Djúpivogur
A A

Fuglavefur

Skeiðendur

Þá eru skeiðendurnar mættar á svæðið en á síðasta fimmtudag mátti sjá 4 stk skeiðandarkarla og tvær kerlingar hér út á vötnunum á Búlandsnesi.   AS 

 

 

 

 

 

 

29.04.2013

Sandlóur og heiðlóur

Þá er fyrsta sandlóan staðfest hér á þessu vori hér út á leirunum á Búlandsnesi þá hafa heiðlóur verið að koma inn í hópum á síðustu dögum.  AS  

 

 

 

 

 

 

 

21.04.2013

Gríðarlega mikið fuglalíf á svæðinu

Í dag hefur verið mjög líflegt yfir fuglalífinu hér á svæðinu en grágæsir, heiðagæsir,blesgæsir, helsingjar og margæsir hafa flogið hér inn yfir landið. Grágæsir hafa í flekum og ber mönnum saman um að sjaldan eða aldrei hafi annað eins komið inn yfir landið á jafn skömmum tíma og hér um ræðir.  Mikið er sömuleiðis af álft t.d. í Hamarsfirði

 

 

 

20.04.2013

Grafönd og lómur allt að lifna við

Þá er graföndin mætt á svæðið en eitt par sást á Borgargarðsvatni í gær. Lómurinn er einnig mættur á Fýluvoginn og skúföndinni er einnig að fjölga á Fýluvogi en nokkuð er síðan skúföndin mætti.  Tveir flórgoðar syntu líka um Fýluvoginn í gær.  Mikið er af grágæs þessa dagana hér í Djúpavogshreppi og hefur henni fjölgað mikið síðustu daga.  Fuglalífið er því allt að lifna við þessa dagana.  AS 

 

 

 

 

 

20.04.2013

Fyrstu fuglarnir mættir á vötnin á Búlandsnesi á þessu ári

Þá eru fyrstu farfuglarnir farnir að láta sjá sig en í morgun mátti sjá flórgoða á Fýluvogi, einnig urtandarpar og svo duggandarkerlingu sem hefur reyndar haldið sig þar á svæðinu af og til í vetur. Þá voru einnig fjögur stokkandarpör á Fýluvoginum.  Á Breiðavogi voru fjórar álftir og sex stokkandarpör, eitt toppandarpar ásamt einni brandönd og aðra brandönd til mátti sjá út við Grunnasund en hér um slóðir hefur brandönd ekki sést svo snemma eins og nú. Eitt grágæsarpar var einnig út við Grunnasund og 29 hreindýr og var eitt af þeim eitthvað slasað að sjá.  AS 

 

 

 

 

 

 

 

24.03.2013

Glókollar á ferð í Hálsaskógi

Í gær þegar ljósmyndari bird.is var á ferð um Hálsaskóg sem er í nágrenni Djúpavogs, mátti sjá a.m.k. tíu glókolla á sveimi. Nú þegar staðfest hefur verið að glóikollar hafi verpt í Hálsaskógi bendir flest til þess að glókollarnir séu komnir til að vera í skóginum og virðast kunna vel við sig þar.  AS 

 

 

 

 

 

 

 

 

08.10.2012

Stormsvala í Papey

Stefán Guðmundsson hafnarvörður á Djúpavogi hefur staðfest tilvist stormsvölu í Papey með hljóðupptökutæki en hann tók upp stormsvölusönginn í gærkvöldi við steinahleðslur sem fuglinn heldur sig í. Stefán segir að hann hafi heyrt hljóð svölunnar á síðustu árum á þessu sama svæði.  Stormsvölur eru fágætar hér við land og er erfitt að ná til þeirra fyrr en fer að skyggja en þá fara þær gjarnan á flug. Hér má heyra stormsvöluhljóð http://www1.nams.is/fuglar/details.php?val=1&id=75# athuga að á vefnum hefur víxlast hljóð storm og sjósvölu þannig að þetta hljóð hér er hljóð stormsvölunnar merkt sem sjósvölu.

Lengd:        14 - 16 cm  
Þyngd:        25 g 
Vænghaf:   36  -  39 cm

Afar lítill dökkur sjófugl. Sæsvölur (stormsvala og sjósvala) eru alls óskyldar svölum.Stormsvala er minnsti sjófugl Evrópu, lítið eitt minni en sjósvala

Skoða myndir
Lengd:        14 - 16

 

Skoða myndir

Á færi eru sæsvölurnar oftast best greindar sundur af fluglaginu. Sjósvala flögrar líkt og fiðrildi og breytir sífellt um hraða og stefnu. Flug stormsvölunnar er beinna og jafnara. Báðar eru einstaklega fimar og léttar á flugi. Stormsvala eltir oft skip úti á rúmsjó. Í fæðuleit fljúga svölurnar mjög lágt yfir sjónum með lafandi fætur eða eins og þær hlaupi á haffletinum. Hrekur stundum inn í land í sunnanstórviðrum á haustin.
Þögul utan varpanna. Gefur frá sér malandi kurr í holu.

Lengd:        14 - 16 cm  
Þyngd:        25 g 
Vænghaf 36 cm - 39 cm

09.08.2012

Urtönd með unga

Hér má sjá urtönd með unga við svokallaðar Selabryggjur á Búlandsnesi.  Varp virðist hafa tekist vel og mikið af ungum komist á legg að því best verður séð.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

22.07.2012

Uppræting lúpínu í þéttbýlinu

Hér með eru allir íbúar sem vettlingi geta valdir hvattir til að taka þátt í að uppræta lúpínu hér í þéttbýlinu og á nærsvæði á næstu dögum og vikum.  Samhliða er stefnt að því að sveitarfélagið vinni að því á næstunni að uppræta lúpínuna þar sem hún hefur breitt mest úr sér.

Um þessar mundir er einmitt talið rétti tíminn til að herja á þennan skaðvald sem ógnar m.a. tilveru íslensku flórunnar á stórum svæðum. Íbúum er hér með gefnar frjálsar hendur með að slá þetta illgresi niður, hvort heldur með sláttuorfum eða öðrum brúklegum verkfærum.  Að þessu tilefni er því beint til íbúa í viðkomandi hverfum að einbeita sér fyrst og síðast að þeim svæðum.   

Gjöf til fuglaverkefnisins

Hér með er komið á framfræri leiðréttingu vegna þessarar áður fluttu fréttar frá 29 júní síðastliðinn  - en sá sem smíðaði þennan glæsilega grip heitir Ingólfur Geirdal og er því hér með komið á framfæri. 

Í gær mætti Axel Jónsson (bróðir Öldu á Fossárdal) færandi hendi á skrifstofu sveitarfélagsins með gjöf til fuglaverkefnisins og er gjöfinni ætlaður staður í fuglaskoðunarhúsi hér út við vötnin, en Axel hrósaði einmitt heimamönnum fyrir þá aðstöðu sem þar væri komin upp með byggingu fuglaskoðunarhúsa og fl. 

Gjöfin er sem sagt forláta baukur fyrir frjáls framlög gesta sem koma við á fuglaskoðunarsvæðinu og vilja styðja við fuglaverkefnið.  Baukinn smíðaði Ingólfur Geirdal og er mikil listasmíð, glansandi og úr ryðfríu stáli eins og sjá má á mynd.  
Hér með eru  Axel og smiðnum góða Ingólfi færðar hinar bestu þakkir fyrir þennan glæsilega grip sem á án efa eftir að skila sínu.  

AS

 

 

 

 

 

Andrés Skúlason tekur fagnandi við gjöfinni frá Axel Jónssyni 

Maríerla fóðrar unga sína

Við bæinn Hvarf á Djúpavogi hefur maríerla gert sér hreiður inn á milli steina sem stillt hefur verið upp í hillu við íbúðarhúsið.  Hér má sjá hvar maríuerlan er að fóðra unga sína svo og má sjá skemmtilegar myndir af erlunni þar sem hún situr á útskornum lunda sem er að finna þarna í húsagarðinum.  AS 

 

 

 

 

 

 

04.07.2012

Skeiðönd

Í dag mátti sjá fjóra skeiðandarsteggi á vatni við svokallaðar Selabryggjur á Búlandsnesi, en skeiðöndum hefur jafnt og þétt fjölgað á svæðinu á síðustu árum, en nú er vitað um a.m.k. þrjú skeiðandarvarppör hér við vötnin. AS

 

 

 

 

 

 

 

19.06.2012

Flórgoðar

5 - 6 pör af flórgoða hafa verpt við vötnin á Búlandsnesi á undanförnum árum og nú má m.a. sjá tvö flórgoðapör við Fýluvoginn með hreiður, en hreiðrin eru haganlega gerð og eru fljótandi í sefinu.  AS 

 

 

 

 

 

 

 

12.06.2012

Sanderlan mætt

Í dag meldaði Sigurjón Stefánsson hóp af sanderlum út í Hvaleyjarfjöru, sem er sandvíkin milli Kálks og Hvaleyjartagla. 
Að þessu sinni sáust ekki merktar sanderlum en töluvert algengt er að sjá merkta fugla þarna á ferð.  AS

 

 

 

 

 

 

 

25.05.2012

Brandöndin komin með unga

Í gær mátti sjá brandandarpar með 9 stk unga á Nýjalóni við flugvöllinn á Búlandsnesi. Ekki er vitað til að brandöndin hafi verið komin áður svo snemma með unga hér á svæðinu.  AS

 

 

 

 

 

 

 

25.05.2012

Taumönd á Fýluvogi og svölur

Í gær tilkynnti Sigurjón S fuglaskoðari um taumönd á Fýluvogi og í dag sá hann tvær svölur á flugi þar á svæðinu.  AS 

 

 

 

 

 

 

 Mynd Brynjúlfur Brynjólfsson 

24.05.2012

Myndir af brandönd

Hér má sjá myndir af brandandarpari sem var við leik í gær á vatninu við svokallaðar Selabryggjur á Búlandsnesi. AS 

Rauðbrystingar - hópur i Grunnasundi

Mjög stór hópur af rauðbrystingum sást í Grunnasundi í dag og töldu fuglarnir vel á annað hundrað.  Fuglunum hefur almennt fjölgað mikið á svæðinu á síðustu tveimur dögum, má þar nefna að óðinshani hefur komið í miklu magni, smærri fuglar líka eins og þúfutittlingar og maríuerlur. Fjögur lómapör eru komin og svo er krían líka að mæta í töluverðum mæli á svæðið og er vonandi að varp hennar misfarist ekki eins og stundum á síðari árum.  Spóinn sást líka i hópum í gærkvöldi.   AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

15.05.2012

Óðinshaninn mættur

Þá er óðinshaninn mættur á svæðið en nokkrir fuglar sáust í dag í norðanstrekkingnum sem gengur nú yfir svæðið. 
Óðinshaninn mætir yfirleitt síðastur fugla og svo er að þessu sinni einnig. AS 

 

 

 

 

13.05.2012

Hringönd í Hvaley

Í dag sást hringönd (kk) á tjörninni úti í Hvaley, með nokkrum skúföndum.  Hringönd sást síðast á Djúpavogi árið 2009.  AJ

09.05.2012

Dvergsvanir á ferð - annar merktur

Þessa dagana má sjá tvo dvergsvani á ferð og flugi hér í sveitarfélaginu en annar þeirra heldur sig út af svokallaðri Krossflöt við botn Hamarsfjarðar en hinn dvelur við Fossárvík og sást þar síðast í gær.  Dvergsvanurinn við Hamarsfjörð er merktur eins og sjá má hér á mynd sem tekin var í Hamarsfirði í dag.
Heimkynni dvergsvana eru á túndrum Rússlands og þeir eru minnstir svana á norðurhveli.  AS 

 

 

 

 

 

 

 

 Eyrugla

Í morgun sást eyrugla í garðinum í Kápugili.  Uglan flaug tvisvar alveg upp undir húsið en fór síðan út fyrir girðinguna og sat lengi undir kletti. 
Eyrugla 
verpir í Evrópu, Asíu og N-Ameríku.  Eyrugla er meðalstór ugla og er varptími frá febrúar til júlí. Eyruglur eru að hluta til farfuglar sem fljúga suður á bóginn á veturna. Heimkynni eyrugla eru skógarjaðrar nálægt opnu svæði.  
Eyruglur veiða á opnum svæðum að nóttu til. Fæða eyruglna er aðallega nagdýr, lítil spendýr og fuglar.  Eyruglur eru nýir landnemar á Íslandi og hafa verpt þar. Þær má þekkja frá branduglum á því að þær hafa stærri eyru og augu þeirra eru appelsínugul en gul í branduglum (tekið af Wikipedia).  AJ

01.05.2012

Krían komin og gargöndin

Í morgun tilkynnti Jóhann Óli Hilmarsson um komu gargandar á Fýluvogi en þar voru mættir þrír steggir og ein kolla. Seinna í dag sást svo kríur fljúga inn yfir landið og síðar kjóar, en ljóst er að með sunnanáttinni í dag hafa margir nýjir fuglar náð landi.

 

 

 

 

 

 

30.04.2012

Gæsin verpir óvenju snemma

Sl. miðvikudag, 25. apríl fundust nokkur gæsahreiður á Búlandsnesi, með fjórum eggjum í sem þýðir að gæsin hefur byrjað að verpa um 20. sem er óvenju snemmt.  Gaman væri að vita hvort einhver veit til þess að hún hafi áður orpið svona snemma, eða jafnvel fyrr.

Í dag sást skeiðönd á fýluvogi og eins fjölgar í öðrum tegundum, sérstaklega grafönd.  AJ

27.04.2012

Hrossagaukur

Þá er hrossagaukurinn mættur á svæðið. AS 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

16.04.2012

Margæsir, heiðlóur og gráhegri

Í morgun sáust tvær margæsir út við Hvaley og einnig var mikið af heiðlóu úti á söndum.
Eins hefur gráhegri sést í Álftafirði í kringum Oddana.  AJ

15.04.2012

Heiðlóan mætt í hópum

Í dag tilkynnti Þorbjörg Sandholt hóp af heiðlóu hér við þéttbýlið á Djúpavogi.  AS

 

 

 

 

 

 

 

 

15.04.2012