Djúpivogur
A A

Vinnudagur Neista vel heppnaður

Vinnudagur Neista vel heppnaður

Vinnudagur Neista vel heppnaður

skrifaði 29.05.2014 - 14:05

Skorað var á bæði framboðin hér á Djúpavogi að mæta á vinnudag Neista niður í Blá og taka til hendinni. Allflestir frambjóðendur mættu ásamt tryggum vinnumönnum Neista á öllum aldri og áttum við góðan dag saman. Völlurinn var rakaður, skipt var um sand í langstökksgryfju, mörkin bætt, hreinsað rusl út úr kofanum, auglýsingaskylti hengd upp, grillað og leikið.

Frábær dagur í alla staði eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Svo munum við að mæta á kjörstað á laugardaginn og kjósa.

LDB