Djúpivogur
A A

Viðtal við Ástu Birnu

Viðtal við Ástu Birnu

Viðtal við Ástu Birnu

skrifaði 11.01.2010 - 07:01

Heimasíðan okkar hefur fylgst með afrekum Ástu Birnu Magnúsdóttur Djúpavogsbúa á golfvöllum landsins á undanförnum misserum þar sem hún hefur náð stórglæsilegum árangri.  Á síðasta ári söðlaði Ásta hinsvegar um, hafði félagaskipti og stundar nú æfingar og keppni í Þýskalandi ásamt námi. 
Eftirfarandi viðtal við Ástu má sjá á heimasíðu kylfingur.is.    AS

 

Ásta Birna Magnúsdóttir sem leikið hefur með golfklúbbnum Keili undanfarin ár, hefur sagt skilið við íslenskt golf í bili. Hún stundar nú nám í Sjúkraþjálfun í Westfalen Akademie í bænum Lippstadt í Þýskalandi og æfir hjá Lippstadt golfklúbbnum.

Ég vildi fara út í skóla og Þýskaland varð fyrir valinu. Ég vissi alveg af því áður en ég fór að ég væri ekki að fara að spila hér næsta sumar vegna þess að skólakerfið úti er allt annað en hér heima og ég nota sumarfríið mitt til þess að spila úti,“ sagði Ásta Birna í samtali við Kylfing.is.

Ásta hefur náð fínum árangri á GSÍ-mótaröðinni í golfi á undanförunum tveimur árum og vann sitt fyrsta mót sumarið 2008 í Leirunni. Hún varð einnig Íslandsmeistari í holukeppni sama ár en var í þriðja sæti á Íslandmótinu í höggleik síðasta sumar og svo í öðru sæti á Íslandsmótinu í holukeppni. Henni hlakkar hins vegar til að takast á við ný verkefni.

Mér finnst það spennandi að takast á við nýtt verkefni. Ég vildi fá breytingu og því tilvalið að nota tækifærið meðan það gefst,“ segir Ásta en hvernig gengur námið? „Námið gengur mjög vel en það var mjög erfitt til að byrja með þegar ég var að komast inn í þýskuna. Þetta er ekki auðvelt nám og verður spennandi að vita hvernig það fer saman með golfinu þegar mótin byrja í vor.“

Mynd/Kylfingur.is: Ásta Birna Magnúsdóttir verður í Þýskalandi næsta sumar.