Djúpavogshreppur
A A

Hugmyndir um nýjar íbúðir við Markarland 10-12

Hugmyndir um nýjar íbúðir við Markarland 10-12

Hugmyndir um nýjar íbúðir við Markarland 10-12

Ólafur Björnsson skrifaði 29.04.2020 - 14:04

Þessa dagana er unnið að deiliskipulagi lóða við Markarland, sem verður kynnt fljótlega. Fyrirtækið Hrafnshóll hefur sýnt áhuga á byggingu 5 íbúða raðhúss í Markarlandi, reynist markaður fyrir hendi.

Um er að ræða vandaðar, fullbúnar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum.

Íbúðunum verður skilað fullbúnum með innréttingum og helstu tækjum í eldhúsi (ísskáp, uppþvottavél, ofni og helluborði) og á baði (innrétting, sturtuklefi og vegghengt WC). Viðarparket og flísar eru á gólfum. Gólfhiti er á baði og í anddyri.

Tvær stærðir af íbúðum verða við Markarland:

  • Tveggja herbergja íbúð (eitt svefnherbergi), samtals 55,9 fermetrar að stærð.
  • Þriggja herbergja íbúð (tvö svefnherbergi), samtals 76,8 fermetrar að stærð.
  • Verönd er fyrir utan stofu. Í stofu og eldhúsi er hátt til lofts (uþb. 3,2m) Lóð verður tyrfð og bílastæði hellulögð
  • Húsin eru timburhús með einhalla þaki, Dökkgrá timburklæðning er á útveggjum. Gluggakarmar eru úr PVC.

Afhending íbúða er áætluð í október 2020.

Með því að smella hér er hægt að skoða þrívíddarteikningar af íbúðunum.

Hægt er að skoða nánarí auglýsingu um íbúðirnar hér að neðan frá Hrafnshóli.