Vortónleikar tónskólans

Vortónleikar tónskólans
skrifaði 13.05.2013 - 09:05Vortónleikar tónskólans verða haldnir á morgun, þriðjudaginn 14. maí, klukkan 17:00 í Djúpavogskirkju.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur munu vígja nýju hljóðfærin sem keypt voru fyrir styrktarfé vegna Músik Festival og ríkir mikil gleði hjá nemendum og starfsfólki tónskólans með þau
Að afloknum tónleikum verður boðið uppá léttar veitingar í safnaðarheimilinu.
HDH .