Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Nýr vefur Djúpavogs opnar

Nýr glæsilegur vefur Djúpavogs hefur verið opnaður. Til hamingju Djúpavogsbúar og brottfluttir.

Nýja síðan hefur upp á margt nýtt að bjóða. Mjög öflug leitarvél er í boði sem leitar í öllum skjölum sem geymdar eru á síðunni og sú nýjung er í þessari leitarvél að hún leitar líka í PDF (Acrobat) skjölum sem hjálpar til með alla leit.
Atburðardagatalið er komið aftur á heimasíðuna og vonast stjórnandi síðunar að það verði notað mikið.  Það sem er næst á dagskrá í atburðum birtist í tilkynningareitinn fyrir ofan atburðardagatalið.
Á milli leitar og tilkynninga eru komnar veðurupplýsingar sem sóttar eru beint á vedur.is.  Nú verður því hægt að fá beinar veðurupplýsingar frá Teigarhorni og Papey hér inn á síðunni.
Einnig er búið að flokka betur niður allar upplýsingar sem tengjast Djúpavogi.
Þjónustu tengillin hefur verið uppfærður og mun hann bjóða upp á mun meiri upplýsingar en áður.
Upplýsingar er lúta að stjórnsýslu sveitarfélagsins verða einnig meiri og verða uppfærðar oftar.
Menninga tengillinn er ætlaður, eins nafnið bendir til, að halda utan um alla menningu hérna á Djúpavogi.
Myndsafnið verður öflugt og hefur vefsíðu Djúpavogs áskotnast margar góðar myndir og verður haldið áfram að uppfæra þennan lið, þar sem mikið er til að myndum í gagnasafni Djúpavogs.
Fyrir neðan tenglatréið er kominn reitur sem heitir "Vissir þú" þar munu ýmsar upplýsingar um Djúpavog og nágrenni koma fram þegar síðan er skoðuð.

Ætlun stjórnanda vefsíðu Djúpavogs er að gera þessa síðu notendavænni með öflugum upplýsingum um Djúpavog fyrir alla þá sem vilja fræðast um Djúpavog og hvað staðurinn okkar hefur upp á bjóða.

Enn og aftur til hamingju með nýja vefinn.