Djúpivogur
A A

Vinnudagur Neista

Vinnudagur Neista

Vinnudagur Neista

skrifaði 30.04.2010 - 16:04

Jæja, þá er komið að því.

Sunnudaginn 2. maí ætlum við að taka til hendinni í Blánni og eru allir sem vettlingi geta valdið beðnir um að mæta kl. 11:00 og hjálpa okkur að undirbúa svæðið fyrir sumarið.
 
Ýmislegt er á verkefnaskránni okkar og það sem okkur langar að koma i verk á sunnudaginn er að klippa trén, setja skít á þau, klippa niður græðlinga og gróðursetja, standsetja mörkin og taka stökkgryfjuna í gegn.
 
Hvort þetta hefst allt á sunnudaginn er óvíst en margar hendur vinna létt verk.
 
Sjáumst,
Stjórn Umf. Neista