Djúpivogur
A A

Völundarsmíð

Völundarsmíð

Völundarsmíð

skrifaði 06.09.2011 - 15:09

Eins og foreldrar grunn- og leikskólabarna hafa tekið eftir er búið að festa upp skilti við grunn- og leikskólann sem á stendur:  Vinsamlegast drepið á bílnum.  Skiltin voru smíðuð af þeim Axel, André og Adam og var vinnan unnin í tengslum við Grænfánann.  Í morgun komu þeir Bjarni Tristan og Guðjón Rafn, ásamt smíðakennara, í heimsókn á leikskólann til að festa skiltið upp.  Gekk það mjög vel, eins og sést á meðfylgjandi mynd.  Viljum við því hvetja alla foreldra og aðra sem stöðva bíla sína framan við grunn- og leikskólann að drepa á þeim!!!   HDH