Djúpivogur
A A

Vöfflukaffi á aðventunni

Vöfflukaffi á aðventunni

Vöfflukaffi á aðventunni

skrifaði 22.12.2015 - 15:12

Í byrjun aðventunar fór hópur barna úr leikskólanum í vöfflukaffi út í Tryggvabúð.  Vöfflukaffi er alla miðvikudaga í Tryggvabúð og fóru 7-8 börn frá leikskólanum í hvert skipti.  Farið var í fjögur skipti og var síðasta skiptið þann 16. desember.  Börnin gengu ef veður leyfði og voru ýmist sótt þangað eða komu til baka í leikskólann um fjögur leytið.  Var þetta skemmtileg tilbreyting á starfinu og fannst öllum gaman að kíkja á heldri borgara sem hafa aðstöðu þarna og sum hittu ömmu sína eða afa, langömmu eða frænku og snæða ljúffenga vöfflu með sultu og rjóma. 

Fyrsti hópurinn í vöfflukaffi


Síðasti hópurinn í vöfflukaffi

Fleiri myndir hér

ÞS