Vélstjóri óskast Í Búlandstind

Vélstjóri óskast Í Búlandstind skrifaði Greta Mjöll Samúelsdóttir - 09.02.2021
11:02
Vélstjóri óskast Í Búlandstind á Djúpavogi
Helstu verkefni:
- Fyrirbyggjandi viðhald með áherslu á rekstraröryggi og öryggi starfsfólks
- Rekstur, viðhald og viðgerðir véla, tækja og þróaðra vinnslukerfa.
- Þátttaka í þróun, uppbyggingu og innleiðingu á nýjum lausnum
- Önnur verkefni sem fylgja vaxandi fyrirtæki
Hæfnikröfur:
- Vélstjórnarréttindi eða iðnréttindi sem nýtast í starfi.
- Reynsla af rekstri og viðhaldi á vélum og búnaði.
- Góð tölvufærni, samskiptafærni, frumkvæði og metnaður.
- Geta til að vinna sjálfstætt og til að vinna í teymum.
Búlandstindur er metnaðarfullt framleiðslu-, þjónustu og sjávarútvegsfyrirtæki sem heldur úti laxa- og bolfiskvinnslu. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á ánægju starfsfólks og viðskiptavina og nýtingu tækni og þekkingar til að bæta árangur, starfsumhverfi og arðsemi.
Umsókn og ferilskrá sendist á agusta@bulandstindur.is
Umsóknir eru trúnaðarmál og verður þeim öllum svarað.