Djúpavogshreppur
A A

​Kynningarfundur vegna nýs fyrirkomulags við sorphirðu

​Kynningarfundur vegna nýs fyrirkomulags við sorphirðu

​Kynningarfundur vegna nýs fyrirkomulags við sorphirðu

Ólafur Björnsson skrifaði 15.02.2019 - 15:02

Kynningarfundur vegna nýs fyrirkomulags við sorphirðu verður haldinn á Hótel Framtíð miðvikudaginn 20. febrúar nk. kl. 18:00.

Þar munu fulltrúar Íslenska gámafélagsins kynna þjónustu sína og svara spurningum. Þeir munu dvelja í sveitarfélaginu fram á föstudag og svara spurningum verði til þeirra leitað.

Íbúar eru hvattir til að fjölmenna á kynningarfundinn og kynna sér hið nýja fyrirkomulag. Heitt á könnunni.

Sveitarstjóri