Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Íþróttabræður frá Djúpavogi

Dj�pavogsb�ar hafa oft � t��um haft � a� skipa g��um ��r�ttam�nnum. �a� hefur l�ka komi� � betur � lj�s eftir �v� sem a� ��r�ttaa�sta�a hefur veri� bygg� upp � sta�num a� s�fellt fleiri hafa veri� a� gera �a� gott � sportinu. Freyr Gu�laugsson er einn af �eim sem �lst upp alla yngri flokkana me� Neista � Dj�pavogi. Freyr er sem kunnugt er sonur Gu�laugs Har�arsonar og Hafd�sar Bogad�ttur en �au fluttu af sta�num fyrir nokkrum �rum. Freyr hefur leiki� me� ��r fr� Akureyri fr� �rinu 2002, en n� hefur hann hinsvegar gengi� til li�s vi� �rvalsdeildarli� Fylkis � Reykjav�k. �a� m� segja a� �a� s�u mikil ��r�ttagen � fj�lskyldu Freys en br��ir hans, Hrafn Gu�laugsson er einnig mikill ��r�ttama�ur ��tt ungur s� en hann hefur geti� s�r mj�g gott or� innan golf��r�ttarinnar. Hann byrja�i a� �fa golf � Dj�pavogi og hefur veri� a� standa sig fr�b�rlega � landsv�su � golfinu � s�num aldursflokki. Vi� �skum �eim a� sj�lfs�g�u til hamingju me� fr�b�ran �rangur � ��r�tt sinni og vonum a� �eir eigi eftir a� sl� enn meir � gegn � komandi �rum.

AS

Íþróttabræður frá Djúpavogi

Djúpavogsbúar hafa oft á tíðum haft á að skipa góðum íþróttamönnum. Það hefur líka komið æ betur í ljós eftir því sem að íþróttaaðstaða hefur verið byggð upp á staðnum að sífellt fleiri hafa verið að gera það gott í sportinu. Freyr Guðlaugsson er einn af þeim sem ólst upp alla yngri flokkana með Neista á Djúpavogi. Freyr er sem kunnugt er sonur Guðlaugs Harðarsonar og Hafdísar Bogadóttur en þau fluttu af staðnum fyrir nokkrum árum. Freyr hefur leikið með Þór frá Akureyri frá árinu 2002, en nú hefur hann hinsvegar gengið til liðs við Úrvalsdeildarlið Fylkis í Reykjavík. Það má segja að það séu mikil íþróttagen í fjölskyldu Freys en bróðir hans, Hrafn Guðlaugsson er einnig mikill íþróttamaður þótt ungur sé en hann hefur getið sér mjög gott orð innan golfíþróttarinnar. Hann byrjaði að æfa golf á Djúpavogi og hefur verið að standa sig frábærlega á landsvísu í golfinu í sínum aldursflokki. Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með frábæran árangur í íþrótt sinni og vonum að þeir eigi eftir að slá enn meir í gegn á komandi árum.

AS

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna 15-21  okt 2006 Skip/Bátur Afli veiðarfæri Róðra fjöldi Arnar KE 2.783 Landbeitt lína 1 Anna GK 4.804 Landbeitt lína 1 Gísli Súrsson GK 11.510 vélbeitt lína 2 Páll Jónsson GK 63.357 vélbeitt lína 1 Kristín GK 123.837 vélbeitt lína 2 Arnarberg ÁR 38.588 vélbeitt lína 1 Hrungnir GK 44.837 vélbeitt lína 1 Jóhanna Gíslad ÍS 124.260 vélbeitt lína 2 Samt 413.976    

small_1

small_2

Samkeppni um beztu ljósmyndina af Búlandstindi

Búlandstindur er verðugt viðfangsefni þeirra, sem vilja taka landslagsmyndir, enda eru margir, sem spreyta sig á því.

Heimasíðan og aðstandendur hennar eiga í fórum sínum margar myndir af þessu stílhreina fjalli, en við viljum gjarnan bæta við.

Því höfum við ákveðið að efna til samkeppni um beztu ljósmyndina af Búlandstindi. Kveikjan að þessari samkeppni er mynd, sem bar fyrir augu aðalritstjóra heimasíðunnar og er hún birt með auglýsingu þessari, svona til að koma mönnum í gang. Sú mynd verður að sjálfsögðu gjaldgeng í keppnina. Tekið er fram að heimasíðan áskilur sér notkunarrétt á öllum myndum, sem inn verða sendar, bæði á vef sveitarfélagsins og í auglýsingabæklingum á vegum þess, án sérstakrar greiðslu.

Búlandstindur small 

Í dómnefnd verða: Steinunn Björg Helgadóttir, Kirsten Rühl (Tenni) og Albert Jensson.

Hver og einn þátttakandi má mest skila inn 3 myndum (undir fullu nafni og með símanúmeri / netfangi) á netfangið djupivogur@djupivogur.is

Skilafrestur er til 15. nóvember.

Úrslit verða kynnt, þegar dómnefnd hefur lokið störfum.

BHG

RÚV fjallaði um minnisvarðann

Heimasíðu Djúpavogshrepps / sveitarstjóra hefur borizt svohljóðandi athugasemd frá Ágústi Ólafssyni, forstöðumanni RÚV á Austurlandi vegna umfjöllunar um minnisvarðann uppi á Öxi.

“Sæll.
Þú skýtur fast í frétt á vef Djúpavogshrepps í umfjöllun um afhjúpum minnisvarðans á Beitivallaklifi. (Ég geri ráð fyrir að þú sért fréttaskríbentinn BHG). Rétt er að halda því til haga að frá þessu var sagt í Svæðisútvarpinu á föstudaginn og rætt við Þorstein Sveinsson og einnig var viðtal við Þorstein um afhjúpunina hádegisfréttum Útvarps í dag.      

Kv. Ágúst."

Aths. BHG:
Um leið og ég þakka RÚV fyrir þá umfjöllun, sem orðið hefur á vegum þess um málefni það, er um ræðir, vil ég taka fram að ég þykist vita, að oft sé vilji hjá starfandi fréttamönnum hér eystra að mæta á atburði utan hefðbundins vinnutíma (er hann til hjá fréttamönnum ??) og láta fréttir berast á öldum ljósvakans að ég tali nú ekki um myndefni með. Ég þykist einnig vita að það fari eftir starfandi vaktstjórum syðra hverju sinni, hvað matreitt er á endanum í hverjum fréttatíma fyrir sig. Ég sé reyndar ástæðu til að þakka fréttamönnum hér eystra fyrir ágæta umfjöllun oft á tímum um málefni fjórðungsins og þar með mál, sem varðar Djúpavogshrepp sérstaklega. Það sem ég (BHG) átti við í “skoti því” sem ÁÓ nefnir svo, nú þegar rjúpnaveiðitíminn stendur sem hæst, var hið meinta áhugaleysi þeirra, sem ráða efnisvali í fréttatímunum á endanum. Ég er þeirrar skoðunar, að það sé hlutverk fréttamanna / fréttastjóra syðra í aðalstöðvum RÚV að kynna sér umfjöllun í svæðisútvarpi. Ég gef mér það að einhverjir slíkir hafi hlustað á umfjöllun þá s.l. föstudag, sem ÁÓ nefnir í athugasemd sinni. Ég gef mér það líka að ef málið hefði snúist um einhver álíka dæmi og ég nefndi í niðurlaginu í umfjöllun minni, væri ekki ólíklegt að einhver hefði lyft tólinu og gefið forstöðumanni RÚV hér eystra “ordrur” um að mæta vel tækjum væddur á svæðið svo fréttaþyrstur almúginn hefði nú úr einhverju að moða alla vega í 10 fréttunum, svona rétt undir svefninn eitthvert kvöldið. Hins vegar er ljótt að gera mönnum upp hugsanir og skoðanir og því hlýt ég sem sannkristinn maður að biðja alla hlutaðeigandi afsökunar á því að ætla þeim þetta og mun því einnig bíða eftir öllum góðu og fallegu fréttunum, sem ég veit að hljóta að koma á endanum.

Djúpavogi 23. okt. 2006; Bj. Hafþór Guðmundsson

Minnisvarði á Öxi

Sunnudaginn 22. okt. 2006 var á svonefndu Beitivallaklifi vígður minnisvarði um Hjálmar Guðmundsson frá Berufirði, en hann var forvígismaður um vegagerð yfir fjallveginn um Öxi, milli Berufjarðar og Skriðdals. Minnisvarðinn er unninn í Álfasteini og festur á stein sem fannst í árfarvegi við Axarveginn. Er honum haganlega fyrir komið skammt ofan við Folaldafoss, sem er ein af fjölmörgum náttúruperlum á þessari fjölförnu leið. Á minnisvarðanum er vísa eftir Hjálmar, sem var góður hagyrðingur:

Hérna ruddu aldnir áar
okkar fyrsta steini úr vegi.
Leiðir virtust færar fáar
fram þeir sóttu á nótt sem degi.

Frumkvæði að minnisvarðanum átti Þorsteinn Sveinsson, fyrrum kaupfélagsstjóri á Djúpavogi og síðar á Egilsstöðum. Naut hann góðrar aðstoðar starfsmanna Vegagerðarinnar, einkum Reynis Gunnarssonar og Guðna Nikulássonar, en Vegagerðin annaðist uppsetningu og lagfæringu á svæðinu þar sem minnisvarðinn stendur. Heiðurinn af þessu framtaki er þó Þorsteins Sveinssonar og færði sveitarstjóri Djúpavogshrepps honum þakkir fyrir það frá sveitarstjórn og öllum viðstöddum.

Þorsteinn flutti ávarp, áður en minnisvarðinn var afhjúpaður og rakti stuttlega æviágrip Hjálmars Guðmundssonar. Hann var fæddur 14. júní 1897. Kona hans var Jónína Þorbjörg Magnúsdóttir frá Fossárdal. Þau eignuðust sjö börn; Borghildi, Snjófríði, Guðmund, Hrefnu, Magnús, Ásgeir og Rannveigu. Fjölmargir afkomendur þeirra voru viðstaddir þennan atburð og auk þess fólk úr Djúpavogshreppi og frá nágrannabyggðum. M.a. voru þarna tveir synir Hjámars, Ásgeir og Magnús. Það var dóttir Ásgeirs, Jónína, sem afhjúpaði minnisvarðann.

Í ávarpi Þorsteins kom m.a. fram að Hjálmar var maður framsýnn og tók hann sveitasíma fyrstur manna. Hann sinnti mörgum trúnaðarstörfum og var oddviti í Beruneshreppi í nær þrjá áratugi. Einnig hafði hann snemma brennandi áhuga á vegamálum og byrjaði því ungur að fást við vegagerð. Hann réðst í það verkefni árið 1952 að gera veg yfir Öxi, fyrst með skóflu og haka, en árið 1959 var komin til skjalanna lítil jarðýta TD-6, sem ekki myndi nú kallast stórt jarðvinnslutæki í dag. Það er því aðdáunarvert fyrir okkur, sem förum þessa leið í dag að hugsa til þess áræðis, sem til þurfti að ráðast í svo viðamikið verkefni með tvær hendur tómar. Þar sem Hjálmar var ekki efnaður maður lagði hann í vegargerðina mikla vinnu sína og sona sinna. Auk þess fékk hann þá hugmynd að efna til happdrættis undir merkjum Ungmennafélagsins Djörfungar í Berufriði til að afla fjár til framkvæmda. Í því skyni keypti hann Volkswagen bjöllu sem vinning í happdrættinu. Töluvert seldist af miðum, en sem betur fór dróst vinningurinn ekki út, þannig að Hjálmar gat selt hann og nýtt bæði söluandvirði hans og það sem kom inn vegna sölu miðanna til að fjármagna framkvæmdina. Auk þess tókst honum að ná um fjármagn úr Fjallvegasjóði og selja víxla, sem sveitarstjórnir Berunes-, Búlands- og Geithellnahreppa samþykktu. Einnig var lögð fram ómæld sjálfboðavinna, en Hjálmar stýrði ætíð verkinu. Þegar fram liðu stundir batnaði tækjakostur og voru ýtustjórar Gunnar Árnason, Djúpavogi og Einar Gunnlaugsson, Berufirði. Það mun svo hafa verið árið 1962, sem fyrst var ekið yfir heiðina og upp í Skriðdal.

Það vakti nokkra athygli þeirra u.þ.b. 100 þátttakenda í þessari virðulegu athöfn, að einungis einn austfirskur fjölmiðill sá ástæðu til að senda fulltrúa á hana, því þarna var ritstjóri Austurgluggans í fullum skrúða. Fulltrúi Mbl. og heimasíðu Djúpavogshrepps var reyndar einnig á staðnum og tók myndir, sem fylgja með samantekt þessari. M.a. veltu menn því fyrir sér, að líklega hefði atburðurinn hlotið meiri athygli hjá sjónvarpi og útvarpi allra landsmanna, ef fyrir hefði legið að mótmæla ætti á staðnum eða bregða upp bleikum ljósum á minnisvarðann.

Þegar Páll Baldursson, sveitarstjóri Breiðdalshrepps sá auglýsingu um afhjúpun minnisvarðans, rifjaðist upp vísa sem Sigurjón Jónsson, afi hans í Snæhvammi orti, en tilurð hennar var ferð Hjámars til Breiðdalsvíkur að selja happdrættismiða til styrktar vegaframkvæmdum á Öxi. Hitti hann Sigurjón þar, sem keypti miða en var ekki með peninga á sér, þannig að hann sendi greiðsluna síðar í lokuðu umslagi og þá fylgdi eftirfarandi vísa með:

Innan í er einn mér frá
undur smár og linur
hundrað kall í holur á
heiðinni þinni vinur.

Einnig sendi Páll heimasíðu Djúpavogshrepps mynd af happdrættismiða, sem barst í hendur hans frá Heimi Þór Gíslasyni, fyrrum skólastjóra í Breiðdal. Þar sem þessi happdrættismiði hefur mikið sögulegt gildi, er okkur sérstakt ánægjuefni að birta af honum mynd.

BHG

 

Hjálmarsdagur
Folaldafoss

Hjálmarsdagur
Ekki enn fullmætt á staðinn

Hjálmarsdagur
Hreinn, sonarsonur Hjálmars þekkir vel til vélavinnu

Hjálmarsdagur
Þorsteinn kaupfélagsstjóri ber sig vel á velli

Hjálmarsdagur
Guðni, Brynjólfur og Reynir, fullmektugir vegagerðarmenn

Hjálmarsdagur
Strandamaðurinn sterki og Broddi með Þorsteini

Hjálmarsdagur
Hlýtt á ávarp Þorsteins

small_8
Broddi, Sóley og Hreinn stýrðu fjöldasöng

Hjálmarsdagur
Ritstjóri Austurgluggans fer mikinn við myndatöku

Hjálmarsdagur
Magnús Hjálmarsson, ásamt fleiri ættmönnum Hjálmars

Hjálmarsdagur
Jónína Dagmar Ásgeirsdóttir afhjúpar minnisvarðann

Hjálmarsdagur
Virðulegur minnisvarði um merkan frumkvöðul

small_12
Axarvinur nr. 1 og Axarvinur nr. 2

Hjálmarsdagur
Ásgeir og Magnús Hjálmarssynir, ásamt Þorsteini

Hjálmarsdagur
Ásgeir og Magnús, ásamt Hjálmari alnafna og sonarsyni frumkvöðulsins

Vetrarhátíð 2006

Í dag var haldin vetrarhátíð í leikskólanum enda er fyrsti vetrardagur á morgun.  Hefð er fyrir þessari hátíð en hún var með breyttu sniði í ár vegna þess að nú eru svo mörg lítil börn í leikskólanum að okkur þótti ekki stætt á því að selflytja alla út í Löngubúð.  Hátíðin varð ekki verri fyrir því og skemmtu allir sér konunglega í dag.  Í morgun var salurinn opnaður og færðum við borðin inní hann.  Börnin fengu sér sæti við borðið með kórónurnar sínar en öll börnin máluðu sínar kórónur til að líkjast vetri konungi sem er á næsta leiti.  Þegar allir voru sestir var borin inn í salinn kaka með snjókremi og voru vetrarljós á henni.  Þetta fannst börnunum rosalega flott.  Allir fengu köku og heitt kakó.  Þegar búið var að borða var farið í leiki og dönsuðum við hókí pókí, súpermann og fleiri skemmtilega dansa.  Eftir síðdegishressinguna fengum við svo aftur köku.  Síðan var svokallað föstudagsval en það er alveg sérstakt val sem er eingöngu á föstudögum.  Eftir valið var haldið í salinn og dansað þar til leikskólinn lokaði.

vetrarhátíð okt 0610

vetrarhátíð okt 0616

vetrarhátíð okt 0624

vetrarhátíð okt 061

vetrarhátíð okt 0637

 

Fleiri myndir eru í myndaalbúmi leikskólans, undir október 2006 og þar undir vetrarhátíð

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna 8-14  okt 2006

Skip/Bátur

Afli

veiðarfæri

Róðra fjöldi

Arnar KE

6.320

Landbeitt lína

2

Anna GK

4.991

Landbeitt lína

2

Gísli Súrsson GK

3.898

vélbeitt lína

1

Páll Jónsson GK

106.872

vélbeitt lína

2

Kristín GK

79.489

vélbeitt lína

1

Hrungnir GK

51.485

vélbeitt lína

1

Jóhanna Gíslad ÍS

45.702

vélbeitt lína

1

Samt

298.757

Sveitarfélagið afhendir húsið Höfn

Eins og þeir vita sem fylgst hafa með málefnum unglinga hér á Djúpavogi hafa húsnæðismál þeirra verið í ólestri í mörg ár.  Eftir að leikskólinn var fluttur í nýtt húsnæði var tekin sú ákvörðun hjá síðustu sveitarstjórn að afhenda unglingunum húsið undir félagsmiðstöð og Ungmennafélaginu Neista undir sína starfsemi.  Félagsmiðstöðin mun fyrst og fremst nýta það yfir vetrarmánuðina en Neisti yfir sumarið.  Farið var í nokkrar endurbætur á húsinu, veggir voru fjarlægðir og baðherbergin tvö voru sameinuð í eitt.  Málað var og snurfusað eftir bestu getu.

Athöfnin á laugardaginn var einföld en notaleg og var nokkuð góð mæting.  Svavar Sigurðsson, skólastjóri Tónskóla Djúpavogs var með tónlistaratriði, ásamt nemendum tónskólans.  Þá fluttu Björn Hafþór, sveitarstjóri, Stefán Hrannar, forstöðumaður Zion og Hlíf Bryndís fulltrúi Umf. Neista ávörp.  Að ávörpum og skemmtiatriðum loknum voru veitingar í boði unglinganna og voru þær ekki af verri endanum.

Það er ljóst að með opnun hússins opnast nýir möguleikar í málefnum unglinga og ungmennafélagsins hér á Djúpavogi.  Stefnt er að því að halda sameiginleg námskeið, fyrrnefndra aðila sem hafa bæði forvarnar- og skemmtanagildi fyrir börn og unglinga sveitarfélagsins.  Þá geta einstaklingar fengið húsið leigt t.d. vegna námskeiða o.fl. 
HDH

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna 1-7 okt 2006

Skip/Bátur

Afli kg

veiðarfæri

Róðra fjöldi

Guðný SU

2.055

Handfæri  

2

Glaður SU

679

Net

2

Birna SU

1.708

Handfæri/Lína

2

Öðlingur SU

14.251

Landbeitt lína

3

Arnar KE

17.095

Landbeitt lína

4

Anna GK

19.928

Landbeitt lína

4

Gísli Súrsson GK

32.435

vélbeitt lína

5

Páll Jónsson GK

51.830

vélbeitt lína

1

Kristín GK

69.999

vélbeitt lína

1

Papey

3.000

Eldislax

1

Samt

205.538

Björn Hafþór kjörinn formaður SSA

Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps var einróma kosinn formaður SSA á stjórnarfundi, sem haldinn var eftir aðalfund SSA, sem lauk laugard. 7. okt.

Mun þetta vera í fyrsta skipti sem að Djúpavogshreppi hlotnast sá heiður að hafa á formanni sambandsins að skipa.

hafþór small

Mynd og texti: AS

Hversu vel þekkirðu Helga G. svar

Bárust mörg svör og urðu niðurstöður á þenna hátt.

 

0% : Svar 1, Kynning á píputóbaki á vegum “Half and Half” verksmiðjunnar í Pittsburg í Bandaríkjunum.

55,56% : Svar 2, Smalamennska suður í Lóni m.a. með 2 þýzkum blómarósum á fimmtugsaldri.

44,44% : Svar 3, Hrútasýning á Raufarhöfn.

Rétt svar er liður 3 og sýnir það að ekki eru allir sem þekkja Helga Garðarsson nógu vel. Hann er gamall bóndi og hefur enn mikinn áhuga á búskap. M.a. er hann duglegur að hjálpa bændum við smalamennsku á haustin (hvort sem blómarósir eru með í för eður ei) og hollur ráðgjafi þeim, sem velja þurfa fé til undaneldis.

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna

 

24-30  sept

 

Skip/Bátur

Afli

veiðarfæri

Róðra fjöldi

Sigurvin SU

608

Net

2

Glaður SU

307

Net

1

Magga SU

727

Handfæri

2

Öðlingur SU

6.538

Landbeitt lína

2

Goði SU

588

Landbeitt lína

1

Arnar KE

1.972

Landbeitt lína

1

Anna GK

11.578

Landbeitt lína

3

Gísli Súrsson GK

26.624

vélbeitt lína

4

Jóhanna Gíslad ÍS

69.794

vélbeitt lína

1

Hrungnir GK

61.015

vélbeitt lína

2

Páll Jónsson GK

108.102

vélbeitt lína

2

Kristín GK

132.962

vélbeitt lína

2

Samt

419.173

Á ferð með Salar Islandica

Fréttaritari www.djupivogur.is gerðist laxeldismaður í örfáa klukkutíma og kynnti sér þau vinnubrögð sem menn nota við að koma laxi úr kvíum og í land.

BTÁ

hspace=0
Papey

hspace=0
Lagt á stað út úr höfninni

hspace=0

hspace=0
Emil, Steini og Eðvald spekinslegir á svip

hspace=0
Búlandstindur

hspace=0
Laxeldiskvíar

hspace=0
Undirbúningur í að flytja lax yfir í Papey

hspace=0
Arnór og Kristján

hspace=0
Brynjólfur(Billi) og Róbert

hspace=0
Állinn sem enginn veit hvaðan kom

hspace=0

hspace=0
Laxinn á iði

hspace=0

hspace=0
Billi tekur hraustlega á því

hspace=0
Grásleppur að fylgjast með.

hspace=0
Heima er best fyrir landkrabba

hspace=0
Hvalur í Berufirði

hspace=0

Djúpavogshreppur

Félagsleg íbúð á Djúpavogi, laus til umsóknar:

Staðsetning:          Byggð:     Herb.:   Stærð:      Laus (u.þ.b.):
Borgarland 38         1990          3         109,6        1. nóv. 2006

Umsóknarfrestur er til 19. okt. 2006.

Vakin er athygli á því, að eldri umsóknir þarf að endurnýja.

Upplýsingar og eyðublöð fást á skrifstofu Djúpavogshrepps.

Sveitarstjóri

Hversu vel þekkja menn þennan mann ...

Margir þekkja forstöðumann Þjónustumiðstöðvar Djúpavogshrepps, Helga Garðarsson: Hér sést hann að störfum fyrir sveitarfélagið, sem geta verið margvísleg og misjafnlega geðfelld. Hann ber sig þó vel (alla vega fyrir ljósmyndarann) enda vanur ýmsum störfum, bæði til sjós og lands.

Nú spyrjum við lesendur vora, hversu þeir þekkja Helga Garðarsson ............

Helgi harmar það þessa dagana að hafa ekki getað tekið þátt í einum af neðangreindum viðburðum í síðustu viku.

Þeir sem vilja taka þátt, sendi tp. á netfangið djupivogur@djupivogur.is og velji einn af neðangr. kostum:

Helgi Garðarsson nr. 1

Helgi Garðarsson nr. 2

Helgi Garðarsson nr. 3

Viðburður sá, sem um ræðir, var einn af þessum þremur;

1.                   Kynning á píputóbaki á vegum “Half and Half” verksmiðjunnar í Pittsburg í Bandaríkjunum.
2.                   Smalamennska suður í Lóni m.a. með 2 þýzkum blómarósum á fimmtugsaldri.
3.                   Hrútasýning á Raufarhöfn.

Helgi small

Ljósmynd: BTÁ / Texti: BHG

Starfsmann vantar

Auglýst er eftir starfsmanni í hálft stöðugildi á leikskólanum Bjarkatúni.  Starfið er á Krummadeild sem er yngri deild leikskólans og eru börnin frá 1-3 ára.  Æskilegt er að umsækjandi sé ekki með barn á deildinni.  Vinnutími er frá 8:00 til 12:00.  Starfshlutfall gæti aukist síðar meir eða breyst tímabundið eftir því hver fjöldi barna og vistunartími þeirra verður á leikskólanum.  Um framtíðarstarf er að ræða. 

Starfsmaðurinn þarf að geta hafið störf 15. október 2006 eða fyrr.

Menntunar- og hæfnikröfur:    Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun eða reynsla er áskilin    Hæfni og reynsla í stjórnun og skipulagningu og í mannlegum samskiptum    Sjálfstæð vinnubrögð, metnaður, ábyrgð og frumkvæði í starfi

Nánari upplýsingar eru að finna hjá Þórdísi í síma 478-8832 eða á leikskólanum.

Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á skrifstofu Djúpavogshrepps og á skrifstofu leikskólastjóra.  Umsóknum skal skilað inn á skrifstofu leikskólastjóra.

Umsóknarfrestur rennur út 11. október 2006.

Vegagerð á Öxi

Nú stendur yfir vinna við endurbætur á hinum fjölfarna vegi yfir Öxi. Einkum er verið að breyta veginum við svokallaðan Þrívörðuháls, en á honum hefur verið beygja upp á hvorki meira né minna en 180° og hefur hún verið mesti farartálminn. Framkæmdin er unnin af S.G. vélum á Djúpavogi og áætluð verklok eru 1. nóvember næstkomandi.

BTÁ

Öxi

Öxi
Ásgeir Ævar

Öxi

Öxi

Öxi

Öxi
Guðmundur

Öxi

Öxi
Séð niður að Þrívörðuháls.

Öxi

Öxi