Djúpavogshreppur
A A

Vormót Neista í sundi um helgina

Vormót Neista í sundi um helgina

Vormót Neista í sundi um helgina

skrifaði 03.05.2018 - 17:05

Vormót Neista verður haldið á Djúpavogi þann 6. maí nk. og hefst kl. 10:00 (húsið opnar kl. 09:00).

Samlokur, súpa, kaffi og ávextir til sölu á staðnum fyrir alla en keppendur fá ávexti frítt.

Börn 10 ára og yngri fá þátttökumedalíu en veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin hjá 11 ára og eldri.

Skráning skal berast á neisti@djupivogur.is fyrir kl. 18:00 þann 4. maí svo hægt sé að skrá í mótaforritið.

Þátttökugjald er kr. 1000.- fyrir hvert barn.

ATH. Ekki verða teknar niður síðbúnar skráningar á mótið.

Með vorkveðju;
UMF Neisti