Djúpivogur
A A

Ferðavefur

Leikskólakennari

Leikskólinn Bjarkatún auglýsir eftir leikskólakennara til starfa. Starfið er laust frá 1. janúar 2017. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 470-8720 og gudrun@djupivogur.is.

Auglýst eftir umsóknum um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2017.

Framkvæmdasjóðurinn styrkir verkefni sem uppfylla a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum:

 1. Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum.
 2. Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila.
 3. Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda á ferðamannastöðum eða á náttúruverndarsvæðum.

Á upplýsingasíðu um umsóknir er að finna allar nánari upplýsingar, m.a.:

  • Hvaða verkefni sjóðurinn styrkir ekki
  • Kröfur um mótframlag
  • Hvaða gögnum þarf að skila með umsókn
  • Áherslur og ábendingar til umsækjenda

o.fl.

Smellið hér til þess að fara á upplýsingasíðuna:

Smellið hér til þess að sjá auglýsingu frá Ferðamálastofu:

Umsóknarfrestur:

Umsóknarfrestur er til miðnættis 25. október 2016. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 535-5500 eða með vefpósti framkvaemdasjodur@ferdamalastofa.is

BR

Laust starf í Tryggvabúð

Djúpavogshreppur auglýsir 50 % starf í Tryggvabúð frá 1. október. Um er að ræða framtíðarstarf í félagsmiðstöð eldri borgara. 
Félagsmiðstöð eldri borgara í Tryggvabúð er staðsett að Markarlandi 2, Djúpavogi og er opin öllum þeim sem þangað vilja koma. 
Þar fer fram fjölbreytt félags- og tómstundastarf auk dagþjónustu fyrir eldri borgara

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið starfsmanns 
• Umsjón með félagsstarfi í samvinnu við stjórn Félags eldri borgara í Djúpavogshreppi, félags- og tómstundanefnd og sveitarstjóra
• Matseld í hádegi, morgun- og síðdegiskaffi, þrif
• Viðkomandi veitir einstaklingum persónulega og einstaklingsmiðaða þjónustu

Við leitum að einstaklingi með
• þekkingu og reynslu af því að starfa með fólki
• skipulagshæfileika
• lipurð í mannlegum samskiptum
• hæfni til að sýna frumkvæði í starfi
• íslenskukunnáttu

Launakjör eru skv. kjarasamningi sveitarfélaga við viðkomandi félög.

Umsóknir skulu berast á skrifstofu sveitarfélagsins Bakka 1, 765 Djúpavogi, fyrir 29. september n.k. 

Umsóknareyðublöð má nálgast með því að smella hér.

Nánari upplýsingar veitir undirritaður í s. 843-9889 og á netfanginu sveitarstjori@djupivogur.is

Sveitarstjóri

Þroskaþjálfi í Djúpavogsskóla

Djúpavogsskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa í 100% starf, sem kemur til með að vinna með fötluðum nemendum skólans í nánu samstarfi við umsjónarkennara. 

Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli.  Kennsla fer fram á þremur starfsstöðvum, grunnskóla með um 70 nemendur, leikskóla með tæplega 40 nemendur og tónskóla.  Mikið og gott samstarf er á milli allra skólastiga. Einnig er mjög gott samstarf við Umf. Neista en yfir 90% nemenda grunnskólans stunda æfingar hjá ungmennafélaginu og taka þær við strax að loknu skólastarfinu. 

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á því að gera Djúpavogsskóla að Cittaslow skóla en Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hreyfingunni árið 2013. Djúpavogsskóli er Grænfánaskóli. 

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar áskolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.

Myndasýning í Tryggvabúð í dag

Nú ætlum við að halda myndasýningu í Tryggvabúð í dag. 

Sem fyrr byrjum við kl. 17:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.

AS

Opinn fundur um ferðamál í Djúpavogshreppi

Fimmtudaginn næstkomandi 17. september, kl. 20:00 stendur ferða- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps fyrir opnum fundi um ferðamál í Djúpavogshreppi. Fundurinn verður haldinn í Löngubúð.

 

Ferðaþjónustuaðilar eru sérstaklega hvattir til að mæta, en allir eru hjartanlega velkomnir.

 

ED

Síðbúið myndband frá sjómannadeginum

Hér má sjá síðbúið myndband frá sjómannadeginum - https://vimeo.com/130934660

                                                                                                          AS 

 

Upplýsingamiðstöð Djúpavogs

Upplýsingamiðstöðin er opin júní-ágúst:

Virka daga 9:00 - 17:00
Um helgar 12:00 - 16:00

Sími: 478-8204
Netfang: info@djupivogur.is

 

Starfsmenn upplýsingamiðstöðvar eru Erla Dóra Vogler og Kristín Elísabet Guðjónsdóttir.

Við bjóðum Kristínu Elísabetu innilega velkomna til starfa hjá Djúpavogshreppi.

 

 

 

Djúpavogshreppur auglýsir vinnu fyrir sumarið 2015

1. STARFSMAÐUR Á UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ

 

Starfið felst í meginatriðum í afgreiðslu á upplýsingamiðstöð, þ.e. að leiðbeina og svara spurningum ferðamanna sem sækja Djúpavogshrepp heim. Þrif upplýsingamiðstöðvar kæmu einnig í hluta starfsmanns sem og önnur tilfallandi verkefni.

 

Um er að ræða 50% hlutastarf auk 8 yfirvinnutíma á viku. Starfsmaður yrði með viðveru á upplýsingamiðstöð kl. 12-17:00 fjóra virka daga hverrar viku og frá 12-16:00 laugardag og sunnudag. Frídagur yrði virkur dagur og samkomulagsatriði hvaða dagur yrði fyrir valinu.

 

Umsækjandi þarf að vera 18 ára eða eldri, geta talað og lesið íslensku og ensku, og þekkja Djúpavogshrepp, eða vera tilbúinn til að kynna sér staðhætti og annað til að geta leiðbeint ferðamönnum.

Ráðningartími er 1. júní – 31. ágúst.

 

Umsóknarfrestur er til 15. mars.

Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins eða á netfangið erla@djupivogur.is

 

Nánari upplýsingar í síma 478-8228.

Erla Dóra Vogler

Ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps

 

 

 

2.    UNGLINGAR

 

Nemendum í 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Djúpavogs stendur til boða vinna á vegum sveitarfélagsins sumarið 2015 sem hér greinir:

 

8. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.   

9. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.   

10. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  8 klst. á dag.   

 

Umsóknarfrestur til 23. maí.

Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.

Umsækjendur eru beðnir um að virða umsóknarfrestinn.

 

Einnig verður í boði vinna í hefðbundinni hreinsunarviku fyrir 4. – 7. bekk og mun hún verða auglýst í skólanum.

 

 

3.    STARFSMENN Í ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ

 

Auglýst eru allt að 5 störf fyrir 17 ára og eldri við slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu o.m.fl. Hluti af störfunum verður við flokksstjórn og skulu áhugasamir taka slíkt fram í umsókn. Einnig skal taka fram hvort viðkomandi hafi bílpróf. Fjöldi flokksstjóra verður ákveðinn, þegar fyrir liggur fjöldi umsækjenda úr Grunnskólanum. 

 

Umsóknarfrestur til 23. maí.

Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.

 

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.

 

Nánari upplýsingar, m. a. um launakjör í síma 478-8288.

Dagar myrkurs

Nú eru dagar myrkurs að ljúka hér í leikskólanum en við höfum brallað ýmislegt í tilefni daga myrkurs.  Í ár var ákveðið að þemað yrði Greppikló og Greppibarnið.

Greppikló og Greppibarnið eru bækur eftir Axel Scheffler og Julia Donaldson og hafa notið mikilla vinsælda um allan heim undanfarin ár en Þórarinn Eldjárn sá um þýðingu á bókunum

Greppikló? Hvað er greppikló?
Hva, greppikló? Það veistu þó! 
Þetta segir litla músin við refinn, ugluna og slönguna sem hún mætir á göngu sinni um skóginn. Þau verða hrædd og þjóta burt þótt músin viti vel að það er ekki til nein greppikló. Og þó … 

"Engin greppikló má," sagði Greppikló, "gera sér ferð inn í Dimmaskóg..."
Greppiklóin er ekki búin að gleyma músinni ógurlegu sem gabbaði hana eitt sinn og því harðbannar hún Greppibarninu að fara inn í skóginn.
En Greppibarnið óttast ekki neitt og eina dimma vetrarnótt læðist það frá mömmu sinni.

 

Við ákváðum því að nýta þessar sögur á dögum myrkurs og unnum með þær þannig að sögurnar lifnuðu við á veggjum og gólfi leikskólans.

Hér er verið að teikna upp og hanna Greppikló, krakkarnir á Tjaldadeild sáu um það

Fótspor Greppiklóarinnar, Greppibarnsins og músarinar

Enduðum svo á því í morgun að horfa á myndirnar um Greppikló og Greppibarnið

Fleiri myndir eru hér

ÞS

 

 

 

Landvörður

Halla Ólafsdóttir, landvörður, kom í heimsókn í Djúpavogsskóla í september. Hún hefur starfað sem landvörður við Herðubreiðarlindir en þar sem eldgos hófst í Holuhrauni var hún send þaðan burt. Hún kynnti Vatnajökulsþjóðgarð fyrir nemendum í 4. og 5. bekk. Þar var rætt um spendýr og fugla sem lifa í garðinum, einkenni þeirra og einnig um þjóðgarðinn sjálfann og einmitt um nafnið þjóð-garður, garður sem þjóðin á og við viljum að eigi um ókomna framtíð. Náttúruvernd og eldgos var nemendum ofarlega í huga í þessari heimsókn. Takk Halla fyrir að koma til okkar. Myndir fylgja þessari frétt.

LDB

Sundlaugin opnar á morgun miðvikudag

Vakin er athygli á að sundlaug Djúpavogs verður opnuð aftur á morgun miðvikudag 23. apríl eftir nokkuð umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir og endurbætur.

                                                                                                                   Sjáumst í sundi hress og kát

                                                                                                                       Starfsfólk ÍÞMD

Cittaslow á ráðstefnunni Auðlindin Austurland

Gauti Jóhannesson sveitarstjóri flutti erindi um Cittaslow á ráðstefnunni Auðlindin Austurland sem fram fór á Hallormsstað í gær og í dag. Erindið vakti mikla athygli enda verkefnið gríðarlega spennandi.

Jón Knútur Ásmundsson tók stutt viðtal við Gauta að erindi loknu sem hlusta má á með því að smella hér.

Hægt er að kynna sér Cittaslow betur með því að smella hér.

ÓB

Ríki Vatnajökuls - Tilvist og tækifæri

Ríki Vatnajökuls - Tilvist og tækifæri
Opin ráðstefna og uppskeruhátið á Höfn, 1. nóvember 2013

09.40 – 10.10 Mæting og skráning
10.10 – 10.20 Ráðstefna sett - Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
10.20 – 10.30 Ávarp bæjarstjóra

10.30 – 12.10 Lykilfyrirlestrar
Markaðshorfur í ferðamálum og möguleikar á fjarlægum mörkuðum
- Ársæll Harðarson, svæðisstjóri Icelandair, S-Evrópa, A-Evrópa, Asía

Möguleikar í þróun vetrarferðaþjónustu
- Árni Gunnarsson, formaður Samtaka Ferðaþjónustunnar

Nokkrar lykiltölur ferðaþjónustunnar í Austur-Skaftafellssýslu
- Guðrún Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá RV og Háskólasetrinu á Hornafirði

Developing Slow Adventure Tourism in Nordic Countries
- Dr. Peter Varley, Centre for Recreation and Tourism Research, University of the Highlands and Islands, Skotlandi

12.10 – 13.00 Hádegispása
13.00 – 14.00 Örerindi
- Álitamál í greiningu hagstærða og svæðisbundinna áhrifa í ferðaþjónustu – Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála
- Skipan ferðamála í Austur-Skaftafellssýslu - Ásmundur Gíslason, Árnanesi
- Áfangastaðir innan Vatnajökulsþjóðgarðs – Regina Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður
- Samstarf um markaðssetningu þjóðgarðs – Kristbjörg Hjaltadóttir, framkv.stj. Vina Vatnajökuls
- Menning og minjar í Ríki Vatnajökuls – Vala Garðarsdóttir, forstöðumaður Hornafjarðarsafna
- Sjálfbær ferðaþjónusta – Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði

14.00 – 15.00 Umræður á borðum
15.15 – 16.00 Kynning á niðurstöðum umræðuhópa
16.00 – 16.20 Lokaorð
16.30 – 17.15 Óvissuferð í samvinnu við Náttúrustofu Austur-Skaftafellssýslu

19.00 – 20.00 Fordrykkur í Skreiðarskemmunni í boði Ríkis Vatnajökuls
20.00 - Kvöldmatur í Nýheimum, veislustjóri Jóhannes Kristjánsson
23.00 – Dans og djamm í Pakkhúsinu með Villa Trúbador

Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 20. október hjá gudrun@visitvatnajokull.is á bæði ráðstefnuna og kvöldprógrammið. Ráðstefnan er ókeypis (hádegisverður á 1.500 kr.), kvölddagskrá með mat 5.950 kr.

Eitt stærsta eintak scolecite sem fundist hefur

Í ár starfaði í fyrsta sinn landvörður á Teigarhorni. Teigarhorn er friðlýst náttúruvætti vegna fjölbreyttra geislasteina sem mynduðust í berginu við sérstæðar aðstæður. Jafnframt er jörðin nýfriðlýstur fólkvangur. Gott samstarf er milli Djúpavogshrepps og Umhverfisstofnunar um skipulag og umsýslu á landinu og hefur landvörður á Teigarhorni, Brynja Davíðsdóttir, tekið virkan þátt í undirbúningi að skipulagsvinnu varðandi umsýsluáætlun fyrir friðlýsta svæðið að beiðni Djúpavogshrepps.

Teigarhorn er óvenju falleg jörð og laðar meðal annars að vegna fegurðar sinnar, jarðsögunnar og sögu Weywadt-fjölskyldunnar sem þar bjó svo og Weywadthúss sem er í eigu þjóðminjasafnsins og bíður uppbyggingar. Margir ferðamenn hafa lagt leið sína á Teigarhorn í sumar gagngert til að sjá geislasteina í sínu náttúrulega umhverfi. Þetta gerir Teigarhorn að sérstæðum og spennandi áningarstað. Landvörður hefur unnið að skipulagningu göngustígs í samvinnu við Djúpavog og Pál Líndal, umhverfissálfræðing, þar sem geislasteinar, menningarminjar og falleg umgjörð Teigarhorns verða á vegi gesta.

Þá hefur Brynja landvörður komið upp safni af helstu tegundum geislasteina sem finnast á Teigarhorni en gaman er að segja frá því að komið hefur á góðu samstarfi milli landvarðar á Teigarhorni og Breiðdalsseturs og hafa forstöðumenn setursins sett mikla vinnu í að greina eintök í geislasteinasafninu. Yfir 300 eintök eru í safninu en einn safngripanna er sérstæðari en aðrir. Eintakið sem um ræðir er af tegundinni scolecite og kom í ljós við eftirlitsferð þar sem hann sat laus á klettasyllu, en berg hafði hrunið frá honum í vor. Ljóst þótti að þarna var meiriháttar eintak á ferð og lögum samkvæmt ber landverði að halda slíkum eintökum til haga enda eign allra Íslendinga. Steininum var komið í hús með hjálp vanra sigmanna úr björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi og oddvitanum Andrési Skúlasyni. Líklegt er að um þjóðargersemi sé að ræða og eitt stærsta eintak scolecite sem fundist hefur á landinu. Síðast fannst svipað eintak á Teigarhorni um 1960. Sérfræðingur frá Náttúrufræðistofnun Íslands kom til að meta steininn og skráði í safn stofnunarinnar.

Sjónvarpsviðtal um Teigarhorn sem tekið var við Brynju landvörð og Andrés oddvita fyrr í sumar má nálgast á vef fréttastofunnar N4 (ca 15 mínútur inn í þáttinn).

- Frétt af UST.is

 

Brynja landvörður á Teigarhorni með steininn

Brynja landvörður á Teigarhorni með steininn

Martin, forstöðumaður Breiðdalsseturs, greinir smágerða geislasteina í holufyllingu

Martin, forstöðumaður Breiðdalsseturs, greinir smágerða geislasteina í holufyllingu

Ferðamenn á Teigarhorni

Ferðamenn á Teigarhorni

Horft yfir hluta jarðarinnar. Búlandstindur, Búlandsdalur og Búlandsá tilheyra jörðinni að stórum hluta.

Aukafundur í sveitarstjórn

Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn í Geysi miðvikudaginn 14.ágúst kl 16:00.
Eina dagskrármálið  

1.  Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 -2020 ásamt umhverfisskýrslu
  vegna Axarvegar milli  Háabrekku og Reiðeyri.  

                                                                                                               Sveitarstjóri

Upptaka af Músik Festivali

Nú er hægt að panta DVD diska með upptöku af hinu frábæra Músik Festivali 2013.
Áhugasamir sendi póst á skolastjori@djupivogur.is eða hringi í síma 478-8836.
Diskarnir verða afhentir um 20. júní.

Skólastjóri 

Aðalfundur Ferðafélags Djúpavogs

Aðalfundur Ferðarfélags Djúpavogs verður haldinn í Sambúð, föstudaginn 31. maí 2013.

Hefst kl. 20:00.

1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál.

Allir félagsmenn hvattir til að mæta og nýir félagar boðnir velkomnir.

Stjórnin

Íþróttamiðstöðin lokuð vegna viðhaldsverkefna

Vegna viðhaldsverkefna verður Íþróttamiðstöðin lokuð mánudaginn 13. maí og þriðjudaginn 14. maí. 

                                                                                                                     Forstöðum. ÍÞMD

Djúpavogshreppur gerist aðili að Cittaslow

Nýlega gerðist Djúpavogshreppur aðili að Cittaslow (Tsjittasló) hreyfingunni.  Sveitarstjóri undirritaði staðfestingu þess efnis á fundi í Kristinestad  í Finnlandi 12. apríl sl.  Undirbúningur vegna umsóknar um aðild  hefur staðið um nokkurt skeið undir forystu Páls J. Líndal og hefur notið styrks frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 

Djúpavogshreppur er fyrsta og eina sveitarfélagið á Íslandi sem hlotið hefur inngöngu í hreyfinguna.  Markmið Cittaslow sveitarfélaga er að auka lífsgæði íbúa, leggja áherslu á sérstöðu þeirra, efla staðbundna framleiðslu og menningu og veita hraðaáráttu í borgum og bæjum nútímans viðnám.  Fyrirhugað er að kynna Cittaslow frekar á opnum fundi nú með vorinu og í haust verða svokallaðir „Íslenskir dagar – Cittaslow“ haldnir í sveitarfélaginu í samvinnu íbúa, félagasamtaka og atvinnulífs.

Á myndinni hér að neðan má sjá sveitarstjóra veita formlegri staðfestingu á þátttöku í Cittaslow viðtöku úr höndum Pier Giorgio Oliveti framkvæmdastjóra samtakanna.

Með því að smella hér er hægt að lesa meira um Cittaslow.

GJ

 

 

Breyttur opnunartími Bakkabúðar

Bakkabúð verður framvegis aðeins opin á miðvikudögum milli kl. 16:00 - 18:00.

Verið velkomin,

Bakkabúð

11.09.2012

Skemmtiferðaskip á Djúpavogi

Sunnudaginn 26. ágúst nk. er von á skemmtiferðaskipinu Quest of Adventure til Djúpavogs. Skipið er um 18.500 brúttótonn að stærð og er farþegafjöldi þess um 500 manns, auk 220 manna áhafnar. Gert er ráð fyrir því að skipið verði hér um kl. 12:00 og haldi á haf út aftur kl. 23:00.

Skipið er systurskip skemmtiferðaskipsins Spirit of Adventure, sem hefur komið tvisvar til Djúpavogs. Bæði skipin eru í eigu skipafélagsins Saga Cruises.

Sveitarstjóri

Frá Ferðafélagi Djúpavogs

Fjallabaksleið syðri: 10. - 12. ágúst

10. ágúst, föstudagur: Farið frá Djúpavogi og gist á tjaldstæðinu í Hrífunesi. Seinni gististaður ekki ákveðinn.

Ýmsir staðir á leiðinni sem áhugavert er að skoða, t.d. Álftavatn, Hvanngil og fleiri.

Þeir sem hafa áhuga á þessari ferð hafi samband í síðasta lagi fimmtudaginn 9. ágúst.

Upplýsingar gefa Haukur í síma 844-6831 og Steinunn í síma 860-2916.

Ath. - farið verður ef veður leyfir.

Ferðafélag Djúpavogs

Uppræting lúpínu í þéttbýlinu

Hér með eru allir íbúar sem vettlingi geta valdir hvattir til að taka þátt í að uppræta lúpínu hér í þéttbýlinu og á nærsvæði á næstu dögum og vikum.  Samhliða er stefnt að því að sveitarfélagið vinni að því á næstunni að uppræta lúpínuna þar sem hún hefur breitt mest úr sér.

Um þessar mundir er einmitt talið rétti tíminn til að herja á þennan skaðvald sem ógnar m.a. tilveru íslensku flórunnar á stórum svæðum. Íbúum er hér með gefnar frjálsar hendur með að slá þetta illgresi niður, hvort heldur með sláttuorfum eða öðrum brúklegum verkfærum.  Að þessu tilefni er því beint til íbúa í viðkomandi hverfum að einbeita sér fyrst og síðast að þeim svæðum.   

Ný salernisaðstaða í Faktorshúsi

Nú er búið að koma upp þessari fínu salernisaðstöðu í kjallara Faktorshússins. Egill Egilsson og starsfmenn hafa unnið hörðum höndum síðustu mánuði við verkið og óhætt að segja að vel hafi tekist til.

ÓB