Djúpavogshreppur
A A

​Djúpavogshreppur auglýsir eftir refaveiðimönnum

​Djúpavogshreppur auglýsir eftir refaveiðimönnum

​Djúpavogshreppur auglýsir eftir refaveiðimönnum

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 01.04.2019 - 10:04

Djúpavogshreppur auglýsir eftir refaveiðimönnum til starfa á eftirtalin veiðisvæði í Djúpavogshreppi til eins árs frá og með miðjum maí 2019:

Svæði 1: Streiti til og með Berufirði (að Selnesi)
Svæði 2: Fossárdalur að Hamarsá (Lindarbrekka meðtalin)
Svæði 3: Sunnan Hamarsár að Múlahálsi
Svæði 4: Múlaháls að hreppamörkum í Hvalnesskriðum (Hærukollsnes meðt.)

Vakin er athygli á að samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er 1,2 milljón kr. ætluð til refaveiða í ár.

Umsóknarfrestur er til 1. maí 2019. Umsóknir og frekari fyrirspurnir berist skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpivogur eða á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is.

Sveitarstjóri