Djúpivogur
A A

Virkjun á rafrænum skilríkjum á Djúpavogi

Virkjun á rafrænum skilríkjum á Djúpavogi

Virkjun á rafrænum skilríkjum á Djúpavogi

skrifaði 03.12.2014 - 15:12

Föstudaginn 5. desember verður endursöluaðili Símans, Rafhorn ehf, staðsettur í SPARISJÓÐNUM Á DJÚPAVOGI, frá kl. 11:00-14:00 vegna virkjunar á rafrænum skilríkjum í síma.

Strákarnir hjá Rafhorni verða með bunka af SIM kortum en margir þurfa einmitt á þeim að halda, t.d. í tengslum við staðfestingu á leiðréttingu verðtryggða lána. Stelpurnar í Sparisjóðnum verða með rjúkandi heitt kaffi á könnunni.

Nánar er hægt að lesa um rafræn skilríki í farsíma með því að smella hér.

Sparisjóðurinn - fyrir þig og þína.