king eider was spotted there yesterday but it didn't appear again today.  The northern pintails are also flocking in these days as the other migrants. 

 

 

A black swan.

Ringed plover.

09.04.2009

Fuglskoðunarferð í dag

Undirritaður fór í dag í fuglaskoðunarferð með Kristjáni Ingimarssyni sem er nýbúin að halda fyrirlestur við góðar undirtektir fyrir hönd birds.is á vegum fuglaverndarfélags Íslands í fyrirlestrarsal Kaupþings í Reykjavík. 
Ferð okkar var um Búlandsnes og Álftafjörð. Við greindum alls 31 tegund á c.a. 4 tímum og má þar nefna að við sjáum svarta svaninn leirunum í Álftafirði, einn stofmmáf á Hamarsfirði, Skeiðönd á Búlandsnesi og fyrstu sandlóuna í fjörum á Melrakkanesi, þá voru grafendur að fljúga inn á svæðið og allt fuglalíf í miklum blóma.  AS

 

 

 

 

 

 


Svartsvanurinn á flugi í Álfafirði


Sandlóa sást í fjörum á Melrakkanesi í dag

 

09.04.2009

Skeiðöndin mætt

Í dag meldaði Kristján Ingimarsson skeiðandarstegg út við Breiðavog og er það fyrsti fuglinn sem vitað er um á þessu svæði í vor og má segja að þessi annars fallega önd sé óvenju snemma á ferðinni að þessu sinni. Árlega verpa 2 til 3 skeiðandarpör við vötnin á Búlandsnesi.  AS

 

 

 

 

 

 

 

Skeiðandarkolla


Skeiðandarsteggur


Skeiðandarkolla með unga

 

 

 

09.04.2009

The birds are flowing in

Today a black swan was spotted in Alftafjordur and also in this area there were greylag geese, barnacle geese and pink-footed geese.  At the lakes in Djupivogur the red-breasted mergansers have arrived in big flocks and today and there were also spotted tufted ducks, greater scaups and long tailed ducks at the lakes.  A loon pair has also settled down at Nyjalon in Djupivogur.  This is proves that spring is here and the nest days are something to look forward to. It will be very interesting to sit down in the bird hut and watch the birds arrive at the lakes.

 

 

Loon

Flying greylag geese

Barnacle geese

Pink-footed geese

Tufted ducks

Red-breasted merganser

Greater scaups

Long-tailed duck

08.04.2009

Lómur, toppönd, skúfönd,duggönd, hávellur, heiðagæsir, helsingjar og svartur...

Í dag meldaði hinn fuglaglöggi Sigurjón Stefánsson svartan svan í Álftafirði svo og stóra hópa af helsingja, grágæs og heiðagæs á túnum í Álftafirði svo og á Berunesi í Berufirði. Þá mátti sjá óvenju stóra hópa af toppönd á Breiðavogi á Búlandsnesi, þá mátti einnig sjá skúfendur, duggendur og hávellur á Fýluvogi.  Lómapar var sömuleiðis mætt á Nýjalón við hlið flugvallarins.  Það er því ljóst að vorið er sannarlega komið og má segja með sanni að fuglarnir streymi inn á landið þessa dagana. AS

 

 

 

 

 


Lómur


Helsingjar


Grágæsir í oddaflugi


Heiðagæsir


Toppandarsteggur


Hávella - karlfuglSkúfendur


Duggendur


Svartur svanur í Álftafirði

 

 

08.04.2009

More birds are coming

More birds are now showing up in Djupivogur and dommon shelducks, greylag geese, teals and eurasian wigeons have already arrived.  The next weeks will probably be very busy here as the birds are now coming in.

 

 

 

 

 

 

06.04.2009