Rithöfundalestin færist yfir á Austurfrétt

Rithöfundalestin færist yfir á Austurfrétt skrifaði Greta Mjöll Samúelsdóttir - 19.11.2020
11:11
Rithöfundalestin færist yfir á Austurfrétt
Í aldarfjórðung hefur verið fastur liður á aðventu að rithöfundar ferðist um Austurland og lesi úr nýútgefnum bókum sínum. Af ferðinni verður ekki í ár vegna samkomutakmarkana en lesturinn færist þess í stað yfir á Austurfrétt.
Rithöfundalestin, sem svo er nefnd, hefur verið samsett af landsþekktum höfundum í bland við austfirska. Alla jafna hefur verið lesið upp í Löngubúð Djúpavogi, Gunnarshúsi að Skriðuklaustri í Fljótsdal, Skaftfelli á Seyðisfirði, félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði og Safnahúsinu í Neskaupstað.
Af hringferðinni verður ekki í ár vegna Covid-19 faraldursins en í stað þess munu birtast myndskeið inn á Austurfrétt, sem og samfélagsmiðlum þar sem höfundar kynna og lesa upp úr verkum sínum. Myndbönd eru þegar komin inn en þau munu síðan birtast reglulega fram undir jól.