Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Gengið á Búlandstind

Laugardaginn 22.júlí gekk undirritaður á Búlandstind (1069.m) í blíðskaparveðri. 
 Ferðin var farin í þeim tilgangi að ná góðum ljósmyndum á fjallinu mikla.  Upphaf göngunnar á tindinn var frá mynni Búlandsdals, nánar tiltekið við sumarbústaðinn, en það er frekar óhefðbundin leið. Síðan lá leiðin upp eggjar að  Goðaborg þar sem göngugarpurinn hvíldi lúinn bein.  Veðrið batnaði sífellt, vindinn lægði og þokuslæðingurinn sem til þessa hafði leikið við  hlíðar fjallsins var nú allur á bak og burt.   Áfram var haldið eftir hæfilega hvíld og varð útsýnið stórfenglegra eftir því sem ofar dró og takmarkið nálgaðist.  Þegar á tindinn var loks komið voru liðnar 5 kl  frá því lagt var af stað frá rótum fjallsins. Á leiðinni voru teknar margar ágætar myndir og komst undirritaður að því að það er fyllilega þess virði að ganga þessa leið á tindinn. Goðaborgin er t.d. mjög  sérstök,  þar sem að m.a. litlir stuðlar mynda þar reglulega munstraðar flatir, rétt eins og steinunum hafi verið raðað  þar af fagmönnum í hellulögn.  Þegar á tindinn var komið gleymdist þreyta og skrælnaðar kverkar og undirritaður naut þess að renna augunum yfir sjóndeildarhringinn með myndavélina að vopni.
Þarna mátti m.a. sjá allt Snæfellið bera sig,  þá mátti einnig sjá Hofsjökul og Þrándarjökul svo og fjallgarðana hvern af öðrum langt í austur og síðast en ekki síst þá var útsýnið út yfir Búlandsnesið, eyjarnar og suður með sandrifum Álftafjarðar stórkostlegt.  Á Búlandstindinum sjálfum er varða og í henni miðri er mikill stálfleygur sem hefur verið rekinn í bergið, greinilega til vitnis um að þar skuli hinn eiginlegi tindur vera.
Undirritaður stoppaði um 3 kl á toppinum og varð m.a. vitni að því að tilkomumikinn skugga lagði frá Búlandstindi út á Berufjörðinn sem að stækkaði meir eftir því sem að sólinn lækkaði á lofti.
Eftir stórkostlega göngferð á Búlandstind var gengið  með Stórskriðugilinu niður í Búlandsdal og var göngugarpurinn þeirri stund fegnastur þegar hann gekk fram á  ískalda lind þar sem allt vökvatapið var bætt upp.  Á leiðinni niður voru teknar nokkrar myndir og var þeirri síðustu smellt af við litla fossinn við brúna sem liggur yfir vatnsveitustífluna.  Þar með lauk þessari ánægjulegu göngferð á Búlandstindinn.  Sjón er sögu ríkari.  AS

Neistafréttir

Í sumar hefur UMF Neisti sem áður haldið úti kröftugu starfi fyrir yngri kynslóðina. Mætingar á æfingar hafa verið góðar og mikill áhugi hjá börnunum en um 20 krakkar hafa að meðaltali mætt á frjálsíþrótta - og fótboltaæfingar í sumar en aðeins færri í sundið.  Nú er Sumarhátíð UÍA um helgina og munu Neistakrakkarnir örugglega standa sig vel þar eins og áður. Eftir sumarhátíðna verður svo smá sumarfrí frá æfingum hjá Neista, en æfingar byrja hinsvegar aftur þann 9. ágúst og verður æft stíft fram að Neistadeginum sem stefnt er á að halda 20. ágúst (ath. ekki endanleg dagsetning). 

Þjálfarar í fótboltanum hjá Neista í sumar eru þeir Anton Stefánsson og Jóhann Atli Hafliðason einnig þjálfar Jóhann frjálsar ásamt Ólöf Rún Stefánsdóttir. Guðmunda Bára Emilsdóttir hefur séð um að þjálfa í sundinu, þá sá Bryndís Reynisdóttir um leikjanámskeið fyrir börn á leikskólaaldri.

                                                                          Áfram Neisti

n 1 n2 n3 n4

n5  n7

Nikulásarmót

Um seinustu helgi fór 7. flokkur í knattspyrnu norður á Ólafsfjörð á Nikulásarmót.  Þeir sem fóru voru í hópnum voru Óliver, Ragnar, Bjarni Tristan, Guðjón, Bjartur, Friðrik, Anton og Bergsveinn.  Þjálfarar fór líka með og þeir voru/eru Anton og Jóhann Atli.  Gengi Neistaliðsins var virkilega gott, unnu þeir alla leikina sína og þar með unnu þeir C-Riðilinn.  Markatalan hjá þeim var rosaleg, hún var 47 mörk á móti 3 á okkur. 

Nikulásarmót


Talið er að nýju búningarnir hafi fært liðinu mikla lukku enda eins og sjá má á myndunum eru þessir nýju búningar glæsilegir í alla staði.  Þeir eru alveg eins og búningarnir hjá meistaraflokk Neista.

Ragnar og Anton voru aðalmennirnir í vörninni, fyrir aftan þá var hann Óliver sem varði mjög vel flest öll skotin sem hann fékk á sig.  Guðjón, Bjartur, Friðrik voru yfirleitt á miðjunni og voru virkilega duglegir bæði fram á við og í vörinni.  Bergsveinn var nú eiginlega um allann völlinn að hlaupa og það var þvílík barátta í honum.  Síðan var Bjarni Tristan frammi og átti stórleik á þessu móti, var aðal markaskorarinn okkar.Fengum myndir frá www.nikulas.is

Nikulásarmót

Markaskorarar Neista
Bjarni Tristan 26
Guðjón Rafn 10
Bergsveinn Ás 5
Bjartur 4

Leikirnir sem við spiluðum voru:
Neisti 5 - 0 Tindastóll
Leiftur 0 - 17 Neisti
Afturelding 1 - 7 Neisti
Neisti 5 - 1 KA 2
Neisti 5 - 0 Samherji
Neisti 8 - 1 KA 1

Nikulásarmót

Anton Stefánsson

Skólaakstur í Djúpavogshreppi

Djúpivogur lógó

Djúpavogshreppur óskar hér með eftir tilboðum í skólaakstur í sveitarfélaginu frá upphafi skólaárs 2006 til loka skólaárs 2010, sbr. ákvæði í tilboðsgögnum.

Boðnar eru út tvær akstursleiðir, hvor um sig eða þær báðar saman; þ.e. sunnan úr Álftafirði í Grunnskóla Djúpavogs annars vegar og frá  Berufjarðarströnd í Grunnskóla Djúpavogs hins vegar.

Tilboðum skal skilað á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en kl. 14:00 mánud. 14. ágúst 2006, en þá og þar verða tilboð opnuð. Tilboð, sem berast í pósti, skulu þannig merkt:

Skólaakstur í Djúpavogshreppi 2006 – 2010  TILBOÐ.

Tilboðsgögn verða afhent á skrifstofu sveitarfélagsins frá 24. júlí 2006.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða að hafna þeim öllum.

Sveitarstjóri

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna 9-15 júlí Skip/Bátur Afli veiðarfæri Róðra fjöldi Hælsvík GK 2.644 Landbeitt lína 1 Öðlingur SU 7.883 Landbeitt lína 3 Emilý SU 1.123 Handfæri/Lína 2 Már SU 2.514 Handfæri 1 Tjálfi SU 4.020 Dragnót 3 Silla SU 714 Handfæri 1 Glaður SU 620 Net 2 Guðný SU 1.099 Handfæri 2 Magga SU 1.383 Handfæri 2 Eyrarberg GK 3.344 Vélbeitt lína 1                 Samt 25.344

Mikið að gera hjá Vísi hf.

Menn eru bjartsýnir hjá Vísi hf. Nú er verið að pakka saltflökum, bæði þorsk og keilu, og vinna þessa stundina um 30 manns hjá Vísi hf. Þar á bæ eru menn búnir að fjárfesta mikið og ekki hættir. Eftir samtal mitt við Ómar Enoksson verkstjóra í Vísi hf. Djúpavogi þá heyrist mér að það sé mikill hugur í mönnum. Fyritækið áformar að auka starfsfólk sitt um 30 manns en að jafnaði hafa verið um 40 starfsmenn í vinnslunni hér. Þar af leiðandi er verið að tala um að fjölga starfsmannafjölda upp í 70. Bolfiskvinnsla Visis hf. á eftir að aukast og verður mikið að gera hjá þeim í haust þegar nánast allur floti þeirra verður væntanlega úti fyrir Austfjörðum. Auk vinnslu á bolfisk sér Vísir hf. einnig um að slátra eldislaxi fyrir Salar Islandica og kallar það á u.þ.b. 15 störf þá daga vikunnar (allt upp í 4), sem slátrað er. Núna standa yfir endurbætur í aðalvinnsluhúsi Vísis hf. og munu þær verða afstaðnar um lok mánaðarins. Af framansögðu má sjá að það virðist vera björt framtíð hjá Visi hf. á Djúpavogi.

BTÁ

 

 

Vísir
Nökkvi snöggur að flaka.

Vísir
Gunnar einbeittur á svip.

Vísir
Natan setur upp myndavéla svipinn.

Vísir
Ómar verkstjóri í þrifunum.

Vísir
Sigurjón að brýna.

Vísir
Þær eru glaðar á línunni.

Vísir
Soran á flökunarvélinni.

Vísir
Hannes ánægður á hausaranum.

Vísir
Kristján stillir sér upp.

Vísir
Skúli á fleygiferð á lyftaranum.

Vísir
Hjalti að setja flök í pækil.

Vísir
Verið að salta niður.

Vísir
Saltfiskurinn snyrtur.

Vísir
Unnið við að pakka saltfiski.

Vísir
Saltfiskurinn metinn.

Vísir
Matti og Vinko að salta niður.

Vísir
Gunnar og Guðni að spá í málin.

Neisti - Höttur

Neisti mætir Hetti, sem sumir vilja kalla Neista B, á Djúpavogsvelli í kvöld kl: 20:00. Anton var í óða önn að merkja völlinn þegar myndatökumaður www.djupivogur.is mætti á svæðið. Við hvetjum alla til að mæta og styðja sitt lið.

BTÁ

Neisti

Neista skúrinn víðfrægi.

Neisti

Anton "framkvæmdarstjóri" að merkja völlinn.

Neisti

Hann er fallegur völlurinn hjá honum Antoni.

Fjöruferð

Í morgun fóru leikskólabörnin í fjöruferð enda háfjara og veðrið yndislegt.  Börnin grömsuðu í fjöruborðinu og fundu ýmislegt sem var sett í poka og tekið með í leikskólann. 

 

Fleiri myndir úr fjöruferð eru undir myndir

AFSÖKUNARBEIÐNI FRÁ UMF. NEISTA.

Laugardaginn 8. júlí 2006 var háður á Djúpavogi leikur í 3 deild, D-riðli þar sem Neisti og Dalvík/Reynir mættust.

Í hálfleik og síðari hluta leiksins kom í ljós greinileg misklíð milli einstakra leikmanna Neista og því miður sýndu nokkrir leikmenn liðsins óíþróttamannslega framkomu gagnvart öðrum liðsmönnum og félaginu í heild.

Leikmenn meistaraflokks Umf. Neista hafa sýnt þann þroska að fara sameiginlega yfir það sem miður fór og eru reiðubúnir til að mæta samstilltir til leiks á ný. Bæði þeir og forsvarsmenn félagsins biðja áhorfendur og stuðningsmenn afsökunar á því sem miður fór og lýsa jafnframt vilja til að láta atburð eins og þann, sem um ræðir, ekki endurtaka sig.

Að lokum viljum við láta koma skýrt fram að við gerum okkur allir grein fyrir uppeldislegu gildi starfs félagsins og erum þakklátir fyrir þann stuðning sem velunnarar og félagsmenn sýna því.

Djúpavogi 11. júlí 2006;

Leikmenn meistaraflokks og forsvarsmenn UMF. NEISTA

Þeir fiska sem róa

Skip/Bátur Afli veiðarfæri Róðra fjöldi Hælsvík GK 16.857 Landbeitt lína 3 Öðlingur SU 13.738 Landbeitt lína 3 Emilý SU 2.752 Handfæri/Lína 4 Már SU 6.423 Handfæri 4 Tjálfi SU 4.200 Dragnót 2 Silla SU 93 Handfæri 1 Guðný SU 980 Handfæri 1 Magga SU 1.753 Handfæri 2 Auður Vésteinsdóttir GK 6.266 Vélbeitt lína 1 Eyrarberg GK 12.105 Vélbeitt lína 3                 Samt 65.167

Við leikskólann

Í dag var verið að setja tré, blóm og steina í blómabeð leikskólans og sáu Íris, Gunnar og Ellen Rut um verkið. 

 hrepparar að störfum1

Við inngang leikskólans

hrepparar að störfum2

Við leiksvæðið

hrepparar að störfum3

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna 25. júní - 1. júlí

Skip/Bátur Afli veiðarfæri Róðra fjöldi Hælsvík GK 4.131 Landbeitt lína 2 Anna GK 3.045 Landbeitt lína 1 Öðlingur SU 11.363 Landbeitt lína 4 Emilý SU 1.580 Handfæri/Lína 3 Már SU 1.337 Handfæri 3 Glaður 229 Handfæri 1 Tjálfi SU 1.583 Dragnót 1 Silla SU 1.003 Handfæri 2 Magga SU 53 Handfæri 1 Auður Vésteinsdóttir 5.462 Vélbeitt lína 1                         Samt 29.786

Oddvitinn í veiðitúr

Oddvitinn er fiskinn (bæði á atkvæði og ýmsa aðra sakleysinga). Nýkjörinn oddviti Djúpavogshrepps lét sveitarstjórann bjóða sér í veiðitúr í Hofsá hina mestu (í Álftafirði) að loknum fyrsta fundi sveitarstjórnar 6. júlí. Var “sláttur”  á veiðimönnunum rétt eins og “Gamla góða Villa”, einkum þó oddvitanum. Tókst honum að slíta upp tvö bleikjuseiði og krafðist myndatöku, jafnframt því sem hann tók myndir af árangurslausum veiðitilraunum sveitarstjórans.

BHG

Litlar
Hinn mikli veiðimaður með fyrstu fiska ársins.

Litlar
Sá fisknari.

Litlar
Sumir verða ekki varir.

Neisti - Dalvík/Reynir

Laudagardaginn 8 Júlí klukkan 16:00 tekur Neisti á móti liði að norðan sem heitir Dalvík/Reynir.  Hvetjum alla til að mæta á völlinn og hvetja sína menn áfram.  Á staðnum verða léttar veitingar til sölu.

Gaman í rigningu

Þessar ungu dömur á leikskólanum aðstoða kannski einhverja til að rifja upp hvað það getur verið gaman að drullumalla þó fæstir hafi kannski gengið eins langt og þær.  Eydís Una og Fanný Dröfn skemmtu sér alla vega konunglega við að drullumalla á meðan aðrar voru aðeins snyrtilegri við drullumallið.  En rigningunni var fagnað þegar hún loksins kom.

Úti í rigningu 07061

Úti í rigningu 07062

Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Djúpavogshreppi

Endanleg úrslit 3 : 2 “eftir framlengingu”.

Kveðinn var upp úrskurður í félagsmálaráðuneytinu 4. júlí 2006  vegna kæru forsvarsmanna N-listans á úrskurði frá 14. júní 2006, sem kjörnefnd, skipuð af Sýslumanninum á Eskifirði, kvað upp. Forsaga málsins er sú að skv. úrskurði kjörstjórnar Djúpavogshrepps að kveldi 27. maí s.l. fékk N-listinn 164 atkvæði og 4 menn kjörna (að undangengnu hlutkesti), en L-listinn 82 atkvæði og 1 mann kjörinn. Glöggir menn munu sjá af þessum tölum að jafn mörg atkvæði voru að baki 4. manns N-lista og 2. manns L-lista og af þeim sökum þurfti að grípa til þess ráðs að varpa hlutkesti.

Forsvarsmenn L-listans kærðu síðar þennan úrskurð og fór málið í ferli, sem lög um kosningar gera ráð fyrir og vísað til sérstakrar kjörnefndar, skipaðri af Sýslumanni. Úrskurður hennar var á þann veg að nokkur atkvæði (5 talsins), sem kjörstjórn hafði úrskurðað ógild, skyldu talin gild og atkvæðatölur listanna yrðu sem hér greinir:

N-listi 165 atkvæði og 3 menn kjörnir.

L-listi 86 atkvæði og 2 menn kjörnir.

Framangreindan úrskurð kjörnefndarinnar kærðu forsvarsmenn N-listans til félagsmálaráðuneytisins.

Í niðurstöðu ráðuneytisins frá 4. júlí s.l. eru svohljóðandi úrskurðarorð:

“Fallist er á niðurstöðu kjörnefndar frá 14. júní 2006 um að fimm atkvæði, sem kjörstjórn í Djúpavogshreppi úrskurðaði ógild, skuli vera gild. Kjörstjórn í Djúpavogshreppi skal koma saman eins fljótt og auðið er og tilkynni sveitarstjórn um úrslit kosninganna í samræmi við úrskurð þennan”.

Vegna kærumeðferða, fyrst í kjörnefnd og síðar í ráðuneytinu, hefur sveitarstjórn ekki enn verið kvödd til fundar, þrátt fyrir ákvæði í sveitarstjórnarlögum um að hún skyldi koma saman eigi síðar en 26. júní (15 15 dögum) eftir kjördag. Hún hefur nú verið boðuð til fundar fimmtudaginn 6. júlí. Á þeim fundi fer m.a. fram kjör oddvita og varaoddvita. Einnig fer fram fyrri umræða um breytingu á samþykktum um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps.

Í nýkjörinni sveitarstjórn Djúpavogshrepps sitja:

Af N-lista:
Andrés Skúlason, Albert Jensson og Tryggvi Gunnlaugsson. (Fyrsti varamaður er Sigurður Ágúst Jónsson).

Af L-lista:
Guðmundur Valur Gunnarsson og Brynjólfur Einarsson. (Fyrsti varamaður er Særún Björg Jónsdóttir). 

Nýkjörin sveitarstjórn er hér með boðin velkomin til starfa.

BHG.

Söngfuglar að sunnan í Djúpavogskirkju

Söngfuglarnir Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Bergþór Pálsson ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðlusnillingi og Kjartani Valdemarssyni píanóleikara halda söngskemmtun í Djúpavogskirkju laugardaginn 29. júlí nk.

Dagskrá tónleikanna verður fjölbreytt og víst er að glatt verður á hjalla. Segja má að uppistaðan sé frönsk kaffihúsatónlist, m.a. ódauðlegar perlur Edith Piaf, auk velþekktra íslenskra sönglaga. Þess verður minnst að 250 ár eru liðin frá fæðingu Mozarts og síðast en ekki síst verða flutt nokkur lög úr fyrsta íslenska söngleiknum, Skrúðsbóndanum eftir Björgvin Guðmundsson.

tónleikar small

Beitt með gamla laginu

Þó iðnbyltingin sé löngu komin og vélar byrjaðar að gera störfin okkar þá eru þeir ennþá til sem beita með gamla laginu. Hér má sjá starfsmenn Ósnes og Festi við beitningu.

small

 

small

 

small

 

small

 

small

 

small

 

small

Leikjanámskeið

UMF.Neisti stendur nú fyrir sérstöku leikjanámskeiði þar sem að m.a. börn á leikskólaaldri taka þátt. Það er Bryndís Reynisdóttir sem að stýrir leikjanámskeiðinu sem að hefur vakið mikla lukku meðal krakkana.  Meðfylgjandi myndir voru teknar á leikjanámskeiðinu á sparkvellinum síðastliðinn föstudag. AS