Fuglavefur
Leikskólakennari
Leikskólinn Bjarkatún auglýsir eftir leikskólakennara til starfa. Starfið er laust frá 1. janúar 2017. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 470-8720 og gudrun@djupivogur.is.
Laust starf í Tryggvabúð
Djúpavogshreppur auglýsir 50 % starf í Tryggvabúð frá 1. október. Um er að ræða framtíðarstarf í félagsmiðstöð eldri borgara.
Félagsmiðstöð eldri borgara í Tryggvabúð er staðsett að Markarlandi 2, Djúpavogi og er opin öllum þeim sem þangað vilja koma.
Þar fer fram fjölbreytt félags- og tómstundastarf auk dagþjónustu fyrir eldri borgara
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið starfsmanns
• Umsjón með félagsstarfi í samvinnu við stjórn Félags eldri borgara í Djúpavogshreppi, félags- og tómstundanefnd og sveitarstjóra
• Matseld í hádegi, morgun- og síðdegiskaffi, þrif
• Viðkomandi veitir einstaklingum persónulega og einstaklingsmiðaða þjónustu
Við leitum að einstaklingi með
• þekkingu og reynslu af því að starfa með fólki
• skipulagshæfileika
• lipurð í mannlegum samskiptum
• hæfni til að sýna frumkvæði í starfi
• íslenskukunnáttu
Launakjör eru skv. kjarasamningi sveitarfélaga við viðkomandi félög.
Umsóknir skulu berast á skrifstofu sveitarfélagsins Bakka 1, 765 Djúpavogi, fyrir 29. september n.k.
Umsóknareyðublöð má nálgast með því að smella hér.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður í s. 843-9889 og á netfanginu sveitarstjori@djupivogur.is
Sveitarstjóri
Þroskaþjálfi í Djúpavogsskóla
Djúpavogsskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa í 100% starf, sem kemur til með að vinna með fötluðum nemendum skólans í nánu samstarfi við umsjónarkennara.
Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli. Kennsla fer fram á þremur starfsstöðvum, grunnskóla með um 70 nemendur, leikskóla með tæplega 40 nemendur og tónskóla. Mikið og gott samstarf er á milli allra skólastiga. Einnig er mjög gott samstarf við Umf. Neista en yfir 90% nemenda grunnskólans stunda æfingar hjá ungmennafélaginu og taka þær við strax að loknu skólastarfinu.
Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á því að gera Djúpavogsskóla að Cittaslow skóla en Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hreyfingunni árið 2013. Djúpavogsskóli er Grænfánaskóli.
Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar áskolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.
Myndasýning í Tryggvabúð í dag
Nú ætlum við að halda myndasýningu í Tryggvabúð í dag.
Sem fyrr byrjum við kl. 17:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.
AS
Síðbúið myndband frá sjómannadeginum
Hér má sjá síðbúið myndband frá sjómannadeginum - https://vimeo.com/130934660
AS
birds.is á facebook
Til upplýsingar má sjá birds.is á facebook en í ljós hefur komið að facebook /birds.is fær mun fleiri heimsóknir en á vefsíðunni sjálfri birds.is. sjá https://www.facebook.com/pages/Birdsis/590472587675263
Að jafnaði verður því facebook birds.is notaður í meira mæli í framtíðinni til að setja inn fréttir af fuglum og fl. fréttum úr lífríki Djúpavogshrepps
Djúpavogshreppur auglýsir vinnu fyrir sumarið 2015
1. STARFSMAÐUR Á UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ
Starfið felst í meginatriðum í afgreiðslu á upplýsingamiðstöð, þ.e. að leiðbeina og svara spurningum ferðamanna sem sækja Djúpavogshrepp heim. Þrif upplýsingamiðstöðvar kæmu einnig í hluta starfsmanns sem og önnur tilfallandi verkefni.
Um er að ræða 50% hlutastarf auk 8 yfirvinnutíma á viku. Starfsmaður yrði með viðveru á upplýsingamiðstöð kl. 12-17:00 fjóra virka daga hverrar viku og frá 12-16:00 laugardag og sunnudag. Frídagur yrði virkur dagur og samkomulagsatriði hvaða dagur yrði fyrir valinu.
Umsækjandi þarf að vera 18 ára eða eldri, geta talað og lesið íslensku og ensku, og þekkja Djúpavogshrepp, eða vera tilbúinn til að kynna sér staðhætti og annað til að geta leiðbeint ferðamönnum.
Ráðningartími er 1. júní – 31. ágúst.
Umsóknarfrestur er til 15. mars.
Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins eða á netfangið erla@djupivogur.is
Nánari upplýsingar í síma 478-8228.
Erla Dóra Vogler
Ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps
2. UNGLINGAR
Nemendum í 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Djúpavogs stendur til boða vinna á vegum sveitarfélagsins sumarið 2015 sem hér greinir:
8. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.: 4 klst. á dag.
9. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.: 4 klst. á dag.
10. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.: 8 klst. á dag.
Umsóknarfrestur til 23. maí.
Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.
Umsækjendur eru beðnir um að virða umsóknarfrestinn.
Einnig verður í boði vinna í hefðbundinni hreinsunarviku fyrir 4. – 7. bekk og mun hún verða auglýst í skólanum.
3. STARFSMENN Í ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
Auglýst eru allt að 5 störf fyrir 17 ára og eldri við slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu o.m.fl. Hluti af störfunum verður við flokksstjórn og skulu áhugasamir taka slíkt fram í umsókn. Einnig skal taka fram hvort viðkomandi hafi bílpróf. Fjöldi flokksstjóra verður ákveðinn, þegar fyrir liggur fjöldi umsækjenda úr Grunnskólanum.
Umsóknarfrestur til 23. maí.
Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.
Nánari upplýsingar, m. a. um launakjör í síma 478-8288.
Dagar myrkurs
Nú eru dagar myrkurs að ljúka hér í leikskólanum en við höfum brallað ýmislegt í tilefni daga myrkurs. Í ár var ákveðið að þemað yrði Greppikló og Greppibarnið.
Greppikló og Greppibarnið eru bækur eftir Axel Scheffler og Julia Donaldson og hafa notið mikilla vinsælda um allan heim undanfarin ár en Þórarinn Eldjárn sá um þýðingu á bókunum
Greppikló? Hvað er greppikló?
Hva, greppikló? Það veistu þó! Þetta segir litla músin við refinn, ugluna og slönguna sem hún mætir á göngu sinni um skóginn. Þau verða hrædd og þjóta burt þótt músin viti vel að það er ekki til nein greppikló. Og þó …
"Engin greppikló má," sagði Greppikló, "gera sér ferð inn í Dimmaskóg..."
Greppiklóin er ekki búin að gleyma músinni ógurlegu sem gabbaði hana eitt sinn og því harðbannar hún Greppibarninu að fara inn í skóginn.
En Greppibarnið óttast ekki neitt og eina dimma vetrarnótt læðist það frá mömmu sinni.
Við ákváðum því að nýta þessar sögur á dögum myrkurs og unnum með þær þannig að sögurnar lifnuðu við á veggjum og gólfi leikskólans.
Hér er verið að teikna upp og hanna Greppikló, krakkarnir á Tjaldadeild sáu um það
Fótspor Greppiklóarinnar, Greppibarnsins og músarinar
Enduðum svo á því í morgun að horfa á myndirnar um Greppikló og Greppibarnið
ÞS
Landvörður
Halla Ólafsdóttir, landvörður, kom í heimsókn í Djúpavogsskóla í september. Hún hefur starfað sem landvörður við Herðubreiðarlindir en þar sem eldgos hófst í Holuhrauni var hún send þaðan burt. Hún kynnti Vatnajökulsþjóðgarð fyrir nemendum í 4. og 5. bekk. Þar var rætt um spendýr og fugla sem lifa í garðinum, einkenni þeirra og einnig um þjóðgarðinn sjálfann og einmitt um nafnið þjóð-garður, garður sem þjóðin á og við viljum að eigi um ókomna framtíð. Náttúruvernd og eldgos var nemendum ofarlega í huga í þessari heimsókn. Takk Halla fyrir að koma til okkar. Myndir fylgja þessari frétt.
LDB
Hreindýrin
Lengst af vetri og allt fram á þennan dag hefur stór hreindýrahjörð haldið sig hér við bæjardyrnar hjá okkur á Djúpavogi og einhver dýr eru hér enn eftir í nágrenninu. Dýrin virðast þó vera að færa sig inn til dala í ríkara mæli og nú í dag mátti sjá nokkuð stóra hjörð við rætur Búlandstinds og má glögglega sjá að nokkur þeirra eru komin með býsna stór horn.
Ryðönd
Síðustu tvo daga hefur mjög sjaldgæfur flækingur haldið sig hér við leirurnar við Djúpavogsflugvöll, en þar er á ferð svokölluð ryðönd sem er skyld brandönd, enda hefur ryðöndin haldið sig annað veifið þarna á svæðinu í nálægð við brandendur sem þar eru. Sjón er sögu ríkari og hér fylgja með nokkrar myndir. Teknar í morgun. AS
Sundlaugin opnar á morgun miðvikudag
Vakin er athygli á að sundlaug Djúpavogs verður opnuð aftur á morgun miðvikudag 23. apríl eftir nokkuð umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir og endurbætur.
Sjáumst í sundi hress og kát
Starfsfólk ÍÞMD
Birds.is á Facebook
Vakin er athygli á að meðan er unnið að endurgerð á heimasíðu bird.is sem var orðin þung í vinnslu er hægt að nálgast reglulegar uppfærslur á facebook birds.is um fuglalíf í Djúpavogshreppi - síðustu dagar hafa verið líflegir og mikið af farfuglum að koma inn á landið hér í Djúpavogshreppi. Sjá að öðru leyti hér
https://www.facebook.com/pages/Birdsis/590472587675263
Jaðrakan mættur
Í gær meldaði Vilmundur Þorgrímsson ábúandi að Hvarfi við Djúpavog 15 stk. jaðrakan við fjöruborðið í innri Gleðivík.
Er þetta í fyrsta sinn sem jaðrakan sést svo snemma hér á svæðinu og á það örugglega við þótt víðar væri leitað.
AS
Vepja
Síðustu vikuna hefur vepja verið á vappi hér í þorpinu á Djúpavogi, hefur m.a. haldið sig við Markarland, Hvarf og Búlandið. Hér má sjá myndir sem teknar voru fyrir tveim dögum við Markarland. AS
Akurgæsir - vepja - gráþröstur
Að undanförnu hefur töluvert borið á flækingum, m.a. hafa sést a.m.k. tvær vepjur hér í nágrenninu, gráþrestir, svartþrestir og svo síðast en ekki síst hafa svokallaðar akurgæsir fimm að tölu haldið sig hérna í sveitarfélaginu á undanförnum dögum en Sigurjón Stefánsson sá þær fyrst á fótboltavellinum hér við Djúpavog. Meðfylgjandi myndir voru hinsvegar teknar í dag eftir að Albert Jensson hafði tilkynnt þessar sömu fimm akurgæsir á túni ofan þjóðvegar við bæinn Framnes við Berufjörð.
AS
Aukafundur í sveitarstjórn
Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn í Geysi miðvikudaginn 14.ágúst kl 16:00.
Eina dagskrármálið
1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 -2020 ásamt umhverfisskýrslu
vegna Axarvegar milli Háabrekku og Reiðeyri.
Sveitarstjóri
Heiðagæsavarp á láglendi
Síðustu tvær vikur hefur mátt sjá hvar heiðagæsir hafa verið að koma sér fyrir í varpi hér niður á láglendi og má m.a. sjá allt að 4 pörum með hreiður hér inn á svokölluðum Teigum innan við bæinn Teigarhorn. Leiða má líkum að því að mikil snjóalög á hálendinu hafi þarna einhver áhrif en vissulega er þessi viðbót við fuglafánuna hér í varpinu mjög ánægjuleg.
Sjá myndir sem AS tók í fyrradag inn á Teigum og þarna má sjá heiðagæs og grafönd reyndar einnig.
AS
Upptaka af Músik Festivali
Nú er hægt að panta DVD diska með upptöku af hinu frábæra Músik Festivali 2013.
Áhugasamir sendi póst á skolastjori@djupivogur.is eða hringi í síma 478-8836.
Diskarnir verða afhentir um 20. júní.
Skólastjóri
Óðinshanar mættir
Í gæri mátti sjá töluverðan fjölda af óðinshönum hér út við flugvöllinn á Búlandsnesinu en sjaldan hafa óðinshanar verið komnir svo snemma sem þetta hér á svæðið. AS
Rauðbrystingar
Mikill fjöldi af rauðbrystingum hafa verið að koma inn á landið síðustu daga og mátti m.a. sjá nokkur hundruð út í Grunnasundi í dag. Einnig mikið af lóuþræl og sandlóu. AS
Gargendur - lóuþrælar - sandlóur - kríur
Síðustu vikuna hafa nokkrar tegundir verið að týnast inn á landið m.a. lóuþræll, sandlóa, kríur, gargendur, steindeplar og þúfutittlingar. AS
Jappajaðrakan
Í dag meldaði Sigurjón Stefánsson tvo lappajaðrakan í Grunnasundi hér út á Búlandsnesi. AS
Íþróttamiðstöðin lokuð vegna viðhaldsverkefna
Vegna viðhaldsverkefna verður Íþróttamiðstöðin lokuð mánudaginn 13. maí og þriðjudaginn 14. maí.
Forstöðum. ÍÞMD