Djúpivogur
A A

Viðgerðin á vatnsveitunni

Viðgerðin á vatnsveitunni

Viðgerðin á vatnsveitunni

skrifaði 02.07.2010 - 19:07

Viðgerð á vatnsveitu Djúpavogs í Búlandsdal hefur verið hætt í bili, þar sem ekki er hægt að halda áfram fyrr en sjatnar í  ánni. Það er því útséð með að veitan komist í lag í kvöld. Hins vegar hefur starfsmönnum orðið mjög ágengt og verkinu miðar vel.

Þeir munu halda áfram störfum snemma í fyrramálið.

Við viljum undirstrika tilmæli Heilbrigðiseftirlits Austurlands, sem við birtum fyrr í dag, um að bæjarbúar sjóði neysluvatn.

Hér fyrir neðan má heyra og sjá fréttaflutning vegna aurskriðunnar í útvarpi og sjónvarpi.

ÓB


Umfjöllun í hádegisfréttum ríkisútvarpsins:

Umfjöllun í kvöldfréttum sjónvarps: