Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Vandamál með djúpivogur.is

Margir hafa lent í því að sjá ekki myndirnar úr fréttinni "Í blíðunni". Ástaðan fyrir þessu er að Internet Explorer vafrarinn hleður síðuna inn í minni hjá sér og tekur það hann oft langan tíma að uppfæra síðuna aftur eftir að það er búið að laga villuna. Hægt er að þvinga Internet Explorer til að uppfæra síðuna með því að halda niðri CTRL og ýta á F5. En þeir sem nota Firefox vafrann eru ekki að lenda í þessu vandamáli.

Hér niðri hægra meginn er kominn nýr liður sem heitir Djúpivogur.is leiðbeiningar. Þar eru gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem eru að skoða síðuna.

Ýmsir starfsmenn hreppsins að störfum

Sumarstörfin bjóða upp á mikla fjölbreytni og gefur starfsfólki sveitarfélagsins tækifæri til að laga það sem þarf. Einnig má sjá nýstárlegar aðferðir við að vökva stór svæði. Hér má sjá nokkrar myndir frá liðinni viku.

sumarvinna
Verið að finna rétta kraftinn.

Slysavarnaskóli sjómanna

Slysavarnaskóli sjómanna var haldinn hérna dagana 26. - 27. júní á vegum slysavarna- og björgunarsveitarinnar Báru. Mætt á svæðið var skipið Sæbjörg og var námskeið haldið í því. Fyrri dagurinn fór í námskeið fyrir trillusjómenn en seinni daginn var upprifjun fyrir þá sem höfðu tekið stóra námskeiðið. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá seinni deginum.

litlar
Reynir og Ægir

 

litlar
Útskýringar frá leiðbeinendum hvern skal fara með slönguna.

 

litlar
Reynt við eldinn.

 

litlar
Leiðbeindinn sýnir þeim hvernig á að nota slönguna til að verja sig gegn eldinum

 

litlar
Seinni hópurinn.

Í blíðunni

Þegar svo átti að fara inn til að borða síðdegishressinguna var brugðið á það ráð að flytja hana bara út.  Venjulega fá börnin brauð með áleggi og ávaxtabiti á eftir en vegna þess hve gott veðrið var fengu þau eplasafa eða vatn að drekka, ávaxta- eða grænmetisbita, ís og kartöflustrá í hressingunni.  Þetta fór vel ofan í börnin enda alltaf gaman að borða úti.

Í blíðunni_1

 

Í blíðunni

 

Í blíðunni

 

Í blíðunni

 

Í blíðunni

 

Í blíðunni

 

Í blíðunni

 

Í blíðunni

 

Í blíðunni

 

Í blíðunni

 

Í blíðunni

 

Í blíðunni

 

Í blíðunni

 

Í blíðunni

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna 18-24 júní Skip/Bátur Afli veiðarfæri Róðra fjöldi Hælsvík GK 11.012 Landbeitt lína 3 Anna GK 18.288 Landbeitt lína 4 Öðlingur SU 8.340 Landbeitt lína 2 Emilý SU 2.151 Handfæri/Lína 3 Már SU 2.381 Handfæri 4 Guðný 1.192 Handfæri 2 Tjálfi SU 4.036 Dragnót 3 Silla SU 720 Handfæri 2 Magga SU 1.227 Handfæri 2                                 Samt 49.347

Sérstakur bíll

Ferðamennirnir er mættir og á hverju ári mæta þeir með sína sérstöku bíla. Hér má sjá Hanomag sem undirritaður hefur ekki séð áður.

BTÁ

Bíll_3

Bíll_4

Tvö Nátttröll

Nú er ei mjöll í hamrahöll
heyrast vart köll, né skriðuföll.
Samt eru tröll um víðan völl,
- verum því snjöll og forðumst öll.

BHG/Myndir: R.E.

hafþór

hamarsdalur

Tjaldsvæðið stækkað

Nú hefur tjaldsvæði Djúpavogs verið stækkað til muna og er nú öll aðstaða þar orðin til mikillar fyrirmyndar. Er það von okkar hjá sveitarfélaginu að þessi bætta aðstaða muni skila sér í enn fleiri ferðamönnum til Djúpavogs á næstu misserum.  Með bættri aðstöðu sem þessari eru einnig auknar líkur á því að ferðamenn stoppi lengur, sem að er einnig mjög jákvætt fyrir byggðarlagið og þá þjónustu sem hér er rekin.  Í gær var lokið við þökulagningu á svæðinu en það verk tóku að sér röskir drengir frá knattspyrnudeild Neista. Þá og komu fleiri áhugasamir aðilar og hjálpuðu til við að leggja grasið.  S.G. vélar hafa séð um jarðvinnu á svæðinu en þar hafa þeir Stefán Gunnarsson og Guðmundur Hjálmar enn einu sinni sýnt snilld sína í verki. Þá og hafa þeir Austverksmenn einnig komið að vinnu við verkið með því að smíða skúr undir rafmangstöflu og fl.  Kári rafvirki hefur svo verið að vinna við að leggja rafmagn í tenglastaurana.   Svæðið verður væntanlega tilbúið til notkunar strax í næstu viku.

Nýr bátur bætist í flotann

Nýr bátur hefur bæst við smábátaflotann hér á Djúpavogi. Eigandi er Tryggvi Gunnlaugsson.  Báturinn verður gerður út á handfæri. AS

Jasshátíð Egilsstaða á Austurlandi.

21 júní – 24 júní 2006

Nú er að hefjast 19. Jasshátíð Egilssataða á Austurlandi.  Hátíðin verður haldin með nokkuð breyttu sniði í ár og verða tónleikar á þrem stöðum á Austurlandi.  Dagskráin er gríðarlega spennandi og markt merkilegra viðburða.  Opnunarhátíð sem er í boði Landsbankans verður næstkomandi miðvikudag þann 21. júní á Hótel Héraði Egilsstöðum.  Það verður dagskráin kynnt og heiðursgestur hátíðarinnar sem að sjálfsögðu er Árni Ísleifs mun formlega setja Jasshátíðina.  Svo verður haldið til Seyðisfjarðar á fimmtudag 22. júní og þar munu tvær stórhljómsveitir sjá um fjörið.  Það eru Jasskvartett Andrésar og Hljómsveit Eyjólfs Þorleifssonar.  Þar fáum við að sjá alla okkar bestu jassleikara.  Ásamt hljómsveitarstjórunum Andrési Þór og Eyjólfi sjáum við snilliga eins og Sigga Flosa, Tómas R, Sigtrygg Baldursson, Ómar Guðjóns, Ástvald Trausta og svo mætti lengi telja.  Þetta kvöld getur ekki klikkað!!

Föstudaginn 23. júní fáum við að sjá frábært norskt trío frá Bodö.  Með þeim verður svo söngkonan June Korniliussen og austfirðingurinn og seyðfirðingurinn Einar Bragi Bragason.  Einar hefur gert garðin frægan með ýmsum hljómsveitum hér heima og leikið víða svo sem á Eurovision keppninni.  Einnig munu ungar og efnilegar, ja bara dúndur góðar söngkonur af Austurlandi spreita sig með hljómsveit.  Þetta eru þær Tinna Árnadóttir, Björt Sigfinnsdóttir og Sigurveig Stefánsdóttir.  Björn Thoroddsen mun einnig koma fram en þar fer einn okkar fremsti gítarleikari og þarf hann vart að kynna.  Með honum spilar Jón Hilmar Kárasson sem er gítarleikari frá Neskaupstað og munu þeir spila hressilega gítartónlist úr ýmsum áttum.  Sem gestaspilari kemur svo Finn Robert Olsen beint frá Noregi og leikur nokkur lög með þeim félögum. 

Aðal númer hátíðarinnar í ár eru svo Mezzoforte sem leika í Hótel Egilsbúð Neskaupstað á laugardagskvöld.  Þeir félagar í Mozzoforte eru í feikna formi og hafa leikið víða um heim síðustu mánuði.  Það verður gríðarlega gaman að heyra í þeim.  Einnig leikur Steinar Kjeldsen Kvartett á þessu kvöldi en þeir koma frá Sortland í norður Noregi.  Þetta er einnig skemmtilegt band og heiður að fá vini okkar frá Sortland í heimsókn.

Aðgangseyrir að Jasshátíð Egilsstaða á Austurlandi er kr 1500.- á fimmtudag og föstudag.  Á laugardag kostar miðinn kr 2000.-.  Það er hægt að kaupa passa á alla tónleika hátíðarinnar á kr 4000.-

Allar nánari upplýsingar er að finna á www.jea.is og þar er einnig hægt að fá miða.  Ég vona að sem flestir sjái sér fært að mæta og njóta frábærrar tónlistar í frábæru veðri á Austurlandi.

Kær kveðja,
Jón Hilmar Kárasson
Framkvæmdarstjóri J.E.A
www.jea.is  
861-1894

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn fór vel fram þótt veðrið hafi ekki leikið við hvern sinn fingur. Nokkrir ungir drengir héldu uppi skemmtuninni og hér má sjá myndir af þeim...

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn_10

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

 

Sjómannadagurinn

Brandendurnar

Nú eru 6 dagar síðan brandandarpar sást hér við Djúpavog með unga. Brandöndin verpir mörgum eggjum og hafa sést hér við vötnin allt að 12 ungar með einu pari. AS

 Brandandarsteggur 2

Neisti - Hamrarnir

Þann 10 Júní næstkomandi klukkan 16:00 tekur Neisti á móti Hömrunum.  Allir að mæta á völlinn og hvetja sína menn áfram, vonum eftir góðu veðri.  Pizzuvinningur verður dreginn út í hálfleik, Hótel Framtíð styrkir þennan vinning.  Einnig minni ég á heimasíðu Neista sem er www.neisti.com

Anton Stefánsson

Sjómannadagurinn 2006

Guðsþjónusta í Djúpavogskirkju kl. 11:00

Sigling með Papey kl. 14:00 (ef veður leyfir)

Hvetjum alla trillusjómenn til að taka þátt í siglingunni

Kl. 16:00 verður kaffisala í Sambúð til styrktar S.v.f. Báru

Skólaslit

Skólaslit Grunnskóla Djúpavogs fóru fram í blíðskaparveðri sl. laugardag.  Margt var í kirkjunni og var athöfnin með hefðbundnu sniði.  Skólastjóri rifjaði upp vetrarstarfið, viðurkenningar og einkunnir voru afhentar auk þess sem nemendur í 1. - 7. bekk sungu þrjú lög.  Að þessu sinni var tekið upp á þeirri nýbreytni að útskrifa leikskólabörn úr Leikskólanum Bjarkatúni og voru þau síðan formlega boðin velkomin í Grunnskólann.  Að athöfninni aflokinni var leiksýning á vegum 4. og 5. bekkjar í skólanum og síðan var opin sýning þar sem hægt var að skoða ýmsa muni sem nemendur hafa unnið í vetur auk þess sem umfjöllun um Vordagana var á sínum stað.  Foreldrafélagið sá að venju um grillið og félagar úr Björgunarsveitinni afhentu reiðhjólahjálma og flögg til 1. bekkinga.  Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér voru allir léttir og kátir enda ekki annað hægt þar sem veðrið var dásamlegt.   Skólaslit Skólaslit   Skólaslit Skólaslit   Skólaslit   Skólaslit   Skólaslit Skólaslit   Skólaslit Skólaslit   Skólaslit Skólaslit   Skólaslit Skólaslit   Skólaslit Skólaslit   Skólaslit Skólaslit   Skólaslit Skólaslit     Skólaslit Skólaslit   Skólaslit Skólaslit   Skólaslit Skólaslit

Fyrsta sundæfing sumarsins

Guðmunda Bára sér um sundæfingar hjá Neista í sumar.  Þessi æfing var nú í léttari kantinum fyrir krakkana enda fyrsta skipti sem þau mæta.

Sundæfing_1

Sundæfing_2

Sundæfing_3

Sundæfing_4

Anton Stefánsson

Grunnskóli Djúpavogs

Skólaslit Grunnskóla Djúpavogs verða í kirkjunni okkar laugardaginn 3. júní.  Athöfnin hefst klukkan 11:00 og verður með hefðbundnu sniði.  Að henni lokinni, eða um kl. 12:00 verður leiksýning í skólanum, þar sem nemendur 4. og 5. bekkjar sýna stuttan leikþátt.  Síðan mun Foreldrafélagið sjá um grillið og félagar í Björgunarsveitinni afhenda 1. bekkingum reiðhjólahjálma og flögg.  Sýning á afrakstri Vordaga og á handverki nemenda verður opin frá kl. 12:00 - 14:00.  Nemendur geta síðan tekið munina sína klukkan 14:00.  Allir íbúar sveitarfélagsins eru velkomnir.

Myndlistasýning

Myndlistasýning Áslaugar Gísladóttur í júní 2006 í Löngubúð

Áslaug Gísladóttir er fædd 29. nóvember 1946 í Hveragerði. Hún ólst upp í Hveragerði og síðar í Garðyrkjubýlinu Hraunprýði í Grafningi Árnessýslu. Foreldrar Áslaugar voru Gyða Antoníusardóttir frá Hvarfi Djúpavogi og Gísli Jóhannson frá Bolungavík

Árið 1970 flyst Áslaug til Akureyrar og hefur átt þar heima síðan og starfað við verslunarstörf, þar af við rekstur blómaverlsunar síðastliðin 24 ár ásamt eiginmanni sínum.

Áslaug hóf nám við myndlistaskóla Arnar Inga árið 2000 og var þar árin 2001 og 2002. Hún hefur sótt námskeið hjá ýmsum myndlistarmönnum síðan.

Þetta er fysta einkasýning Áslaugar og tileinkar hún hana minningu foreldra sinna.

Var Stebbi fyrstur?

Þann 31. maí síðastliðinn öllum að óvörum sást furðuleg sjón í garðinum hjá Stefáni Guðmundssyni. Þarna sást maður með slátturvél sem hefur hingað til ekki verið algeng sjón hérna á Djúpavogi. Vilja fræðimenn kalla veruna sem sást þarna í garðinum Stefaníus Slátturvélasíus.

Massey Ferguson 
Massey Ferguson 4355  fyrir 3 ára og eldri. Fótstigin.

Þessi vera sást keyrandi um garðinn á Massey Ferguson slátturvél og vilja fræðingarnir meina að hún sé 450 hestöfl. Því miður náðist ekki mynd af þessu atviki en þegar Stebbi var spurður út í þetta þá sagðist hann ekki vita hvað hafi komið yfir sig og minnist þessi ekki að eiga forláta Massey Ferguson slátturvél.  Fréttamenn Djúpavogshrepps vilja nú vita, var þetta fyrsta furðudýrið sem sló garðinn sinn?

Stebbi_2
Nýsleginn garðurinn

Stebbi_1
Stefán man ekkert eftir atvikinu

Stebbi á Massey
Stebbi á Fergusyninum

Sundlaug Djúpavogs / sumaropnun

Sumaropnun Sundlaugar Djúpavogs hófst frá og með 1 júní.                                                         Opið alla virka daga frá kl: 07:00 - 20:30.                                                                           Helgaropnun 10:00 - 18:00                                                                          

Verið ávallt velkominn / starfsfólk ÍÞMD  

 

Íþróttarmiðstöð_11

Íþróttarmiðstöð_12 Íþróttarmiðstöð_10 Íþróttarmiðstöð_1 Íþróttamiðstöð