Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna 17-23  sept

 

 

 

 

Skip/Bátur

Afli

veiðarfæri

Róðra fjöldi

Sigurvin SU

373

Net

1

Magga SU

340

Handfæri

1

Öðlingur SU

5.147

Landbeitt lína

2

Goði SU

1.119

Landbeitt lína

2

Anna GK

4.841

Landbeitt lína

2

Gísli Súrsson GK

22.660

vélbeitt lína

4

Jóhanna Gíslad ÍS

70.148

vélbeitt lína

1

Hrungnir GK

92.721

vélbeitt lína

2

Páll Jónsson GK

65.145

vélbeitt lína

1

Kristín GK

73.549vélbeitt lína

1

Samt

335.330

Byggðakvóti 2005/2006

Svohljóðandi bókun var gerð á fundi sveitarsstjórnar Djúpavogshrepps 18. september 2006:

"Umfjöllun varð um svonefndan byggðakvóta fiskveiðiárið 2005 – 2006 og nýtingu þess hluta (61 tonn), sem úthlutað var til Djúpavogs. Sveitarstjóra falið að taka saman upplýsingar um hvort og þá hvernig tókst til með þá byggðatengdu aðgerð, sem bæði reglur sveitarfélagsins og sjávarútvegsráðuneytisins miða að. Reiknað er með að birta upplýsingar vegna þessa á heimasíðu sveitarfélagsins."

Með því að ýta hér má sjá samantekt þá, er um ræðir.

Smábátahöfn

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna 2-9 sept

Skip/Bátur

Afli

veiðarfæri

Róðra fjöldi

Hælsvík GK

4.241

Landbeitt lína

1

Öðlingur SU

11.336

Landbeitt lína

1

Anna GK

6.581

Landbeitt lína

1

Tjálfi SU

5.423

Dragnót

2

Magga SU

1.689

Handfæri

3

Jóhanna Gíslad ÍS

73.302

vélbeitt lína

2

Hrungnir GK

60.982

vélbeitt lína

1

Páll Jónsson GK

115.018

vélbeitt lína

2

Kristín GK

128.575

vélbeitt lína

2

Samt

407.147

 

 

Landaður afli vikuna 10-16 sept

Skip/Bátur

Afli

veiðarfæri

Róðra fjöldi

Hælsvík GK

2.658

Landbeitt lína

1

Öðlingur SU

7.523

Landbeitt lína

1

Anna GK

6.474

Landbeitt lína

2

Gísli Súrsson GK

8.872

vélbeitt lína

2

Jóhanna Gíslad ÍS

51.924

vélbeitt lína

1

Hrungnir GK

47.716

vélbeitt lína

1

Páll Jónsson GK

46.524

vélbeitt lína

1

Kristín GK

81.438

vélbeitt lína

1

Ágúst  GK

61.033

vélbeitt lína

1

Valdimar GK

58.918

vélbeitt lína

1

Tómas Þorvaldsson GK

46.770

vélbeitt lína

1

Samt

419.850

Forvarnardagurinn

Dagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands og er dagskráin hugsuð fyrir 9. bekkinga.  Óskað er eftir virkri þátttöku þeirra í umræðu um fíkniefni og forvarnir.  Nemendur vinna ákveðin verkefni í kennslustundum og skila niðurstöðum inn á sameiginlega heimasíðu verkefnisins.

Nú þegar er forvarnardagurinn orðinn sýnilegur í íslenskum fjölmiðlum og munu auglýsingar og slagorð verða enn meira áberandi eftir því sem líður á vikuna.  Nk. fimmtudagskvöld eru foreldrar/forráðamenn hvattir til þess að setjast niður með unglingunum sínum og horfa á Kastljósið en þar mun umræðan ná hámarki.

Bókabindarar

Á fundi sveitarstjórnar Djúpavogshrepps 18. sept. 2006 var m.a. gerð svohljóðandi bókun:

Sveitarstjóri minnti á hið óeigingjarna starf, sem Guðmundur Björnsson frá Múla, hefur verið að vinna fyrir Bókasafn Djúpavogshrepps, nú seinast fyrir nokkrum dögum. M.a. hefur hann undanfarin ár dvalið hér í lengri eða skemmri tíma og gefið safninu mikinn fjölda gamalla bóka og rita, sem hann hefur keypt og bundið inn sjálfur, án þess að sveitarfélagið hafi þurft að kosta neinu til.

Sömuleiðis hefur Theódór Ingólfsson, ættaður úr Papey, á undanförnum árum lagt safninu margt gott til og m. a. komið hingað til að binda inn bækur líkt og Guðmundur. Sveitarstjórn þakkar þeim Guðmundi og Theódór framlag þeirra til menningarmála í byggðarlaginu.

(Því miður er ekki til mynd af Theódór í fórum sveitarfélagsins, en hins vegar birtum við hér mynd af Guðmundi að störfum).

BHG / Ljósmynd BHG

Bókabindarar small

Foreldrasamstarf

Nú er búið að setja inn nýja tengil á síðuna.  Hann heitir "Foreldrar" og er hugsunin sú að setja þar inn ýmislegt sem tengist samstarfi foreldra / forráðamanna og starfsmanna skólans.  Eins og annað hér á síðunni er hann enn í vinnslu en nú þegar má finna Lög Foreldrafélags Grunnskóla Djúpavogs og upplýsingar um það sem eru í stjórn foreldrafélagsins. 

Minnt er á að aðalfundur foreldrafélagsins verður fljótlega og er mikilvægt að nemendur skólans eigi fulltrúa sinn á þeim fundi.  Fundarboð verður sent út síðar.

Ruslahreinsun

Í morgun, fimmtudaginn 21. september fórum við í 1. og 2. bekk út að hreinsa rusl í kringum skólann.  Allir voru með plastpoka og tíndum við allt rusl sem við sáum. Við fundum:  Safafernur, bjórdós, gosflöskur, fullt af nammibréfum, glerbrot, nagla, spítur, einangrunarplast, plaströr, (úr safafernum) nagla, sígarettustubba, rafmagnsrör, spotta, sleikjópinna pappír (alls konar) plastpoka, gúmmí, rafmagnsrör, tyggjóklessur. Þetta virðist vera all nokkuð en okkur kom þó saman um að þetta væri miklu minna en oft áður, svo vonandi verður bara ekkert rusl þegar næsti bekkur fer út að hreinsa. Það að ruslið er svona miklu minna en áður segir okkur vonandi þá sögu að allir eru farnir að passa betur að henda ekki frá sér rusli, þannig að það fjúki út um allt.  ÞJ

Ofurbörn

Þrátt fyrir að veðrið hefði getað verið aðeins betra þá lögðu börnin af stað kl. 8:10 í morgun.  Nemendur 1. - 2. bekkjar hlupu 2,5 km, nemendur 3. - 5. bekkjar máttu velja um að hlaupa 2,5 eða 5 km og nemendur 6. - 10. bekkjar máttu velja um að hlaupa 5 eða 10 km.

Aðeins vantaði 2 nemendur í skólann í morgun en allir hinir tóku þátt þannig að um 100% þátttöku var að ræða.  Samtals hlupu börnin 235 km, eða að meðaltali 5,6 km hvert.  Athygli vekur að allir nemendur 9. bekkjar hlupu, eða gengu, 10 kílómetra.  Nemendur 6. bekkjar koma næstir með meðaltalsvegalengdina 9 km.

Á myndasíðunni má sjá nokkrar myndir frá upphafi hlaupsins. 

HDH

Fyrsta heimsóknin í grunnskólann

Elstu nemendur leikskólans fóru í sína fyrstu heimsókn í grunnskólann nú á dögunum.  Farið var um morguninn og þegar við mættum á svæðið voru nemendur grunnskólans í frímínútum. Áður en farið var á leiksvæðið, stoppuðum við í smá stund og var þeim sagt að nú væru allir í frímínútum og þá mættu þau leika sér á leiksvæðinu.  Síðan myndi bjalla hringja og þá yrðu allir að hlaupa inn.  Börnin meðtóku þetta og haldið var á leiksvæðið.  Ekki leist þeim nú ofvel á þetta og ríghéldu þau í mig og horfuð á þessa stóru krakkka sem voru að leika sér í leiktækjunum.  En áður en langt um leið hringdi svo bjallan og kom þá þessi skelfingarsvipur á börnin sem greinilega vissu ekki hvað á sig stóð veðrið.  Nemendur grunnskólans þustu af stað og við löbbuðum rólega í sömu átt en ríghéldum í kennarann okkar.  Þegar komið var að andyri grunnskólans voru nemendurnir komnir í röð og gerðum við slíkt hið sama.  Þórunnborg kennari 1. og 2. bekkjar tók á móti okkur.  Þegar við vorum búin að kynna okkur fyrir Þórunnborgu fórum við inn og klæddum okkur úr útifötunum.  Síðan var haldið inn í stofu hjá 1. og 2. bekk.  Þar voru borð og stólar fyrir okkur.  Dóra skólastjóri kom til okkar og heilsaði upp á okkur og bauð okkur velkomin í grunnskólann.  Eftir það fórum við að skoða skólann í fylgd 1. bekkjar en 2. bekkur fékk að fljóta með.  Við byrjuðum á að skoða vinnustofu kennara og þar hittum við Erlu heimilisfræðikennara, Kristrúnu og Unni.  Við sáum kennarastofuna og kíktum inn á skrifstofu skólastjórans.  Þá næst fórum við fram á ganginn og sáum skápa sem eldri nemendur grunnskólans hafa fyrir dótið sitt.  Fyrsta stofan sem við skoðuðum var tölvustofan og þar voru sko 13 tölvur og sögðu krakkarnir okkur að þau mættu fara í allskonar leiki í tölvutímum.  Í næstu stofu voru engir krakkar en líklegast voru þau í íþróttatíma.  Þá skoðuðum við sérkennslustofuna og sagði Þórunnborg okkur að oft kæmi fullorðið fólk hingað til að taka próf og þá væri það í þessari stofu.  Þá fórum við í næstu stofu þar sem var tónmenntakennsla í gangi hjá nokkrum nemendum í 5. bekk.  Þau fóru með þulu fyrir okkur og klöppuðu með en svo tók Svavar upp gítarinn og sungum við tvö lög með þeim.  Þá var haldið inn í myndmenntastofuna þar sem við sáum ýmis listaverk eftir krakkanna í grunnskólanum og alls konar dót sem þau nota til þessa.  Þá fórum við í næstu stofa þar sem Lilja var að kenna nemendum 6. bekkjar um eldfjöll.  Hún náði í víðsjá og leyfði okkur að skoða stein frá Íslandi og skel eða stein frá Namibíu.  Okkur fannst þetta mjög merkilegt.  Þegar við vorum búin að skoða í víðsjánni fengum við að sjá líkan af auga og beinagrind sem heitir Gauti.  Þá héldum við í næstu stofu þar sem 9. og 10. bekkur voru að læra stærðfræði.  Dóra var að kenna þeim og sagði okkur að þau væru að læra pýþagorasarregluna sem við vissum ekkert hvað væri en við lærum það seinna.  Teknar voru myndir af okkur með 9. og 10. bekk í tröppunum og hægt er að sjá þær í myndaalbúmi leikskólans.  Síðasta stofan sem við kíktum í var stofan hjá 3. og 4. bekk en þau voru í lestri hjá Gesti. 

Þá klæddum við okkur í stígvélin og regnjakkanna því okkur langaði svo að sjá smíðastofuna og heimilsfræðistofuna og þangað þurftum við að ganga.  Í smíðastofunni var mikið af smíðadóti og hættulegum vélum eins og sagir og pússvél.  Þá fórum við í Heimilisfræðistofuna en þar læra krakkarnir að elda og setja í þvottavél.  Nú var yfirferðinni lokið og komið að frímínútum aftur.  Við fengum að vera með í frímínútum og vorum heldur betur brattari en í byrjun.  Þar sem við prófuðum öll leiktækin og fórum á sparkvöllin þar sem krakkarnir voru í fótbolta.  Þegar bjallan hringdi vissum við alveg hvað væri að gerast og hlupum beint til kennarans.  Við þökkuðum fyrir okkur og héldum svo á leið í leikskólann.

Þegar þangað var komið voru allir úti að leika sér þannig að við fórum bara inn enda hádegismaturinn alvega að koma.  Settumst við niður og ræddum saman um þessa heimsókn. 

Það sem okkur fannst skemmtilegast í grunnskólanum:

Davíð Örn: Að skoða beinagrindur.

Fanný Dröfn: Sjá Guðmundu, leika við hana úti, gaman að skoða dótið og skoða steininn í víðsjánni.

Ómar Freyr: Leika mér og fara í fótbolta.

Ísak: Mjög skemmtilegt að vega salt.

Það sem okkur fannst skrítnast í grunnskólanum:

Ísak: Rólunar voru svo nálægt.

Fanný Dröfn: Hvað ég fór mjög hátt í rólunum samt er ég 5. ára.

Ómar Freyr: Þurfa að ganga, hér, í smíðastofuna.

Davíð Örn: Að Anton gæti rólað svona hátt upp á skólaþak.

Fanný Dröfn: Skrítið að það var dót í grunnskólanum og maður mátti leika sér þar.

Þegar bjallan hringdi fannst Davíð Erni vera hávaði.  Þau urðu sko ekkert hrædd nema Fanný hún varð hrædd.

Hvað gerir maður í grunnskóla?

Læra, Stærðfræði, Prjóna, Sauma, elda, um beinagrindur og líkamann.

Hvað gerir maður í leikskóla?

Leikur sér, læra um það sem má og má ekki, læra að þegja, læra að vera vinir, læra að vera góð hvert við annað, fara í leiki, læra að þvo sér, læra að taka bara 1. bréf (þegar maður er búinn að þvo sér), púsla, tala einn í einu, rétta upp hönd þegar maður þarf að tala.

Í myndaalbúmi leikskólans (myndir) má sjá myndir af heimsókninni.

Þ.S.

Í berjamó

Um morguninn var farið upp á klettanna fyrir ofan Hammersminni og leituð börin að berjum, ekki var um mikið af berjum að finna svo úr varð hin ágætis gönguferð yfir klettanna og komum við niður hjá tjaldstæðinu.  Þá var gengið áleiðis í leikskólann en komið við á leikvelli gamla leikskólans.  Þar stoppuðum við aðeins og farið var í nokkra leiki.  Síðan fengu börnin sér sæti á gömlum slóðum eða í brekkunni og fengu íspinna.  Hann var borðaður með bestu lyst.  Það fóru nú reyndar ekki öll börnin í gönguferðina þar sem þau allra yngstu urðu eftir og léku sér á lóðinni, þau fengu samt sem áður ís þó svo að engin gönguferð hafi verið farin. 

Eftir hádegið þegar Krummadeild svaf ákváðu börnin á Kríudeild að leita að berjum á klettunum við lóð leikskólans.  Og viti menn þar var alveg krökkt af berjum og týndu mörg þeirra ber í poka of höfðu með sér heim. 

Í berjamó2

Í berjamó6

Í berjamó19

Haustganga

Við gengum sem leið lá út að Breiðavogi og þaðan fórum við út á flugvöll.  Eins og lög gera ráð fyrir var mikið fjör á leiðinni og fórum við í tvo leiki:  "Að hlaupa í skarðið" og "Boðhlaup."  Keppnisskapið er aldrei langt undan og lögðu menn allt í sölurnar.  Á heimleiðinni þurftu nokkrir að kæla sig niður eftir átökin og gengu menn svo langt að stinga sér til sunds.  Hér til hliðar, í myndasíðunni, er búið að setja inn margar myndir.

Tilkynning frá Hótel Framtíð

Sumar, vetur, vor og haust...

Breyttar reglur um opnunar tíma á Hótel Framtíð.

1)  Sjá auglýsingar í gestamóttöku á Hótel Framtíð.

2)  Barnum á Hótel Framtíð er lokað um helgar ef ekki eru komnir gestir fyrir kl.00:00 athugið var áður 01:00

3)  Við verðum ekki með opið öll föstudagskvöld og laugardagskvöld á barnum næstu mánuði.

4)  Við lokum vissa daga frá kl.14:00 til 17:00

5)  Munið að panta salinn fyrir fundi og aðrar uppákomur.                                                                                                                                                                                                     

Kæru Djúpavogsbúar athugið að eldhúsinu okkar lokar kl.20:30 frá 1 sept til 31 maí                     

Munið borðapantanir.......

Þórir Stefánsson, hótelstjóri.

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna 27. ágúst til 2. september.

Skip/Bátur

Afli

veiðarfæri

Róðra fjöldi

Hælsvík GK

3.178

Landbeitt lína

1

Öðlingur SU

9.310

Landbeitt lína

3

Goði SU

721

Landbeitt lína

1

Tjálfi SU

1.400

Dragnót

1

Sigurvin SU

562

Net

2

Glaður SU

842

Net

1

Magga SU

3.004

Handfæri

3

Emilý SU

3.377

Handfæri

2

Guðný SU

3.933

Handfæri

3

Már SU

2.001

Handfæri

3

Jóhanna Gíslad ÍS

72.391

vélbeitt lína

1

Hrungnir GK

63.452

vélbeitt lína

1

Sighvatur GK

77.256

vélbeitt lína

1

Kristín GK

63.783

vélbeitt lína

1

Samt

305.210

 

 

höfn_small

Skúta með heimahöfn á Djúpavogi

Í gær bættist nýr bátur við flota Djúpavogs. Að þessu sinni er um skútu að ræða og eru eigendur hennar Jón og Emil Karlssynir ásamt Kára Valtingojer.  Skútan er smíðuð 1985 að sænskri fyrirmynd.
Við óskum þeim félögum til hamingju með bátinn sem hefur hlotið nafnið Strýta.

Langabúð engri lík

Laugardagskvöldið 2 sept. (annað kvöld) verður hauststemming í Löngubúð, en þar mun Kristján Ingimarsson spila og syngja fyrir gesti og gangandi frá kl: 21:00 - 23:30.
Hér er tilvalið tækifæri á ferðinni til að koma saman í lok sumars og eiga góða stund .
                                                                                                                                                                                                         Langabúð engri lík