Djúpivogur
A A

Víravirkisnámskeið á Djúpavogi

Víravirkisnámskeið á Djúpavogi

Víravirkisnámskeið á Djúpavogi

skrifaði 18.08.2015 - 15:08

Nú fer skráningu á víravirkisnámskeið á Djúpavogi 5. og 6. september að ljúka. 

Vegna forfalla vantar ennþá einn til tvo þátttakendur til að fylla upp í námskeiðið, en lágmarsfjöldi þátttakenda eru sex (hámark átta).

Íbúar hreppsins eru hvattir til að nýta tækifærið því að námskeiðið er með ódýrara móti í þetta sinn, þar sem það er styrkt af Djúpavogshrepp. Námskeiðið er 10 klst. og allt efni í einn skartgrip er innifalið. Verð á námskeiðinu er kr. 25.000 (sjá meðfylgjandi auglýsingu).

Umsóknarfrestur rennur út nk. föstudag, 21. ágúst. Skráning fer fram inni á heimasíðunni hjá Austurbrú. http://www.austurbru.is/is/menntun-rannsoknir/namskeid