Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna 10-16 des 2006

Skip/Bátur

Afli

veiðarfæri

Róðra fjöldi

Arnar KE

9.463

Landbeitt lína

3

Öðlingur SU

8.465

Landbeitt lína

2

Anna GK

5.741

Landbeitt lína

2

Tjálfi SU

469

Dragnót

1

Arnarberg ÁR

33.930

vélbeitt lína

1

Páll Jónsson GK

64.119

vélbeitt lína

1

Kristín GK

70.894

vélbeitt lína

1

Jóhanna Gíslad ÍS

71.379

vélbeitt lína

1

Papey

60.000

Eldislax

4

Samt

324.460

Jólaljós

Nú eru flestir íbúar sveitarfélagsins vel á veg komnir með að skreyta hús og umhverfi með jólaljósum. Þetta er líklega í fjórða skiptið að heimasíða Djúpavogshrepps hefur bein afskipti af málinu og viljum við hér með hvetja alla húseigendur til að lýsa upp skammdegið sem aldrei fyrr.

Sem betur fer hafa margir metnað til að gera vel og erfitt kann að verða að velja fallegustu / frumlegustu skreytingarnar. Ekki má gleyma því að víða á sveitabæjum getur einnig að líta hin fegurstu verk. Fyrirkomulagið í ár verður þannig að menn geta sent inn mynd af eigin skreytingum á djupivogur@djupivogur.is þegar meistaraverkið er fullkomnað. Einnig mun hirðljósmyndari Djúpavogshrepps verða á faraldsfæti og “bregða linsu á ljós”. Skilafrestur er 28. desember 2006.

Það verður hlutverk sérstakrar dómnefndar á vegum sveitarfélagsins að velja 3 skreytingar eða svo, sem hún telur skara fram úr. Einnig verður hægt að senda inn tilnefningar á ofangreint netfang og munu þær hafa ákveðið vægi á móti mati dómnefndar. Tilkynnt verður um skreytingar þær, sem þykja bera af um áramótin og eigandi verðlaunaskreytingarinnar fær síðan afhenta viðurkenningu (svonefnda Peru) á Þorrablótinu, sem halda á 27. jan. 2007.

Sveitarstjóri.

Fyrir áhugasama um skelrækt

Haldin verður ráðstefna um möguleika bláskeljaræktar á Íslandi dagana 12-13 janúar nk. á hótel KEA, Akureyri og hefst kl 9.30 báða dagana. Opinberir aðilar, vísindamenn og ræktendur frá Kanada munu kynna þá aðferðafræði sem stuðst var við þar í landi og þá möguleika sem þessi atvinnugrein hefur hér á landi. Einnig verður dreifingaraðili frá Þýskalandi með erindi um markaðsaðstæður í Evrópu.

Íslenskir frumkvöðlar hafa unnið mikla þróunarvinnu í skelrækt á síðustu árum. Ræktunarfyrirtæki, vinnslur og dreifingaraðilar austan hafs og vestan, hafa verið heimsóttir í leit að bestu fyrirmyndum jafnframt því sem mismunandi búnaður og aðferðir hafa verið prófaðar við íslenskar aðstæður. Athuglisverðastur er árangur Kanadamanna, nánar tiltekið við Prince Edward eyju. Þar eru nú ræktuð 23.000 tonn árlega og hafa 2.500 manns af um 100.000 íbúum atvinnu af þessari grein. Árið 2004 voru framleidd þar 20.000 tonn af bláskel sem skilaði 107 milljónum CAD (um 6,4 milljarðar ISK) í útflutningstekjur og fóru þar af 24 milljónir CAD (um 1,4 milljarðar ISK) til ræktenda.

 Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér

Uppbygging á gsm og háhraðanettengingum

Í gær fór fulltrúi Djúpavogshrepps Sigurður Ágúst Jónsson fyrir hönd sveitarfélagsins á kynningarfund  sem haldinn var að frumkvæði Fjarskiptasjóðs á Egilsstöðum.
Á fundinum voru m.a. kynnt áform í uppbyggingu á gsm sambandi á helstu stofnvegum og háhraðanettengingum í dreifbýli.  Hér á meðfylgjandi kortum sem fulltrúi okkar hafði með sér heim af fundinum má sjá hvernig áætlað er að standa að uppbyggingunni. Fulltrúar sveitarfélagsins munu að sjálfsögðu fylgjast með hvernig mál þróast í þessum efnum, enda mikilvægt að bæta úr á þessu sviði  í sveitarfélaginu, bæði hvað varða gsm samband svo og ekki síður möguleika til háhraðanetstengingar í sveitum.   AS

GSM 4

GSM

gsm 1

GSM 3

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna

 

3-9 des 2006

Skip/Bátur

Afli

veiðarfæri

Róðra fjöldi

Arnar KE

11.577

Landbeitt lína

3

Öðlingur SU

5.118

Landbeitt lína

1

Anna GK

10.416

Landbeitt lína

3

Páll Jónsson GK

112.654

vélbeitt lína

2

Kristín GK

70.242

vélbeitt lína

1

Jóhanna Gíslad ÍS

99.344

vélbeitt lína

1

Papey

60.000

Eldislax

4

Samt

369.351

Jólaskraut

Á undanförnum dögum hefur ljósunum í bænum fjölgað mikið og er ekki annað hægt að segja en að íbúarnir hafi verið mjög duglegir við að hengja upp ljósaseríur á hús og runna öllum til yndisauka.  Mörg húsin og lóðirnar eru þegar orðin afar fín eins og sjá má t.d. á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í gær af Hammersminni 8 en þar búa þau Jón Þórólfur Ragnarsson og Sigríður Beck. 

Samstaða um Lónsheiðargöng

SamstaðaStofnaður hefur verið hópur um Lónsheiðargöng innan áhugahópsins Samstöðu, sem upphaflega var stofnuð til að berjast fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar.

Með stofnun samstöðu og með sterki samstöðu íbúa svæðins var þeim árangri náð að koma ráðamönnum í skilning um mikilvægi þess að ráðast í þessa mikilvægu framkvæmd. Fyrst og fremst var það gert í þágu umferðaröryggis. Í dag dylst engum að framkvæmdin, þ.e. tvöföldun brautarinnar, hefur þegar skilað meiri árangri en nokkur þorði að vona.

Áhugahópur um tvöfalda Reykjanesbraut hefur tekið þá ákvörðun að leggja sitt að mörkum til árangurs í vegabótum og fækkun umferðaslysa á Íslandi. Þetta vill hópurinn gera með markvissri vinnu um fjölgun baráttuhópa um umferðaröryggi um allt land. Baráttu- og grasrótarhópa sem hver og einn hefur það hlutverk að upplýsa hættur og mögulegar úrbætur á sínu svæði og/eða landshluta. Skráning aðila innan hvers hóps verði skilvirk með þeim tilgangi að skapa sterka rödd á hverjum stað.

Baráttuhópur um Lónsheiðargöng hefur fengið heimasíðu á vef samstöðu. Á vefnum er hægt að skrá sig í baráttuhópinn og leggja með því lóð á vogarskálarnar. Markmiðið er að ráðist verði í gerð ganga undir Lónsheiði sem allra fyrst og hinn alræmdi vegur um Hvalnes- og Þvottárskriður verði aflagður.

Smellið hér til að skrá ykkur í Samstöðu.

Frétt af horn.is

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna

 

26 nov-2 des  2006

Skip/Bátur

Afli

veiðarfæri

Róðra fjöldi

Arnar KE

7.332

Landbeitt lína

2

Öðlingur SU

11.009

Landbeitt lína

2

Anna GK

9.118

Landbeitt lína

2

Bíldsey SH

28.278

vélbeitt lína

5

Páll Jónsson GK

60.186

vélbeitt lína

1

Kristín GK

143.524

vélbeitt lína

2

Jóhanna Gíslad ÍS

141.803

vélbeitt lína

2

Papey

60.000

Eldislax

4

Samt

461.250

Kveikt á jólatrénu

Það hefur verið til siðs að kveikja á stóra jólatrénu á túninu ofan við voginn fyrsta sunnudag í desember.  Jólatréð er líka nú eins og áður tekið úr skógrækt Djúpavogs en það var einmitt Ragnhildur Garðarsdóttir formaður Skógræktarfélags Djúpavogs sem fékk þann heiður að kveikja ljósin á trénu að þessu sinni.
Að venju var sungið og gengið í kringum tréð og þá komu auðvitað jólasveinarnir í heimsókn.  AS

 

Jólatré 2006

Jólasveinar 2006

Jólasveinar 2006 1