Djúpivogur
A A

​Úrslit ljósmyndasamkeppni Daga myrkurs

​Úrslit ljósmyndasamkeppni Daga myrkurs

​Úrslit ljósmyndasamkeppni Daga myrkurs

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 13.11.2018 - 11:11

Eftir miklar vangaveltur og hugleiðingar komst þriggja manna dómnefnd að sameiginlegri niðurstöðu um hver sigurmynd ljósmyndasamkeppni Daga myrkurs væri. Keppnin stóð yfir á Dögum myrkurs. Myndin ,, Þórunnarstaðir um miðaftansbil“ sem Unnur Malmquist Jónsdóttir sendi inn var valin sigurvegari ljósmyndakeppninnar. Myndin er tekin í garðinum hjá Unni í Dölum. Í dómnefnd sátu Ólafur Björnsson, Daniela Pfister og Maciej Pietruńko og allar myndir voru skoðaðar undir dulnefni á meðan á dómgæslu stóð. Unnur náði þarna alveg einstakri mynd sem er vel að sigrinum komin. Í verðlaun fær Unnur prentun sigurmyndarinnar á 60x90cm álplötu í boði Samskipta.

Hér að neðan má sjá vinningsmyndina


Djúpavogshreppur þakkar öllum sem sendu inn mynd í keppnina og óskar Unni innilega til hamingju með verðlaunin.