Djúpavogshreppur
A A

​Fyrsta afhending REKO Austurland á Djúpavogi á laugardaginn

​Fyrsta afhending REKO Austurland á Djúpavogi á laugardaginn
Cittaslow

​Fyrsta afhending REKO Austurland á Djúpavogi á laugardaginn

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 19.02.2019 - 13:02

Fyrsta afhending REKO Austurland á Djúpavogi á laugardaginn

REKO Austurland verður með afhendingu á Djúpavogi á Við Voginn milli kl. 14 og 14:30 laugardaginn 23. febrúar nk. Þá verður hópurinn búinn að afhenda á Hornafirði en sú afhending verður hjá Litlu sveitabúðinni í Nesjum milli kl. 12 og 13.

Framboðið er fjölbreytt. Þegar þetta er ritað hafa sex framleiðendur boðið vörur sínar inn í viðburðinum í Facebook hópnum REKO Austurland og búist við að fleiri bætist við.

Athugið að til að geta pantað verður fólk að biðja um aðgang að hópnum. Það fer svo inn í viðburðinn á Djúpavogi og finnur færslur framleiðenda. Það pantar með því að skrifa athugasemd undir sölufærslur framleiðenda.

Ef einhver hefur spurningar eða vill nánari upplýsingar er honum/henni velkomið að hafa samband við Oddnýju, verkefnastjóra REKO hjá Matarauði Íslands, annað hvort í gegnum Messenger eða í síma 869-7411.

Almennar upplýsingar um REKO á Íslandi má finna hér: https://mataraudur.is/reko-a-islandi/

Frá afhendingu REKO Reykjavík í Mjódd þann 6. febrúar sl.