Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Gráhegri

Gr�hegri s�st � botni Berufjar�ar � g�r.  Gr�hegrar eru nokku� algengir fl�kingar h�r um sl��ir en �� hafa ekki margir sl�kir s�st � vetur.  �eir fl�kingar sem koma hinga� eru � flestum tilfellum ungfuglar og tali� er a� �eir komi hinga� fr� Noregi en �essi h�f�tti fugl er algengur � Evr�pu og As�u.

31.01.2007

Hafa skal það, er sannara reynist

Leiðrétting á greininni "Landsbankinn á syni sjö"

Í grein undirritaðs, er birtist á heimasíðu Djúpavogshrepps 24. jan. 2007 var því haldið fram að leikskólabörn á Seyðisfirði og Breiðdalsvík hefðu ekki fengið gjöf frá Landsbanka Íslands eins og fram kom í tilvitnaðri frétt í Austurglugganum. Nú hefur komið á daginn að ég fór rangt með varðandi báða þessa staði, en eftir stendur að enginn kannast við sambærilega gjöf til barnanna á Djúpavogi. Þykir mér slæmt að hafa ekki getað treyst þessum fjölmiðli betur en raun ber vitni, en á því kunna þó að vera skýringar, sem blaðið sjálft getur komið á framfæri.

Biðst ég afsökunar á því að hafa ekki leitað eftir því við forsvarsmenn leikskólanna á Seyðisfirði og Breiðdalsvík, hvort rétt væri með farið.

Einnig bið ég forsvarsmenn Landsbankans afsökunar á þessari óvandvirkni og að bankinn skyldi vera hafður fyrir rangri sök hvað þetta varðar. Ég gaf mér að þetta gæti tengzt útibúum hans hér eystra, sem vissulega hefur fækkað, en taldi mig þó vita að enn gæti verið útibú á Seyðisfirði (sem vissulega er raunin).

Einnig er mér bæði ljúft og skylt að upplýsa að ég hef fengið upphringingu frá talsmanni Landsbankans og verið gefnar þær skýringar, að dreifing gjafanna hafi verið bundin svæðisskiptingu útibúa, þannig að Djúpivogur tilheyri Suðurlandi. Jafnframt hefur mér verið gerð grein fyrir því að bankinn muni senda leikskólabörnum á Djúpavogi samskonar gjöf og um ræðir og þar með er tilgangi mínum náð. (Orðrétt er skýring Landsbanka Íslands / Einars K. Jónssonar svo hljóðandi : 

"Sæll Björn Hafþór.

Í samræmi við símtal vil ég taka fram að Landsbankinn gaf leikskólum á Seyðisfirði sem og Breiðdalsvík umrædda bókagjöf þó annað komi fram í grein Austurgluggans.  

Ákvörðun um þessa bókagjöf, sem gefin var í tilefni af 120 ára afmæli Landsbankans, var tekin af útibússtjórum Landsbankans frá Vopnafirði til Stöðvarfjarðar. Ástæðan fyrir því að leikskólinn á Djúpavogi fékk ekki bókagjöfina er vegna markaðssvæðisskiptinu Austurlands innan Landsbankans. Þar heyrði Djúpivogur undir útibúið á Höfn og er því fyrir utan markaðssvæðis þessara útibúa. Leikskólinn á Breiðdalsvík fékk svo jafnframt bókagjöfina þar sem útibú Landsbankans á Breiðdalsvík heyrði undir Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð.

Til að undirstrika að engar aðrar ástæður en þessi markaðsskipting lágu að baki og að það var alls ekki ekki ætlunin að mismuna  byggðarlögum Austurlandi með nokkrum hætti er ég svo heppinn að eiga einn bókapakka eftir sem mig langar, fyrir hönd Landsbankans, að færa leikskólanum á Djúpavogi að gjöf. Um er að ræða 30 barnabækur, þýddar og íslenskar, fyrir börn á öllum aldri.

Bestu kveðjur.
Einar Kristján"  )

Miðað við þær skýringar, sem bankinn gefur er ég alveg maður til að viðurkenna að etv. hef ég kveðið óþarflega fast að orði, en það er þó í eðli mínu að tala frekar tæpitungulaust.

Ég tel batnandi mönnum bezt að lifa og vegna þeirra fljótu viðbragða sem orðið hafa af hálfu bankans verð ég að segja að þarna þekki ég gamla Landsbankaandann og tel mig greina skýran vilja til að meta alla verðandi og núverandi viðskiptavini bankans í Múlasýslum að jöfnu.

Óska ég því öllum hlutaðeigandi hins bezta í framtíðinni og vona að börnin í leikskólunum á Austurlandi megi gleðjast við lestur góðra bóka og að jafnframt megi "bækur" þeirra í bankastofnunum landsins halda áfram að bólgna og þrútna, hvar svo sem þau kjósa að ávaxta sitt pund. "Pund dóttursona minna" verður alla vega áfram ávaxtað í Landsbankanum á Stöðvarfirði.

Djúpavogi 24. jan. 2007;
Bj. Hafþór Guðmundsson.

"Landsbankinn á syni sjö"

Í jólablaði Austurgluggans 50. tbl. 2006 var áhugaverð frétt um að útibú Landsbankans á Austurlandi hafi í tilefni af 120 ára afmæli þessa fyrrum "banka allra landsmanna" ákveðið að gefa leikskólabörnum á sjö stöðum; Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Egilsstöðum og Vopnafirði 29 barnabækur frá Eddu-útgáfu fyrir aldurshópinn eins til sex ára.

Í texta undir mynd með þessari frétt kemur fram að börnin í einum leikskólanna hafi á þessum tímamótum sungið "Adam átti syni sjö" fyrir dulbúinn fulltrúa bankans (enda eðlilegt að hann færi með veggjum, þegar málið er skoðað ofan í kjölinn).

Þar sem að undirritaður minnist þess að afmælisfáni bankans blakti einnig við hún á Djúpavogi, þegar afmælishátíðin rann upp, hlýtur hann að velta fyrir sér, hvers börnin í leikskólanum hér eigi að gjalda. Hið sama gildir t.d. um börnin á Seyðisfirði og Breiðdalsvík og jafnvel víðar í fjórðungnum, þar sem leikskólastarf fer fram.

Það er reyndar merkilegt að Landsbankinn skuli bara eiga "sjö syni" eftir á Austurlandi, en ætti líklega ekki að vera sérstakt undrunarefni, þegar höfð er í huga ríkjandi auðhyggja og þær asnaklyfjar sem dregnar eru áfram af "gullgröfurum" nútímans.

Sjálfur hef ég átt góð viðskipti við "mína menn hjá bankanum" og notið einstaklega góðrar þjónustu, einkum á Stöðvarfirði og get því ekki kvartað yfir starfsmönnum hans hér eystra.

Hins vegar hlýtur maður að velta fyrir sér nánasarlegu hugarfari æðri stjórnenda Landsbankans, en ætti jafnframt að gleðjast yfir því að dragbítar eins og hér á Djúpavogi skuli ekki standa í vegi fyrir vexti hans og viðgangi.

Við hjónin höfum undanfarin ár treyst Landsbankanum fyrir að ávaxta "smávegis pund", sem við höfum gaukað að dóttursonum okkar tveim á afmælisdögum þeirra. Það skiptir sjálfsagt stjórnendur bankans litlu, en ég hlýt að íhuga - berist ekki leikskólabörnum á Djúpavogi sambærileg gjöf og að framan greinir - að leita til annarrar stofnunar að varðveita þá litlu fjármuni, sem ég hef talið skynsamlegt að leggja til hliðar fyrir dóttursyni mína. Það hefur verið gert með það að markmiði, að þeir eigi a.m.k. fyrir skólabókunum, þegar þeir fara að stunda æðra nám. Líklega hefði ég átt að gauka aukalega að þeim lausafé, til að þeir gætu, án meiri tilkostnaðar en jafnaldrar í flestum nágrannabyggðum, nálgast ýmsar barnabókmenntir. Ég sá bara einfaldlega ekki fyrir að hálfgerðir átthagafjötrar kæmu til með að valda því að þeir ættu ekki sama aðgang að þessum lystisemdum heimsins og er reyndin í leikskólunum þar sem "sjö synir Landsbankans" stunda nám.

Þó að það komi málinu sem slíku ekki við, velti ég einnig fyrir mér hvort ekki hefði verið eðlilegt að Austurglugginn legðist í "rannsóknarblaðamennsku" og leitaði skýringa á því af hverju þessi volduga bankastofnun kýs að draga börn á Austurlandi í dilka eftir búsetu, því að ég er sannfærður um að bankinn á einnig marga dygga viðskiptavini á stöðum eins og Seyðisfirði, Breiðdalsvík og Djúpavogi.

Djúpavogi 24. jan. 2007;
Bj. Hafþór Guðmundsson

Hreindýr hleypur af sér hornin í orðsins fyllstu

Þegar Rúnar Gunnarsson bóndi að Hnaukum var á ferð fyrir skemmstu milli Álftafjarðar og Djúpavogs mætti hann hreindýrahjörð sem er svo sem ekki í frásögur færandi, nema hvað þegar hann hafði keyrt framhjá dýrunum varð honum litið í baksýnisspegilinn og sá hann þá hvar eitt hreindýr hljóp þvert yfir veginn aftan við bílinn og stoppaði síðan snögglega.

Rúnar stoppaði þá bílinn og fylgdist með dýrinu því það hegðaði sér óvenjulega þar sem það stóð og hristi hausinn fram og til baka. Skipti þá engum togum að hornin duttu allt í einu af dýrinu í götuna. Þegar betur var að gáð var gríðarlega mikil vírflækja vafin um hornin eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af horninu.

Hreindýrshorn


Mikið er um hreindýr hér um slóðir þessa dagana og sækja þau nær mannabyggð með hverjum deginum eftir því sem vetur konungur lætur meir að sér kveða. Í gær heimsóttu m.a. annars hreindýr heimili sveitarstjóra eins og sjá má á annarri meðfylgjandi mynd sem hann tók út um dyrnar á Kiðhömrum. Herma fregnir að hann hafi náð dýrunum og ætli að beita þeim fyrir sleða. Það verður því spennandi að sjá á mánudagsmorgunin hvort það verði Toyotan eða hreindýrasleði sem að standa mun í bílastæðinu við ráðhúsið.

Hreindýr

BTÁ/AS
Myndir : BTÁ/BHG

 

Heill sé þér sextugum

Jú, mikið rétt hann á afmæli í dag sveitarstjórinn okkar Björn Hafþór Guðmundsson.
Það verður þó beðið með glasalyftingar og fjöldasöng að sinni.
Eins og komið hefur fram hafa þau hjónakorn Hafþór og Hlíf sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kemur fram að þau hyggjast blása til fagnaðar á vori komanda og halda þá sameiginlega upp á afmæli þeirra beggja.  Engu að síður vill undirritaður nýta heimasíðuna hér fyrir hönd íbúa Djúpavogs og óska sveitarstjóra innilega til hamingju með daginn.  AS

Menningarstyrkir 2007

Menningarráð Austurlands auglýsir viðveru í sveitarfélögum á Austurlandi vegna úthlutunar á menningarstyrkjum 2007

Viðtalstímar menningarfulltrúa, Signýjar Ormarsdóttur, verða sem hér segir:

Fjarðabyggð            22. janúar
Stöðvarfirði                                       kl.  10.00-13.00
Bæjarskrifstofunum  Reyðarfirði       kl.  14.00-16.00

Fjarðabyggð                 23. janúar                    
Bæjarskrifstofunum Neskaupstað     kl.  11.00-16.00

Breiðdalsvík                 29. janúar      kl.  10.00-12.00
Hreppsskrifstofu Ásvegi 32

Djúpivogur                   29. janúar      kl.  13.30-16.00
Hreppsskrifstofu Bakka 1

Hornafjörður                 30. janúar     kl.  10.00-16.00
Skrifstofu Menningarráðs Nýheimum

Vopnafjörður/               31.janúar       kl.  14.00-17.00
Bakkafjörður
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps

Seyðisfjörður                1. febrúar       kl.  14.00-17.00

Fljótsdalshérað/            2. og 5. febrúar  kl.  13.00-17.00
Borgarfjörður/ Fljótsdalshreppur
Skrifstofu Menningarráðs Miðvangi 2-4, 3. hæð, Egilsstöðum

Einnig er hægt að óska eftir viðtölum á öðrum tímum.

Skrifstofa menningarfulltrúa er að Miðvangi 2-4, 3. hæð, Egilsstöðum. Sími. 471-3230 og 860-2983.

Auglýsing 2007

Úthlutunarreglur vegna verkefnastyrkja

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna 1-6 jan 2007 Skip/Bátur Afli veiðarfæri Róðra fjöldi Arnar KE 5.812 Landbeitt lína 3 Anna GK 8.745 Landbeitt lína 3 Birna SU 589 Landbeitt lína 1 Papey 30.000 Eldislax 2 Samt 45.146    

Snjóhúsagerð

"Já loksins, loksins kom snjór" sögðu krakkarnir á Kríudeild þegar byrjaði að snjóa enda alveg ótrúlega gaman að leika sér í snjónum.  Eftir hádegi í dag fóru svp nokkrir krakkar af Kríudeild að búa til snjóhús úr þeim sköflum sem fundust við leikskólann, en það er alltaf að verða sjáldgæfari og sjaldgæfara að það komi nægur snjór fyrir snjóhús á Djúpavogi.  Þess vegna er það næstum því hátíð þegar loksins kemur snjór og hægt er að leika sér í honum enda skemmtu börnin sér mjög vel og voru kinnarnar eplarauðar þegar inn var komið.  Myndirnar tala sínu máli.

í snjóhúsi jan 0711  Andri Baldur í snjóhúsinu

í snjóhúsi jan 0715  Ómar Freyr við snjóhúsagerð

í snjóhúsi jan 0716  Íris Antonía kíkir út um gatið á snjóhúsinu

í snjóhúsi jan 077  Fanný Dröfn og Ísabella Nótt í snjóhúsinu

í snjóhúsi jan 076  Ómar Freyr, Viktoría Brá og Andri Baldur í snjónum

í snjóhúsi jan 071  Askur og Anton Unnar í snjónum

Íslandsmet?????

Samstarf Grunnskóla Djúpavogs og Umf. Neista hefur verið með eindæmum gott og hefur ungmennafélagið notið góðs af jákvæðum sveitarstjórnum undanfarinna ára sem styrkt hafa félagið, bæði með ókeypis íþróttatímum í ÍMD og með beinu fjárframlagi. 

Nú er starfið á vorönninni að komast á fullt og hafa nemendur grunnskólans skilað inn skráningarmiðum undanfarna daga.  Það er gleðilegt að segja frá því að nú þegar hafa 87% nemenda skilað inn skráningarblöðum sem segir okkur það að nánast allir nemendur skólans munu sækja íþróttatíma í vor.  Þegar skólastjóri fór yfir þessar tölur í morgun þá velti hann því fyrir sér hvort um Íslandsmet væri að ræða.  Það væri nú gaman að komast að því.

Áfram krakkar !!!

Fleiri flottar myndir frá Fossárdal

Halla Eyþórsdóttir frá Fossárdal er búin að vera dugleg að senda heimasíðunni myndir, hér koma fleiri sem teknar voru kringum áramótin. Hreindýrið rakst hún á leið sinni til Hornafjarðar á nýársdag. AS

Áramót 10
Alda hin yngri á Fossárdal

Áramót 11
Djúpivogur um áramótin

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna

 

24-30 des 2006

 

 

Skip/Bátur

Afli

veiðarfæri

Róðra fjöldi

Arnar KE

2.043

Landbeitt lína

1

Birna SU

379

Landbeitt lína

1

Páll Jónsson GK

36.269

vélbeitt lína

1

Samt

38.691

 

 

Landaður afli vikuna

 

17-23 des 2006

 

Skip/Bátur

Afli

veiðarfæri

Róðra fjöldi

Arnar KE

6.150

Landbeitt lína

2

Öðlingur SU

4.228

Landbeitt lína

1

Páll Jónsson GK

123.049

vélbeitt lína

2

Hrungnir GK

107.214

vélbeitt lína

2

Kristín GK

63.567

vélbeitt lína

1

Jóhanna Gíslad ÍS

61.622

vélbeitt lína

1

Papey

30.000

Eldislax

2

Samt

395.830

Fleiri myndir frá áramótastemmingunni

Hér eru glæsilegar myndir frá stemmingunni um áramótin sem að Halla Eyþórsdóttir frá Fossárdal sendi okkur og færum við henni hér með bestu þakkir fyrir. AS

Áramót 5
Eins og álfar út úr hól

Áramót 1
Kyndlar upp á Álfakirkjunni

Áramót 2
Stórfenglegt

Áramót 6
Toppurinn logar

Áramót 7
Þetta þarf að endurtaka um næstu áramót

Áramót 4
Og himininn logar

Áramótabrennan á Djúpavogi

Tendrað var upp í áramótabrennunni Djúpavogi í einstöku blíðviðri að þessu sinni. 
Að venju var það Golfklúbbur Djúpavogs sem að sá um brennuna af miklum myndarskap.
Eins og síðustu ár var brennan staðsett við Rakkaberg þar sem er jafnan mikilfenglegt að sjá bjarmann frá eldinum lýsa upp bergið.  Rakkabergið sem stundum er nefnt Álfakirkjan skartaði sínu fegursta að venju, ekki síst þegar liðsmenn Björgunarsveitarinnar Báru röðuðu sér upp með kyndla upp á Álfakirkjunni sjálfri. Vart þarf að taka fram að allt var þetta gert eins og áður í fullri sátt við álfana. AS

Íslandsmet í refaveiðum

Til eru margar áhugaverðar veiðisögur á Íslandi og sem betur fer flestar sannar. Ekki er þó verra að geta aukið á sannleiksgildi þeirra með góðum myndum. 

Heimasíða Djúpavogshrepps heldur því fram að refaskyttan Flosi Ingólfsson á Flugustöðum hafi sett Íslandsmet í refaveiði 1. okt. 2006. Þá skaut hann 5 refi nánast á “sömu torfunni”, nánar til tekið á svonefndri Mosfellsheiði í Flugustaðadal. Um var að ræða 2 hvítar læður, 2 mórauða refi og 1 hvítan. Alla vega fjögur af dýrunum telur Flosi að hafi verið úr goti vorið 2006.

Íslandsmetið er að okkar mati fólgið í því að aldrei fyrr hafi verið skotnir svo margir stálpaðir / fullorðnir refir á jafn skömmum tíma, því tæplega 20 mínútum eftir að orrahríðin hófst lágu refirnir 5 í valnum. Myndin af þeim er tekin skammt frá Flugustöðum daginn eftir afrek Flosa.

Flosi - Refir 2007

(Eins og fyrirsögnin ber með sér viljum við halda öllu opnu um það, hvort hér sé um Íslandsmet að ræða. Heimasíðan mun því góðfúslega birta allar svipaðar sögur, enda fylgi þeim myndir eða önnur sambærileg staðfesting).

Ofangreint atvik er þó ekki hið eina þar sem Flosi kemur við sögu. Haustið 2004 skaut hann einnig samdægurs á svipuðum árstíma 5 refi við Markúsarsel í svonefndri Suður-Tungu í Flugustaðadal. Veiðin þá tók þó nokkru lengri tíma, eða um 2 klst. Refirnir, sem hann felldi í þetta sinn, voru að byrja að narta í nýdauða kind, en ýmsir refafræðingar halda því fram að systkini úr sama goti haldi oft hópinn fram eftir hausti (gjarnan í nágrenni við grenið) og vel kann svo að hafa verið í báðum þeim tilfellum, er um getur hér. Daginn eftir skaut Flosi 2 refi við Hærukollsnes, þannig að veiði tveggja daga var 7 dýr. Við eigum líka í fórum okkar mynd af veiðinni árið 2004 og auk þess sést veiðimaðurinn sjálfur á henni.

 Flosi - refir 2004

Þegar einn af “hagyrðingum” heimasíðunnar frétti af hinu síðara afreki Flosa, flaug honum í hug þessi staka:

Rekkar drepa refi þrá
rangla upp til heiða.
Fyrst mun hætta ferðum á
er Flosi býst til veiða.

Myndir: Kristín Friðriksdóttir.
Texti: BHG